Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1981, Síða 32

Ægir - 01.08.1981, Síða 32
1. mynd. Sumargotssíldin og sjávarhiti á 10 metra dýpi á SJ0- veturstöðvunum í desember 1976. Myndin sýnir að síldartorfan náðifrá Jökulsárósum á Breiðamerkursandi ncerri því vestur undir 2. mynd. Sumargotssíldin og sjávarhiti á 10 metra dýpi á vetursetu- stöðvunum í desember 1977. Myndin sýnir, að í Meðallandsbug var síldin í fjögurra til ftmm stiga heitum sjó en austan Ingólfshöfða var sjávarhiti þrjú til fjögur stig þar sem síldin hélt sig. Þess skal getið að um 85 af hundraði síldarinnar hélt sig i Meðallandsbug þegar stofnstœrðarmœlingarnar voru gerðar í desember 1977. 4. mynd. Sumargotssíldin og sjávarhiti á 10 metra dýpi á vetursetu- stöðvunum í desember 1979. Myndin sýnir, að sjávarhitinn er að- eins þrjú til fjögur stig þar sem síldin hélt sig. Eftir áramót kom ‘ Ijós að sjávarhitinn á þessum vetursetustöðvum hafði lækkað um eitt til tvö stig. sambandi verður að hafa í huga að vegna ætisleysis í sjónum að vetrarlagi verður síldin yfirleitt að fasta frá því síðla hausts og fram á næsta vor. Mikilvægt atriði er þvi að spara orku yfir vetrar- mánuðina eins og mögulegt er. í köldum sjó dreg- ur úr orkuneyslu dýra eða fiska, sem eru að sjálfsögðu með misheitt blóð. Það má því segja, að uppátæki síldarinnar haustið 1979 hafi verið i sam- ræmi við tillögur um orkusparnað í landinu. Sum- arið og haustið 1980 var árferði gott og milt að því er varðar átu og sjávarhita við norður- og austur- ströndina. Því verður að teljast líklegt, að síldin hafi fundið svipað hitastig í fjörðunum haustið 1980 og hún hafði vanist á vetursetustöðvunum 1 Lónsbug árið áður. Farnir voru tveir rannsóknarleiðangrar á Arna Friðrikssyni til Austfjarða fyrrihluta vetrar 1980 til 1981. Fyrri leiðangurinn var farinn á tímabilinn 12. til 17. nóvember, en hinn síðari 5. til 16. des- ember. Aðaltilgangur leiðangranna var að reyna að mæla stærð sumargotssíldarstofnsins með svo- kallaðri bergmálsaðferð, en hún hefur reynst vel við þessar mælingar undanfarin sex til sjö ár. F>a voru einnig gerðar ítarlegar sjórannsóknir í þesS' 440 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.