Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1983, Page 27

Ægir - 01.02.1983, Page 27
1 nýútkomnum ,,Tæknitíðindum“ Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, er greint frá rannsókn- Urn á áhrifum mismunandi blóðgunar og slægingar a Sæði ferskfisks, frystra flaka og saltfisks. Fyrir rannsóknum þessum stóðu Grimur Valdimarsson °8 Guðrún Gunnarsdóttir. ^ ágripi að skýrslunni segir eftirfarandi: '■Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman tVær algengar aðferðir, sem notaðar eru við aðgerð a fiski um borð í íslenskum veiðiskipum. Annars vegar var trollþorskur blóðgaður í •oðgunarkar og látið blæða í rennandi sjó í 5 mín, °nr en hann var slægður, þveginn og ísaður. Hins Ve§ar var blóðgað og slægt samtímis, fiskurinn Settur beint í þvottakar, og siðan í ísun. Á þennan att var gert að lifandi fiski, svo og fiski sem látinn var liggja í eina klst. óaðgerður. . Eftir 7 daga geymslu í ís var allur fiskurinn met- ’nn. Þá var helmingurinn frystur sem flök, en af- Snngurinn verkaður í salt og afurðirnar siðan etnar á ýmsa vegu. ^elstu niðurstöður urðu þær, að sé fiskurinn lif- andi fyrir aðgerð skiptir litlu máli hvor aðferðin er notuð. Sé fiskurinn hins vegar búinn að bíða í 1 st- áður en hann er skorinn, kemur betur út að n°ta blóðgunarkar. Hugsanlegt er að þessi munur P af* fremur af mismunandi vatnsmeðhöndlun sksins eftir að hann er skorinn en aðgerðarað- toinni sjálfri, því fiskurinn sem er blóðgaður og æ8ður samtímis fær að öllu jöfnu minni vatns- ^eðhöndlun en þegar blóðgunarkör eru notuð. Vl er hugsanlegt að blóðga megi og slægja sam- . nt's, ef fiskurinn er látinn liggja nægjanlega lengi rennandi sjó eftir aðgerðina. a kom fram, að gott samband var milli afurða- q a,°8 upprunalega ferskfiskmatsins”. ^kýrsluna i heild má panta hjá Rannsóknar- t°fnun fiskiðnaðarins, simi 20240. ^raenlenski verksmiðjutogarinn ,,Tenor,“ sem r sá eini sinnar tegundar í grænlenska fiskiskipa- °tanum, gerði í .haust er leið glæsilegan túr. Var e'tt á Banana- og Fyllubönkunum, sem íslenskum 8arasjómönnum eru að góðu kunnir, frá þeim ma er þeir stunduðu þar þorsk- og karfaveiðar á Jttnum milli 1950 og 1960. Túrinn tók hálfan ann- tnánuð og var allur aflinn stórþorskur, sem gaf af sér 560 tonn af flökum. Fékkst allt upp í 50 tonn í hali og fyrir kom að trollið sprakk. Flökin voru fryst í blokk og verða seld í Englandi. ,,Tenor“ er upphaflega norskur, 499 brl. að stærð og 56 m langur, en fyrir nokkru var hann seldur grænlensku útgerðarfyrirtæki að hluta, en Norðmenn eiga áfram hlut í honum. Áhöfnin er 30 manns, þar af 6 Færeyingar og er skipstjórinn fær- eyskur. Þorskkvótinn við Grænland var ákveðinn 62.000 tonn fyrir s.l. ár og höfðu Vestur-Þjóðverj- ar leyfi til að veiða 5.000 tonn af því. í byrjun des- ember hafði aðeins veiðst um 40.000 tonn af þorski og engar líkur taldar á að allur þorskkvóti ársins yrði veiddur. Fyrstu níu mánuði s.l. árs, seldu Norðmenn um 550 tonn af eldislaxi í Bandaríkjunum, að verð- mæti rúmlega 4 milljónir US$, eða að meðaltali 133 ísl. kr. kg, en á öllu árinu 1981 voru þessi við- skipti aðeins 37 tonn að verðmæti 327.000 US$. Sú nýbreytni var tekin upp á s.l. ári að flytja ferskan lax með flugvélum milli Noregs og Banda- ríkjanna með reglubundnu flugi, en áður hafði aðeins smávægilegt magn verið flutt þangað flug- leiðis til reynslu. Á þessum fyrstu níu mánuðum ársins 1982 voru 277 tonn af ferskum laxi seld í Bandaríkjunum, að verðmæti 2,2 milljónir US$. Norðmenn hafa látið í veðri vaka að þeir eigi eftir að auka framleiðslu sína á eldislaxi mikið í náinni framtíð og hafa laxeldismenn í Bandaríkjunum af því þungar áhyggjur að þeir verði ekki samkeppn- isfærir við hinn lostæta norska lax. Lax tekinn til slátrunar úr flotbúri við eyjuna,, Hitra' ‘ í Noregi. ÆGIR — 75

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.