Ægir - 01.06.1982, Síða 40
Samtíningur úr Landnámu,
íslendingasögum og Sturlungu.
Það nægir nú víst okkur ekki, íslendingum, svo
forvitnir sem við erum um fortíð okkar, þessi
heimild í Gylfaginningu um veiðar með Ásum og
þursum. Við viljum vita nær okkur og hafa þá vit-
neskju dálítið staðbetri en þessa sögn Snorra. Það
er sama að segja um upphaf fiskveiða með þjóðum
á ströndum Atlantshafs, Eystrasalts og Norður-
sjávar og annars staðar í heiminum, að þær hafa
hafizt löngu fyrir tíma ritaðrar sögu af þessum
þjóðum. Við drögum því ekki í efa að landnáms-
menn íslands, upprunnir með áðurnefndum þjóð-
um, hafi kunnað sitthvað fyrir sér um fiskveiðar,
þegar þeir námu hér land.
í Landnámu og íslendingasögum er að finna það
lítið sem finnanlegt er ritað um okkar eigin fisk-
veiðar á landnáms- og söguöld og framyfir miðja
þjóðveldisöld. Á fornsögum okkar er sá hængur í
þessu efni, að þær eru hetju- og höfðingjasögur og
sögur mikilla atburða og örlaga, og í þeim átti ekki
heima að lýsa itarlega bardússi alþýðumanna til
bjargar sér. Þeir sem reru fyrir fisk voru mest ein-
yrkja bændur eða vinnumenn stórbænda.
Það er því helzt, þegar fiskiróður kemur við
sögu hetjunnar að slíks er getið og þá í eins fáum
orðum og kostur er bæði til að tefja sem minnst at-
burðarás sögunnar og eins er líklegt að söguritar-
arnir hafi ekki talið það samtímamönnum sínum
forvitnilegt að lýsa vinnubrögðum, sem öllum voru
kunn.
Þetta viðhorf er enn ríkjandi í samtímanum.
Mönnum finnst ekki taka því að lýsa grant því sem
er að gerast í stundinni, heldur er beðið með það,
þar til menn þurfa að fara að rifja eitt og annað
upp eftir minni eða strjálum heimildum.
En þótt svo sé, að okkar afburðargóðu sagnarit-
arar geri langa sögu helzti stutta í verklýsingum í
sjósókninni, þá meitluðu þeir svo haglega hinar
stuttorðu frásagnir, að þær nægja til þess, að við
nú getum gert okkur grein fyrir því að fiskveiðar
hafa verið stundaðar frá landnámstið og einnig að
útgerðin hefur verið fjölbreyttari og skipin stærri
og sterkari á síðari hluta Landnámsaldar og fram-
undir lok Þjóðveldisins er síðar varð á hinum
döpru öldum íslandssögunnar.
Menn greinir vissulega á um sanngildi íslend-
ingasagna á ýmsum sviðum, en treysta því þó al-
mennt, að þær þjóðháttalýsingar, sem bregður fyr-
ir, séu sannferðugar. Sagnaritararnir vildu a
menn trúa sögu sinni og þegar höfundur hefur P
í huga, þá gætir hann þess að fara rétt með P ’
sem allir lesendurnir vita deili á og hann my
setja ofan í trúverðuguheitum í meðferð ann -
efnis í sögunni, ef hann reyndist ósannsögull1 P
efni, þar sem almenningur vissi hið rétta. •
Lýsingar sagnanna á fiskveiðum sem öðru
eiga við lOdu og 1 ltu öldina en á þeim tíma ge
flestar sögurnar. Þegar kemur framá 12tu og ^
öld þá tekur við Sturlungasagnabálkurim1 f
biskupasögur og þá fara einnig að koma til ann^t
og ýmsar aðrar heimildir, svo sem eignau ^
kirkna og höfuðbóla, dómar og tilskipanir
ýmsir skriflegir gerningar og heimildir um ve
og viðskipti.
Fyrsti útvegsbóndinn r
Naddoður, Garðar og Flóki höfðu f&r\ ^eí
fréttir af íslandi, að björg væru þakin fugh, u
selum, ár fullar af laxi og silungi en firðir a ^
Landnemar gátu lítið flutt með sér af búf&j8^.
þeir hljóta því að hafa treyst á sjófang sér ti ^
færslu meðan þeir voru að koma sér upp ^uSjöggt,
Búsetuval fyrstu landnemanna sýnir það og % ^
að þeir höfðu í huga fiskveiðar og siglingaI\ U(I1
helguðu sér strandlengju með góðum n
meðan þess var kostur. j við
í Landnámu er því lýst, að Ingólfur tók
Ingólfshöfða, en þar uppaf eru sveitir góðar ^
landbúskap. Ingólfur stöðvast ekki á þessum ^
um heldur tekur að leita öndvegissúlnanna,
hann hafði fleygt fyrir borð, þegar hann
landsýn af íslandi. Hann heldur vestur um
blómlegu sveitir Suðurlandsundirlendisins’
vetrarsetu undir Ingólfsfjalli en tekur sig ®
an, þegar þrælar hans, Karli og Víflll, finna hei^'
issúlurnar á útskaga vestan heiðar eða ne
ar, eins og það er orðað í Landnámu. síns
Þrælnum Karla þótti búsetuval húsb°n
með þeim ólíkindum, að hann gat ekki or j^tr
izt og ber saman hinar blómlegu sveitir og
ugt umhverfi útskagans með þessum orðu
,,Til lítils fórum vér um góð héruð, e v^v£enid
um byggja útsker þetta. . .“ Hann lét frainn neíð'
fylgja orðum og strauk aftur í sveitir austa
ar. , aðuf’
Auðvitað var Ingólfur, sá mikli
bundinn af því heiti sínu að reisa bæ, Þar
320 — ÆGIR