Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 14
Avarp Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra Fyrir einu ári síðan stóðum við íslendingar í vandasömum sporum, þegar undirbúningur að fiskveiðistefnu fyr\r árið 1984 hófst af krafti, að fengnu áliti fiski- fræðinga um ástand helstu fisk- stofna. Eftir margvíslegt ráðslag um það ástand, sem upp var komið varð það almenn niður- staða að rétt væri að gera grund- vallarbreytingu á stjórnun veið- anna í Ijósi nýrra aðstæðna. Eftir miklar umræður á Alþingi var ákveðið að veita sjávarútvegsráð- herra heimild til að skipta afla á milli skipa í Ijósi aflareynslu þeirra síðustu þrjú árin. Heimild- arlög þessi voru m.a. samþykkt vegna ákveðinna tilmæla Fiski- þings og hagsmunaaðila í sjávar- útvegi. Skipuð var ráðgjafarnefnd til að fjalla um reglugerð á grund- velli áðurnefndra lagaheimilda. Þessi nefnd vann mjög gott starf undir forystu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar og skilaði ítarlegum niðurstöðum sem var grundvöllur að reglugerð um stjórnun veiðanna. Áður en reglugerðin var sett var einnig haft samráð við sjávrútvegs- nefndir Alþingis. Eftir þá reynslu sem við höfum öðlast af stjórn veiðanna á árinu 1984 er rétt og skylt að meta hana á raunsæjan hátt, þannig að hún megi verða sem mestur lærdómur við ákvörðun stefnunnar fyrir næstu ár. Eitt af þeim atriðum sem eink- um var gagnrýnt við setningu þeirra heimildarlaga sem ég áður gat um var hið mikla vald sem Sjávarútvegsráðuneytinu var fengið um skipulag og ákvörðun veiðanna. Ljóst var að margvísleg ágrein- ingsefni myndu koma upp við ákvörðun kvóta fyrirskipin og var nauðsynlegt að þær ákvarðanir væru virtar af þeim aðilum, sem við þær skyldu una. Ákveðið var að sérstök nefnd skyldi fjalla um slík mál og voru skipaðir í hana, Stefán Þórarinsson, deildarstjóri, formaður, Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri L.í. Ú. af hálfu útgerðarmanna og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, af hálfu sjómanna. Nefnd þessi hefur unnið mikið starf á árinu og hafa allir úrskurðir verið ákveðnir eftir ítarlegar umræður og hefur mikil og góð samvinna verið innan nefndarinnar og hefur ráðuneytið átt við hana hið besta samstarf. Tekist hefur að leysa úr þeim málum sem upp hafa komið án ágreinings. Að mínu mati er það mjög til eftirbreytni í okkar þjóðfélagi, á hvern hátt þeir aðilar sem að þessu máli hafa komið, hafa verið tilbúnir að leggja sig fram um að ná samstöðu í mjög erfiðum og viðkvæmum málum. Það sýnir að þrátt fyrir ólík sjónarmið getum við komið okkur saman um mikilvæg hagsmunamál og leyst þau með heildarhagsmuni þjóðarbúsins að leiðarljósi. En áðuren lengraerhaldið, erréttað rifja upp og skoða í Ijósi reynsl- unnar, rök og markmið aflafyrir- komulagsins sem sett voru fram í fyrra og Fiskiþing og hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi mæltu með að skyldi tekið upp. Eftir að Hafrannsóknastofn- unin lýsti því yfir, að þorskstofn- inn væri í mikilli lægð eftir nokkur góð ár og lagði til aö veiðar yrðu verulega takmark- aðar úr stofninum í ár, varð fljót- lega Ijóst að um tvær megin- stjórnunarleiðir væri um aðvelja- Sóknartakmarkanir eins og stuðst hafði verið við undanfarin ár eða aflamarksfyrirkomulag. Aflamarksfyrirkomulagið varð fyrir valinu og má með sanm segja að fjórar ástæður hafi vegið þar þyngst. Sú fyrsta var, að frekari sóknar- takmörkunum á þorskveiði en þegar hafði verið gripið til yrð' ekki við komið þar sem slíkt leiddi aðeins til aukinnar sóknar í aðra botnlæga fiskstofna, s-s- ýsu, karfa, ufsa og grálúðu sem þegar voru taldir fullnýttir. Önnur ástæðan var, að mjog erfitt var talið eins ogfyrri reynsla hafði sýnt að takmarka þorsk- veiðina með sóknartakmörkun- um við nákvæm aflamörk. R30 var álitið mjög mikilvægt gagn', vart þorskstofninum að svo yrði 1 ár vegna hættu á hruni stofnsins ef veiðar færu verulega fram ur settu marki. Af bráðabirgðatölun1 526-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.