Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1982, Page 14

Ægir - 01.06.1982, Page 14
manni í ýmsum tilefnum. Það ánægjulegasta við þessar gjafir er það, að þær eru tileinkaðar minn- ingu manna úr sjómanna- og bændastétt, er þjóðin öll á þakklæti að gjalda fyrir mannkosti þeirra og framtakssemi. Sama má segja um flestar þær gjaf- ir, sem heimilinu hafa borist, þær eru nær allar til minningar um mæta menn og konur, er stuðlað hafa að velmegun íslensku þjóðarinnar og gert garðinn frægan. Þessu megum við aldrei gleyma. Þegar við í dag opnum Hrafnistu, sem hvíldar- heimili fyrir aldraða sjómenn, þá afhjúpum við um leið óbrotgjarnan minnisvarða þeirrar kynslóðar, feðra og afa, er brutu okkur braut úr þrældómi og ófrelsi til efnalegs og þjóðmálalegs sjálfstæðis. íslands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn. Enga kynslóð tel ég þó hafa lifað meiri umskipti um ævina en þá menn, sem nú eru 65 ára eða eldri og hér eiga rétt á heimilisvist. í æsku beið þeirra lítið annað en þrotlaus þrælk- un fyrir daglegu brauði og vöntun á flestum þessa heims gæðum, nú bíður sona þeirra og dætra mik- ið þægilegra hlutskipti, þakkað veri striti þeirra og trúmennsku við fornar dyggðir og hefðir. Það er því af sönnu þakklæti og hlýjum hug, sem þessi minnisvarði er reistur hinum öldruðu sjómönnum. Þegar þér nú kæru gestir skoðið þessa byggingu, sem er samtvinnuð úr góðhug og þakklæti til sjó- mannastéttar fyrir langan og strangan vinnudag, þá sjáið þér, að hún er ekki hugsuð sem nokkurs konar síðasta athvarf eða biðsalur dauðans, miklu fremur höfum við hugsað, að þeir, sem setjast hér að eigi eftir langt og friðsælt líf fyrir höndum í góðri aðhlynningu. Þvi þótt þeir hverfi af hinum venjulega vinnumarkaði verður í sambandi við heimilisreksturinn reynt að skapa þeim er vilja og því geta sinnt, vinnu við þeirra hæfi. Til þessa hef- ur verið ætlað talsvert rúm í heimilinu og mun það verða aukið síðar eftir þörfum. Þeir, sem lagt hafa hönd að byggingu Hrafnistu eru margir, en þessir hafa haft með framkvæmdir á verki að gera: Ágúst Steingrímsson byggingarfræðingur, er teiknaði byggingarnar og vakað hefur yfir öllum fram- kvæmdum af lífi og sál. Byggingarnar reisti bygg- ingarfélagið Stoð h.f., framkvæmdastjóri Einar Kristjánsson. Miðstöðvarlögn teiknuðu Jóhannes Zoéga verkfræðingur, en framkvæmdir annaðist Geislahitun h.f., framkvæmdastjóri Jóhann Páls- son. Raflagnir teiknaði Jón Skúlason verkfræð- ingur en rafvirkjun annaðist Sigurður Bjarnason rafvirkjameistari. Pípulagnir og uppsetningu hreinlætistækja annaðist Loftur Bjarnason P'P lagningameistari. Múrhúðun framkvæmdi Sva Benediktsson múrarameistari. Teikningar að in réttingum gerði Sveinn Kjarval. Innanstokksm í bókhlöðu og lestrarstofu eru smiðaðir af b birni G. Jónssyni. ^ Innréttingar og eftirlit á vinnustað annaðis1 mestu Páll Kristjánsson byggingameistari. Lo umbúnað smíðaði trésmiðja Sigurðar Elíass0 Hveragerði. Málarameistarar voru Signv ^ Bjarnason og Anton Bjarnason. Teikningu • skreytingu í gólfi og veggplötum gerði TrySj Magnússon, en öll terrazoskreyting er ffan!kVRerg- af Glitstein h.f., framkvæmdastjóri Þórir , steinsson múrarameistari. Victor Geirmundss ^ um dúkalagningu og Stálprýði um uppsetnin stigahandriðum. Allir þessir verktakar og allir þeir, sem við ilið hafa unnið, hafa sýnt hina ýtrustu saIllV^eS(u semi við störf sín og löngun til að skila sern ^ verki af höndum, og fyrir það kunnum vi öllum hinar bestu þakkir. , pess Fulltrúaráð Sjómannadagsins, eða stj°rnbygg- og byggingarnefnd hefur mestu ráðið um ^ ingarframkvæmdir og ber eitt ábyrgð á Þv' .^u er vangert eða ofgert í sambandi við byg Hrafnistu. bygg' Stjórnvöldin í landinu hafa sýnt þessum ^ ingarmálum hið fyllsta traust og veitt a fjárhagslegan stuðning, sem sjómannasa kunna að meta og eru þakklát fyrir. ðið Fulltrúaráð Sjómannadagsins hefur ákve ^ ^ hætta ekki við hálfnað verk, heldur ta a.bsjns- áhættuna af rekstri og framtíðargangi tírjófl Til framkvæmdastjóra hefur það valið 1 ^jp- Einarsson, margreyndan og valinkunnan stjóra af íslenska togaraflotanum. s]ciilj Okkur er það sérstök ánægja, að ban pVj hafa viljað taka þetta vandasama verk a e\ bæði vitum við, að hann er til þess fmr 0 hann okkur öllum mjög kær fyrir það r Joðir si°' og kona hans hafa verið miklar mattar ^ tfi* mannadagssamtökunum frá fyrstu tið. ry ^fU11 sjómannadaginn flutti hann í talstöð sína jaS' til allra skipshafna að fylkja sér um sjóma inn, og hann lét ekki standa við orðin toh1’ ^ fgf- sigldi skipi sínu hingað frá Hafnarfirði ju*jnni, °f þegum til þátttöku í Sjómannadagsháti ^, gjó' síðan hefur hann ávallt verið leiðandi ma 294 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.