Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 16
neitandi. Ég fæ ekki annað séð en að þær forsendur sem lágu til grundvallar aflamarksleiðinni séu enn fyrir hendi og engin breyting orðið þar á og því séu jafnmikil rök fyrir því nú og var á s.l. hausti að halda áfram á sömu braut. Við megum hins vegar ekki gleyma því að þetta fyrirkomulag vartekið upptil reynslutileinsárs og því er hægt að breyta og lag- færa þá ágalla sem fram hafa komið. Sú reynsla sem við höfum öðlast er margvísleg og skal ég rekja þau atriði sem eru mikil- vægust. Að mörgu leyti hefur frant- kvæmd aflamarksins tekist vel og virðast útgerðarmenn og sjó- menn hafa aðlagað sig vel að breyttri stjórn eftir eðlilega byrj- unarörðugleika. Samskipti ráðuneytisins við útgerðarmenn og sjómenn hafa verið með ágætum þó svo að þeir síðarnefndu hafi í mörgurn til- vikum rekið mál sín af harðfylgi. Samstarfið við Fiskifélag íslands hefur verið mjög gott og snurðulaust. Allir útreikningar í úthlutun kvóta til einstakra fiski- skipa gengu vel og ekki hafa komið fram villur í þeim. Sveigjan- leiki kvótakerfisins virðist ekki vera nægilegur í mörgum til- fellum og stafarþaðaf því m.a. að skip eru bundin af meðaltali afla þeirra s.l. 3 ár. betta meðaltals- veiðimynstur, ef svo má kalla, sem þannig myndast hefur í mörgum tilvikum ekki hentað við þær aðstæður sem skipin búa nú við. Þetta á sérstaklega við urn minni báta enda eru sveiflur á milli ára e.t.v. mestar hjá þeim. Einnig kemur þetta fram í mis- munandi aflasamsetningu á milli ára óg t.d. virðast mörg skip ætla að eiga töluvert eftir af ýsukvóta sínum í ár. Samtenging allra veiða, þolfisk- veiða og sérveiða, voru að mörgu leyti erfið á árinu og stafar það af því að reglur og fyrirkomulag sér- veiða var ekki frágengið í megin- atriðum um leið og reglurnar um aflamarkið. Þetta sama má segja um sam- tengingu veiða og vinnslu og virðist sem oft skorti á að hún væri nægilega góð. Bar nokkuð á þessu á s.l. vetrarvertíð og í sumar þegar afli var sem mestur á Vestfjarðamiðum og á Breiða- firði. Þótt deilt sé um hvort aukinnar hagkvæmni hafi gætt í sjávarút- vegi í ár verður ekki fram hjá því litið að fiskgæði hafa batnað á síðustu vetrarvertíð. Gæða- skýrsla Fiskifélags íslands frá því í vor ber þessu ótvírætt vitni, en í henni má sjá að fiskgæði hafa tals- vert aukist bæði í net og troll. Þennan árangur má að einhverju leyti þakka aflamarksfyrirkomu- laginu. Framsal aflakvóta yfir til annarra skipa heíur mælst rnis- jafnlega fyrir. Framkvæmd þess- ara framsala hefur gengið mis- jafnlega en þó hefur ræst úr eftir því sem á árið hefur liðið. Fram til þessa hefur Sjávarút- vegsráðuneytið heimilað 169 framsöl af aflakvótum milli skipa. Þessi framsöl skiptast eins og hér segir: Milli skipa í eigu sömu útgerðar 51 framsal, magn fisks sem framselt het'ur verið er 8.821 tonn. Milli skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð 97 íramsöl, rnagn fisks sem framselt hefur verið er 8.232 tonn. Milli skipa úr sitt hvorri ver- stöðinni á grundvelli jafnra skipta 5 framsöl, magn fisks sent fram- seldur hefur verið er 497 tonn. Milli skipa í sitt hvorri vurslöð inni að fenginni umsögn sveil.tr- stjórnar og stjórnar sjómannaíé- lags í viðkomandi verslöð l(> framsöl, magn fisks sem framselt hefur verið er 1.902 tonn. Alls hefur því verið heimilað að franv selja 19.543 tonn. Heimildir til þess að framselja aflakvóta á milli skipa þóttu nauðsynlegar þegar reglur um kvótaskiptingu botnfiskaflans voru settar, þar sem kvótar ein- stakra fiskiskipa réðust af veiðum þeirra undangengin 3 ár eins og ég gat um áður. Reglurnar binda því einstök fiskiskip talsvert fortíð sinni og því er svigrúm þeirra til þess að mæta nýjum kringum- stæðum, eins og breyttum útgerðarháttum eða annarri afla- samsetningu takmarkað. í slíkum tilvikum hjálpa heimildir til framsals upp á sakirnar og gerir kleift að koma við hagræðingu í rekstri skipa, sérstaklega hjá þeim útgerðum sem eiga mörg skip sem sum hver hafa e.t.v. lítinn aflakvóta. Þá hefur einnig komið í Ijós að þessi möguleiki til framsals hefur ýtt undir að skip hafi farið til úthafsrækjuveiða og þar með fækkað skipum í hinum hefð- bundnu botnt’iskveiðum. í mínum huga eru þessar reglur urn framsal grundvöllur þess að koma megi við hagræðingu og sparnaði í rekstri fiskiskipa og þvl séu þær óhjákvæmilegar í fyrir- komulagi eins og aflamarksleið- inni. Það er hins vegar grundvallar- atriði að aflamark sérhvers skips ber að sníða sem mest eftir þörfurn þess. Það er því nauðsyn- legt að endurskoða kvóta skip- anna í Ijósi reynslunnar, t.d. meðalkvóta sem hafa verið fram- seldir að hluta og ekki notaðir af viðkomandi skipi. Einnig hafa rækjuskip og loðnuskip framselt töluvert magn. Ég tel eðlilegra að endurákvarða ýmsa kvóta í UoSI aðstæðna og reglur um skerðingu 528-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.