Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1982, Page 30

Ægir - 01.06.1982, Page 30
sjávarútvegurinn 1981 + sjávarútvegurinn 1981 + sjávarútvegurinn 1981 + sjávarútvegurinn 1981 Ágúst Einarsson: Yfirlit yfir rekstur fiskveiðiflotans 1981 1. Almennt yfirlit yfir afkomu og afla- brögð 1981. (Hér er stuðst við yfirlit Þjóðhagsstofnunar um fiskveiðar í rit- inu ,,Úr þjóðarbú- skapnum“ útgefið í mars 1982. 2. Yfirlit yfir fiskverðs- ákvarðanir á árinu 1981. 3. Ákvörðun síldarverðs 1981. 4. Ákvörðun loðnuverðs haustið 1981. 1. Almennt yfirlit um afkomu og afla Á árinu 1981 var heildaraflinn 1433 þúsund tonn samanborið við 1507 þúsund tonn árið áður. Afl- inn minnkaði þannig um 74 þúsund tonn eða 5% af þunga. Aflaverðmætið metið á föstu verðlagi, var hins vegar svipað bæði árin, þar sem verðmæti aukins þorskafla bætti upp minnkun loðnuafla. Þorskaflinn var 460 þúsund tonn, sem er 32 þús- und tonnum meira en árið áður. Hefur þorskafli íslendinga aldrei verið meiri og er þetta svipaður afli og allur þorskafli íslendinga og útlendinga á íslandsmiðum árið 1971, fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 50 mílur og síðan í 200 mílur. Annar botnfiskafli, aðallega ýsa, ufsi og karfi, jókst einnig á síðasta ári. Samtals varð botnfiskafl- inn 714 þúsund tonn eða nær 9% meiri en árið áð- ur. Að verðmæti dugði þessi aukning botnfiskafl- ans til þess að vega upp samdrátt i loðnuafla úr 760 þúsund tonnum 1980 í 641 þúsund tonn í fyrra. Hefur loðnuaflinn þá minnkað um þriðjung frá því sem hann varð mestur árin 1978 og 1979. Síld- 39 araflinn dróst saman í fyrra og varð rúmlega þúsund tonn samanborið við nær 50 þúsund to árið áður. Rækjuafli varð einnig minni í fyrra árið áður en humarafli og hörpudiskafli jókst. ^ Af þorskaflanum veiddu togarar 214 þóf11^. tonn og er það svipaður afli og árið áður. ÞorslK ^ bátanna var 246 þúsund tonn samanborið viö , þúsund tonn árið áður. Hér ber þess að gseta, a j. fyrra veiddu loðnubátar um 20 þúsund tonn þorski, en árið 1980 höfðu þeir ekki leyfi til Þ°r*ar veiða. Heildarbotnfiskafli togaranna í fyrra, 401 þúsund tonn eða 6% meira en árið & Heildarúthald togaranna var nokkru meira en ar áður vegna fjölgunar togara. Afli á hvern útha^_ dag jókst þó einnig, um tæplega 3% hjá minw urunum en 4,5% hjá stærri togurum. I fyrra gQ talsvert minna af fiski landað erlendis en árið . Reikningar útgerðar fyrir árið 1981 liggía e Qg fyrir og verður því að styðjast við áætlanir. j áður sagði, jókst afli á hvern úthaldsdag no ^ hjá togurunum, en tölur fyrir bátaflotann erU ^ tiltækar. Afkoma útgerðar í fyrra hefur e’n.ar. ráðist af breytingu fiskverðs og helstu kostna ^ liða. Botnfiskverð hækkaði um nálægt 52 0 ^ meðaltali milli áranna 1980 og 1981. Er þá at.^r heildarverð eða það verð, sem fiskvinnslan gre Skiptaverð, sem ræður tekjum sjómanna, u aði minna eða um 47% að meðaltali, þar selU Hagur botnfiskveiða 1975—1981■ Tölur sýna hlutföll af heildartekjum■ Meðal- tal n 1975/1978 1979 1980 % % % Minni togarar: 13 Verg hlutdeild fjármagns 15,3 18,7 14,0 -8 Hreinn hagnaður -7,6 -4,8 -9,1 Stœrri togarar: 0 Verg hlutdeild fjármagns 10,8 16,9 10,1 -17 Hreinn hagnaður -13,3 2,8 -4,9 Bátar án loðnu: 5 Verg hlutdeild fjármagns 8,4 12,0 3,0 -U Hreinn hagnaður -10,8 -3,8 -12,1 Botnfiskveiðar samtals: 8,1 Verg hlutdeild fjármagns 12,2 15,7 9,0 .10,3 Hreinn hagnaður -9,8 -3,4 -9,8 310 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.