Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1981, Page 51

Ægir - 01.08.1981, Page 51
NÝ FISKISKIP Guðbjörg ÍS-46 Nýr skuttogari, m/s Guðbjörg IS-46, bættist við fjskiskipastól landsmanna 5. júlí s.l., en þann dag °m skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, sofjarðar. Guðbjörg ÍS ersmíðuð hjá Flekkefjord t'PP & Maskinfabrikk í Flekkefjord í Noregi og er smiðanúmer 127 hjá stöðinni. Guðbjörg IS er smíðuð eftir teikningu frá Ankerlökken Marine /S og er ellefti skuttogarinn sem umrœdd stöð smiðar fyrir íslendinga, en auk þess hefur stöðin s?ð um smíði á einum skuttogaraskrokk fyrir 1Ppstöðina, sem Slippstöðin lauk við frágang á °8 afhenti í apríl 1977 (Björgúlfur EA). Skrokkar ahra þessara skuttogara eru smíðaðir hjá Kvina erft I Noregi, sem annast hefur þann þátt smíð- 'nnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfa- Guðbjörg ÍS er í eigu Hrannar h/f á ísafirði, Sem átti áður skuttogara með sama nafni, og var ann smíðaður hjá sömu stöð, afhentur í marz /4. Eldra skipið gekk upp I smíðasamning fyrir nyja skipið, en skipasmíðastöðin seldi það síðan til eyðarfjarðar og hefur það hlotið nafnið Snæfugl *U-20. ^eir skuttogarar sem stöðin hefur áður smíðað yr‘r Islendinga eru: Júlíus Geirmundsson ÍS (nú jfr8v‘k KE), Guðbjartur ÍS, Bessi IS, Framnes I °£ Björgvin EA, systurskip, mesta lengd 46.56 " Guðbjörg ÍS (nú Snæfugl SU), Gyllir ÍS, Ás- e,r RE og Ásbjörn RE, systurskip smíðuð eftir l n>u ffamteikningu, en 3.3 m lengri en upphaf- leSu skipin; — og Júlíus Geirmundsson ÍS, mesta >>8^ 53.45 m, smíðaður eftir nýrri teikningu. n . u&björg ÍS er í hópi stærstu skuttogara af lf,n' Serð. Borið saman við nýja Júlíus Geir- adsson er skrokkstærð sú sama, en aðalmál Skuttogararnir tveir, sem borið hafa nafnið Guðbjörg, við bryggju í Flekkefjord. Ljósm.: Hrönn h/f. önnur; er heldur lengri en hins vegar örlítið mjórri og grynnri. Fyrirkomulag íþessum tveimur skipum er mjög hliðstœtt, og eru helztu frávik varðandi fyrirkomulag í hvalbak og legu bobbingarenna. Nefna má að í skipinu er aflmesta aða/vél (3200 hö), sem sett hefur verið í íslenzkt fiskiskip, miðað við nýsmíði, en vél af sömu gerð og stœrð er I skuttogaranum Júní GK (eftir vélaskipti) og sama vélarafl er í nótaveiðiskipinu Eldborgu en þar eru tvær aðalvélar. Afl- og stjórnkerfi fyrir togvindur er hliðstætt og I tveimur nýjustu skuttogurunum frá innlendum stöðvum, Kolbeinsey ÞH og Ottó N Þorlákssyni RE, þ.e. jafnstraumsmótorar fyrir togvindur fá afl frá riðstraumskerfi skipsins ígegn- um thyristora til afriðunar og vindur búnar átaksjöfnunarbúnaði. Þá má nefna að í skipinu er afgasketill, sem er nýjung í nýjum fiskiskipum hér- lendis (er í einum skuttogara sem keyptur var notaður til landsins); lestarfrágangur fyrir kassa með öðrum hætti en tíðkast hefur í skuttogurum; og af búnaði í brú má nefna tvö sjálfstœð netsjár- tæki með tilheyrandi kapalvindum; þrjár ratsjár, þar af ein með ratsjárskermi á bipodmastri, og stuttbylgjustöð. Skipstjóri á Guðbjörgu IS er Ásgeir Guðbjarts- son og 1. vélstjóri Steinþór Steinþórsson. Fram- kvæmdastjóri útgerðar er Guðmundur Guð- mundsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas, í flokk-i iJilAl, ÆGIR — 459

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.