Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 54
BÓKAFREGN
Ásgeir Jakobsson:
Lífið er lotterí.
Saga af Aðalsteini Jónssyni og Alla ríka
Setberg 1984.192 bls.
Engin þörf ætti að vera á því að
kynna þá félaga Aðalstein jóns-
son og Ásgeir Jakobsson sérstak-
lega fyrir lesendum Ægis. Annar
þeirra hefur árum saman stundað
útgerð og fiskvinnslu, en hinn
verið einna mikilvirkastur Islend-
inga í skrifum um sjávarút-
vegsmál auk þess að hafa skrifað
tvær ágætar ævisögur útvegs-
manna, þeirra Einars Guðfinns-
sonar og Tryggva Ófeigssonar.
Bókin Lífið er lotterí, saga af
Aðalsteini Jónssyni og Alla ríka,
er byggð upp á hefðbundinn hátt
ævisagna. Ættir söguhetjunnar
eru raktar aftur um 1800 og síðan
sagtfrá ævihlaupi hennarfráfæð-
ingu og fram á þennan dag.
Ævi Aðalsteins Jónssonar
minnir um margt á gömul íslensk
ævintýr, sem þó eru sífellt að
gerast. Hann ólst upp í sárri
fátækt á fyrri hluta aldarinnar,
tókst með mikilli vinnu að verða
vel bjargálna, hóf útgerð og síld-
arsöltun, lenti í síldarævintýrinu
og vegnaði svo vel að hann fékk
viðurnefnið ríki.
Að baki öllu þessu, hvort sem
viðurnefnið er réttnefni eða ekki,
er mikil saga. Enginn hefur grætt
fyrirhafnarlaust á útgerð á íslandi,
a.m.k. ekki á síðari árum og á
síldarárunum urðu menn svo
sannarlega að vinna, ef eitthvað
átti að ganga. En hver er þessi
saga? Það er kannski mesti galli
bókarinnar, að lesandinn er ekki
miklu nærað lestri loknum.
Frásögnin af starfsemi Aðal-
steins austur á Eskifirði, útgerð
hans, fiskvinnslu og uppbygg-
ingu er að mínu mati allt of yfir-
borðskennd. Við fáum góða
mynd af yfirborðinu, af því
hvernig skipastóllinn óx og
breyttist, af ýmsum ágætum sam-
starfsmönnum, af því hvernig
fyrirtækin uxu og þróuðust og af
því hvernig nýrra úrræða var
leitað þegar síldin hvarf og um
tvennt var að velja: hætta eða
finna fyrirtækjunum ný verkefni.
En hvað bjó að baki? Hvernig
tókst þetta allt, hvernig gátu
umsvifin orðið svo mikil á svo
skömmum tíma sem raun bar
vitni? Þessu verður vitaskuld ekki
svarað hér, en að mínum dómi
hafa þeir Ásgeir og Aðalsteinn
látið fram hjá sér fara ágætt tæki-
færi til að lýsa í grundvallarat-
riðum þeirri atvinnuþróun, sem
varð á Austfjörðum á síldarár-
unum og síðan, og ekki síður til
þess að lýsa atvinnuháttum, sem
nú eru óðum að gleymast, hvort
sem mönnum líkar það betur eða
verr.
Gömlu síldarárin með allri
sinni stemmningu, spenningi,
vökum og erfiði eru nú hluti af
sögunni. Þau koma aldrei aftur,
jafnvel þótt síldin kunni að snúa
til baka. Viðhorfin eru gjörbreytt
og ný tækni er að ryðja þeim
vinnuháttum, sem tíðkuðust við
söltun sumarsíldarinnar úr vegi.
Og mannlífið, sem hrærðist á
síldarárunum. Það er líka horfið,
allt orðið gjörbreytt.
Frá mörgu þessu er ég viss um
að Aðalsteinn hefði vel kunnað
að segja. Hvers.vegna hann gerir
það ekki veit ég ekki, en ef til viH
liggur skýringin í því sem Ásge|r
Jakobsson segir í bókarlok, að
sögugerðinni hafi verið of naumt
skammtaður tíminn. Það á aldrei
að gera, en auðvelt að vera vitur
eftirá. ,«■
Þegar ég frétti að samstarf heto
tekist með þeim Ásgeiri og Aða -
steini þóttist ég hafa ástæðu til a
ætla, að nú væri von á góðri bók,
vissi að Ásgeir er ágætur aevi-
sagnaritari, einkum þegar um
sögu útgerðar- og sjómanna er a
ræða, og taldi hann jafnframt
hafa komist í feitt. Árangurinn er
hins vegar alls ekki sá sem e§
hafði vonast til. Bókin er of Y''r'
borðskennd og ekki fjallað um
ýmsa forvitnilega þætti, sem tu
ástæða hefði verið að gera ræki
leg skil. Á hinn bóginn er bókm
ágætlega læsileg, hún er hressi
lega skrifuð, margar skemmti-
legar sögur í henni og Asgem
bregst ekki tungutakið fremur
venju.
Allur frágangur bókarinnar e
einnig með ágætum og g° ur
fengur að ýmsum myndum, sem
hana prýða. Jón Þ. Þúr‘
566 — ÆCIR