Ægir - 01.07.1981, Síða 64
Heimaey VE 1
Tveir skipverjar fórust þann 16. febrúar s.l. er
m/s Heimaey VE 1 strandaði skammt vestan við
Hólsárós á Þykkvabæjarfjöru. Hrakti bátinn
stjórnlaust undan ofsaveðri uppi brimgarðinn og
lá undir stöðugum áföllum. Tveir bátar reyndu Albert Ólason.
aðstoð og tókst Ölduljóni VE 130 að koma dráttar-
taug í Heimaey, en í veðurofsanum slitnaði taugin
og varð þá ekki við neitt ráðið og bar bátinn
óðfluga að brimgarðinum.
Báturinn mun hafa verið um þrjár sjómílur frá
landi þegar brotsjór reið yfir hann með þeim af-
leiðingum að mennina tvo tók út.
Þeir sem fórstu voru: Albert Ólason, rúmlega
tvítugur að aldri og lætur eftir sig unnustu og barn.
Guðni Guðmundsson einnig tvítugur að aldri.
Báðir frá Vestmannaeyjum.
Heimaey náðist á flot 8. mars s.l.
N.I.
Heimaey VE 1.
Þerna ÁR 22
Guðni Guðmundsson.
Tveir menn fórust föstud. 20. mars s.l. af v/b
Þernu ÁR 22, er bátnum hvolfdi skyndilega er
verið var að leggja netin skammt undan Stokkseyri
um kl. 5 síðdegis. Þriðji skipverjinn, Gunnsteinn
Sigurðsson 17 ára, komst lífs af en honum var
bjargað af kili bátsins um borð í Hafsæl EA 85,
sem var á landleið og sáu skipverjar á Hafsæl hvar
maður hékk á kili bátsins, sem maraði í kafi. Sjón-
arvottur var að slysinu og gerði aðvart og lét_
skipverja á Hólmsteini ÁR þegar vita og sigldu þeir
rakleitt á slysstað, en þá var Hafsæll kominn að
Þernu og búinn að ná Gunnsteini um borð.
Stormur var af NA 7 vindstig þegar slysið varð.
Skipverjar á Þernu voru að leggja netin þegar
bátnum hvolfdi og var báturinn þá með trossu
bakborðsmegin en bátnum hvolfdi hins vegar á
stjórnborða. Vindur stóð af landi og sjór var
tiltölulega sléttur, en allir bátar á þessum slóðum
komu nokkuð ísaðir til hafnar.
Þorsteinn Björgólfsson. Víðir Þór Ragnarsson.
Þeir sem fórust voru: Þorsteinn Björgólfsson
skipstjóri, lætur eftir sig konu og fjögur börn,
Víðir Þór Ragnarsson, 16 ára og búsettur >
Reykjavik.
V/b Þerna Ár 22 var 9 smál. að stærð.
N.I-
SKIPSTAPAR OG SLYSFARIR
416 — ÆGIR