Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 30
Dr. Þorgeir Pálsson Verkfræðistofnun Háskólans: Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslenska fiskiskipa- flotann 1. Inngangur í þessu erindi verður greint frá rannsóknarverkefni, sem unnið hefur verið að hjá Verkfræði- stofnun Háskólans á undanförnu einu og hálfu ári á vegum sam- gönguráðuneytisins og nefnist „Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslenska fiskiskipaflotann". Aðdragandi þessa verkefnis var sá, að Brynjólfur Sigurðsson dós- ent í viðskiptafræðideild Háskól- ans kom að máli við mig snemma hausts árið 1982 varðandi örygg- ismál fiskiskipa. Einkum hafði hann áhuga á að kanna, hvort ekki mætti fylgjast með ferðum skipa á sjálfvirkan og þar með fullkomnari hátt en nú er gert, til aðeflaöryggisgæslu. Þannig vildi til, aðég hafði þá nýlega lagtfram greinargerð um rannsóknir á þessu sviði með fjárlagabeiðni Verkfræðistofnunar. Brynjólfur beitti sér síðan fyrir því að afla stuðnings við þetta rannsóknar- verkefni, og veitti fjárveitinga- nefnd Alþingis 400 þús. kr. á árinu 1983 til að hefjast handa. Vinna að þessum málum hófst í marsmánuði 1983, þegar Brand- ur Guðmundsson verkfræðingur kom til starfa hjá Verkfræðistofn- un, en meiri hluti tæknivinn- unnar við þetta verkefni hefur verið í hans höndum. 2. Markmib rannsóknanna Eins og nafn verkefnisins gefur til kynna er um að ræða sjálfvirkt kerfi, sem gæti þegar fram líða stundir komið í stað kerfisins, sem Tilkynningaskylda íslenskra. fiskiskipa notar nú. Því má líta á sjálfvirkt ti I kynni ngakerfi sem eðlilega tæknivæðingu Tilkynn- ingaskyldunnar. Uppbygging slíks kerfis fyrir allt hafsvæðið umhverfis landið er hinsvegar tæknilega flókið mál og mundi kosta talsverða fjármuni. Því er mikilvægtaðkanna vandlegaalla þætti varðandi þróun, uppbygg- ingu og rekstur kerfisins áður en ákvarðanir um frekari fram- kvæmdir eru teknar. Markmið þeirra rannsókna, sem unnið hefur verið að á undanförnum misserum hjá Verkfræðistofnun í tilraunastofu í kerfisverkfræði eru í aðalatrið- um að: • Kanna tæknilegar og fjárhags- legar forsendur þess að koma upp sjálfvirku tilkynninga- kerfi. • Þróa tiIraunakerfi og gera til- raunir með sjálfvirkt eftirlit. • Gera áætlanir um uppbygg' ingu kerfisins og skilgreina tæknilegar kröfur varðandi gerð búnaðar, aðferðir við fjarskipti o.s.frv. • Semja skýrslu um niðurstöður verkefnisins. Fram til þessa hefur athyglin einkum beinst að tæknilegu hlið- inni, enda nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir tæknilegum valkostum áður en hægt er að gera áætlanir um uppbyggingu slíks kerfis og kóstnað. Tilrauna- kerfið, sem nú er komið í gang, hefur einkum verið þróað í þeim tilgangi að prófa mismunandi aðferðir í tæknilegri útfærslu hinna ýmsu þátta. Einnig gefur það kost á að sýna og prófa eigin- leika slíks kerfis í tilraunarekstri- Á næstu mánuðum mun megin- áherslan verða á að gera áætlanir um hvernig standa megi að upp- byggingu kerfisins auk þess sem ýmsar endurbætur á tilraunakerf- inu eru fyrirhugaðar. Allar niður- stöður verkefnisins munu síðan birtast í skýrslu, sem verður lögð fram á fyrri hluta næsta árs og myndar grundvöll fyrir frekari framkvæmdir. 3. Helstu þættir kerfisins Mynd 1 geíur hugmynd um helstu þætti sjálfvirks tilkynn- ingakerfis eins og það er hugsað i endanlegri útfærslu, en þeireru: • Loran-C kerfið og nauðsyn- legur skipsbúnaður, sem veita grunnupplýsingar um stað- setningu hvers skips og sendir þær til lands. 542-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.