Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1982, Side 22

Ægir - 01.06.1982, Side 22
ríkjunum og V-Evrópu, aðallega á Norðurlönd- unum. Sérstaklega kynntu þeir sér þróun sem hafði orðið í byggingarmálum aldraðra meðal nágranna okkar hvað viðkom búnaði, fyrirkomulagi og starfi slíkra heimila. Auk þess var rekstrarhliðin sérstaklega könnuð með tilliti til stærðar og nýt- ingar vinnuafls og búnaðar. Var allur undirbúningur mjög ýtarlegur áður en teikningar hófust og voru fullgerðar. Fyrsti áfangi, sem er þegar risinn er 1176 m2 að stærð auk svala og er um 22.000 rúmmetrar. Byggingarsamningur að 1. áfanga af þrem var undirritaður þ. 12. maí 1975. Byggingaframkvæmdir hófust í september 1975. Byggingin var vígð i júní á Sjómannadaginn 1977. Fyrsta íbúðarhæðin var tekin í notkun þann 11. nóvember 1977, og þriðja íbúðarhæð og efsta þann 12. janúar 1978. Rými á hverri visthæð er fyrir 29 vistmenn, en þar eru 11 eins manns íbúðir u.þ.b. 24 m2 með sér W.C. og baði og 9 tveggja manna íbúðir u.þ.b. 48 m2 einnig með W.C. og baði. Tvær setustofur eru á hverri íbúðarhæð. Svalahurð á öllum íbúðarher- bergjum. Tómstunda-, samkomu- og borðsalir voru tilbúnir í nóvember ásamt eldhúsi, kalda eld- húsi, frysti og kæligeymslum og matarvinnslu. Ennfremur hvíldaraðstaða dagheimilis og heilsu- gæsluaðstaða á jarðhæð i febrúar 1978. Þar eru læknastofa, skoðunarstofa, skrifstofa, skrifstofa hjúkrunarkonu, lyfjabúr, æfingasalur með nudd- og ljósaaðstöðu, hydrocollator, göngubrú, triss- um, rimlum, þrekhjóli, baði og sjúkrabaði. Enn- fremur hár- og fótsnyrting í sérsal. Fyrsti vinnusalur á jarðhæð var tilbúinn í byrjun mars 1978. Heildarkostnaður við byggingu þessa 1. áfanga í ársbyrjun 1978 ásamt öllum búnaði til byrjunar- starfs var rúmlega 500 milljón krónur við úttekt og brunabótamat tæpar 800 milljónir. Á jarðhæð og fyrstu hæð er aðstaða dagheimilis og skammtímavistunar (þ. á m. sumarvistun). Þá koma þessar hœðir að fullum notum fyrir næsta áfanga, sem verður hjúkrunardeild fyrir u.þ.b. 75 vistmenn ásamt margháttaðri þjónustuaðstöðu. Hefur þegar verið gerður samningur um uppsteypu jarðhæðar á árinu 1980, en samtals verður húsið 4 hæðir og þakhæð auk jarðhæðar. Meginhluti þjónustuaðstöðu þ. á m. sundlaug og læknastofur verða á 1. hæð. Hrafnista í Hafnarfirði er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki með sjálfstæðu bókhaldi. Margsko113 samskipti eru þó á milli heimilanna, svo sem snrn eiginleg yfirstjórn. Öll stærri innkaup sameigi0 ' þvottur allur unninn á Hrafnistu í Reykjavík hluti matarvinnslu fyrirhugaður sameiginlegur- eru vistmenn á Hrafnistu í Hafnarfirði með sa hliða forgangsrétt að hjúkrunardeildunum Reykjavik ásamt heimilisfólki þar uns hjúkrun deildin í Hafnarfirði kemst í notkun. ,{ Næsti áfangi Hrafnistu í Hafnarfirði er svo s ^ og kostnaðarsamur að útlokað er fyrir Sjóman ,, dagssamtökin að standa ein undir þeim kostna næstu árum. Þvi er nú unnið að samvinnu ýmissa félagas taka og sveitarfélaga um fjármögnun ÞesS framkvæmda. jf Yrði ráðstöfunarhluti rýma til vistunar > þessa aðila í samræmi við kostnaðarfra n,^_ þeirra, en lágmarksframlag kostnaður eins rýmis- a hrjáf Hafa þegar verið gerðir samningar vio v ^ stúkur Oddfellowreglunnar þessa efnis og sveitarfélög, Grindavík og BessastaðahrepP Hrafnista í Hafnarfirði. 302 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.