Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 30
Dr. Þorgeir Pálsson
Verkfræðistofnun Háskólans:
Sjálfvirkt tilkynningakerfi
fyrir íslenska fiskiskipa-
flotann
1. Inngangur
í þessu erindi verður greint frá
rannsóknarverkefni, sem unnið
hefur verið að hjá Verkfræði-
stofnun Háskólans á undanförnu
einu og hálfu ári á vegum sam-
gönguráðuneytisins og nefnist
„Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir
íslenska fiskiskipaflotann".
Aðdragandi þessa verkefnis var
sá, að Brynjólfur Sigurðsson dós-
ent í viðskiptafræðideild Háskól-
ans kom að máli við mig snemma
hausts árið 1982 varðandi örygg-
ismál fiskiskipa. Einkum hafði
hann áhuga á að kanna, hvort
ekki mætti fylgjast með ferðum
skipa á sjálfvirkan og þar með
fullkomnari hátt en nú er gert, til
aðeflaöryggisgæslu. Þannig vildi
til, aðég hafði þá nýlega lagtfram
greinargerð um rannsóknir á
þessu sviði með fjárlagabeiðni
Verkfræðistofnunar. Brynjólfur
beitti sér síðan fyrir því að afla
stuðnings við þetta rannsóknar-
verkefni, og veitti fjárveitinga-
nefnd Alþingis 400 þús. kr. á
árinu 1983 til að hefjast handa.
Vinna að þessum málum hófst í
marsmánuði 1983, þegar Brand-
ur Guðmundsson verkfræðingur
kom til starfa hjá Verkfræðistofn-
un, en meiri hluti tæknivinn-
unnar við þetta verkefni hefur
verið í hans höndum.
2. Markmib rannsóknanna
Eins og nafn verkefnisins gefur
til kynna er um að ræða sjálfvirkt
kerfi, sem gæti þegar fram líða
stundir komið í stað kerfisins,
sem Tilkynningaskylda íslenskra.
fiskiskipa notar nú. Því má líta á
sjálfvirkt ti I kynni ngakerfi sem
eðlilega tæknivæðingu Tilkynn-
ingaskyldunnar. Uppbygging
slíks kerfis fyrir allt hafsvæðið
umhverfis landið er hinsvegar
tæknilega flókið mál og mundi
kosta talsverða fjármuni. Því er
mikilvægtaðkanna vandlegaalla
þætti varðandi þróun, uppbygg-
ingu og rekstur kerfisins áður en
ákvarðanir um frekari fram-
kvæmdir eru teknar.
Markmið þeirra rannsókna,
sem unnið hefur verið að á
undanförnum misserum hjá
Verkfræðistofnun í tilraunastofu
í kerfisverkfræði eru í aðalatrið-
um að:
• Kanna tæknilegar og fjárhags-
legar forsendur þess að koma
upp sjálfvirku tilkynninga-
kerfi.
• Þróa tiIraunakerfi og gera til-
raunir með sjálfvirkt eftirlit.
• Gera áætlanir um uppbygg'
ingu kerfisins og skilgreina
tæknilegar kröfur varðandi
gerð búnaðar, aðferðir við
fjarskipti o.s.frv.
• Semja skýrslu um niðurstöður
verkefnisins.
Fram til þessa hefur athyglin
einkum beinst að tæknilegu hlið-
inni, enda nauðsynlegt að gera
sér glögga grein fyrir tæknilegum
valkostum áður en hægt er að
gera áætlanir um uppbyggingu
slíks kerfis og kóstnað. Tilrauna-
kerfið, sem nú er komið í gang,
hefur einkum verið þróað í þeim
tilgangi að prófa mismunandi
aðferðir í tæknilegri útfærslu
hinna ýmsu þátta. Einnig gefur
það kost á að sýna og prófa eigin-
leika slíks kerfis í tilraunarekstri-
Á næstu mánuðum mun megin-
áherslan verða á að gera áætlanir
um hvernig standa megi að upp-
byggingu kerfisins auk þess sem
ýmsar endurbætur á tilraunakerf-
inu eru fyrirhugaðar. Allar niður-
stöður verkefnisins munu síðan
birtast í skýrslu, sem verður lögð
fram á fyrri hluta næsta árs og
myndar grundvöll fyrir frekari
framkvæmdir.
3. Helstu þættir kerfisins
Mynd 1 geíur hugmynd um
helstu þætti sjálfvirks tilkynn-
ingakerfis eins og það er hugsað i
endanlegri útfærslu, en þeireru:
• Loran-C kerfið og nauðsyn-
legur skipsbúnaður, sem veita
grunnupplýsingar um stað-
setningu hvers skips og sendir
þær til lands.
542-ÆGIR