Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 19
Endanlegar tillögur um leyfilegan
loðnuafla á yfirstandandi vertíð
liggja því ekki fyrir á sama tíma og
þær hafa gert á undanförnum
árum. Mælingatölur úrágústleið-
angri hafa þó verið notaðar til
þess að gera tillögur um hækkun
bráðabirgðakvótans sem nú er í
gildi. Þær tillögur hafa nú þegar
verið samþykktar í vinnunefnd
Alþjóðahafrannsóknaráðsins og
nrn þær verður fjallað í fiskveiði-
nefnd ráðsins nú síðdegis í dag.
Það kæmi mér mjög á óvart ef
fiskveiðinefndin samþykkti ekki
tillögur vinnunefndarinnar
óbreyttar en þær hljóða upp á
50-100% aukningu á bráða-
birgðakvótanum sem var 300 þús.
tonn eins og kunnugt er. Enda
þótt endanlegar tillögur liggi ekki
fyrir um loðnuafla á þessari vertíð
eru ýmis teikn á lofti sem benda
til þess að loðnustofninn hafi náð
sér eftir þá lægð sem hann var í
fyrir 2—3 árum. Því gætir all-
mikillar bjartsýni um framvindu
ioðnuveiðanna í ár og jafnvel á
nasstu vertíð líka. Þó verðum við
^vinlega að hafa í huga að
loðnan er skammlífur fiskur, afl-
inn hverju sinni byggist aðallega
á einum árgangi og því verður að
búast við verulegum sveiflum í'
loðnuveiðum þar sem ekki er
unnt að dreifa nýtingu á góðum
árgöngum yfir langt tímabil eins
°g gert hefur verið í nýtingu síld-
arstofnsins.
BOTNFISKAR
Karfinn
Úttekt á karfastofninum hefur
einkum farið fram á vegum Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins enda
'itið svo á að karfinn við ísland,
F*reyjar og Austur-Grænland sé
e,nn stofn. Ekkert samkomulag
eefurþó veriðmilli hlutaðeigandi
ybrvalda um nýtingu karfastofns-
ins á þessu svæði. Nokkur
undanfarin ár hefur karfaaflinn
farið langt fram úr tillögum
Alþjóðahafrannsóknaráðsins um
leyfilegan hámarksafla á svæð-
inu. Því er oft spurt hve lengi
getur þetta gengið? Svarið við
þessari spurningu er venjulega
það að hér sé verið að veiða úr til-
tölulega stórum en hægvaxta
stofni og allar breytingar í stofn-
stærð verði því mjög hægfara.
Þess er þó farið að sjá merki hin
allra síðustu ár þar sem afli
íslenska togara á togtíma hefur
farið minnkandi um 3—10% síð-
astliðin tvö ár.
Hafrannsóknastofnun leggur
mikla áherslu á nauðsyn þess að
ná samkomulagi um nýtingu
karfastofnsins og varar eindregið
við því að fram verði haldið á
sömu brautsem hingaðtil ogveitt
miklu meira úr stofninum en til-
lögur Alþjóðahafrannsóknaráðs
gera ráð fyrir. Þessi varnaðarorð
eru einkum sett fram vegna þess
að rannsóknir á karfaungviði
benda til þess að þeir árgangar
sem bætast muni í karfastofninn
eftir nokkur ár séu mun lakari
heldur en þeir sem verið er veiða
um þessar mundir. Því er lagt til
að nokkuð verði dregið úr afla
íslendinga og leyfilegur hámarks-
afli árið 1985 verði 90 000 tonn
og er það sama og lagt var til að
veitt yrði á þessu ári.
Grálúðan
Grálúðan er hægvaxta fiskur
eins og karfinn og hin síðustu ár
eru nokkur teikn um það að fisk-
veiðidánarstuðlar hafi hækkað í
takt við vaxandi afla og að sama
skapi hafi hrygningarstofninum
heldur hnignað. Þess ber þó að
geta að þau gögn sem notuð eru
við stofnstærðarútreikninga á
grálúðu spanna yfir tiltölulega
stutt tímabiI ogerþvíekki unntað
byggja á eins langri reynslu og
um marga aðra fiskstofna. Eigi að
síður telur Hafrannsóknastofnun
að fara beri með nokkurri gát við
nýtingu grálúðustofnsins og
leggur til að grálúðuaflinn verði
25 000 tonn á árinu 1985 og er
það einnig það sama og lagt var
til á þessu ári.
Ufsinn
Enda þótt ufsinn sé flökkufiskur
hefur ufsaaflinn hér við land
undanfarin 5-6 ár verið á bilinu
55-68 000 tonn. Sóknin í
þennan stofn virðist ekki hafa
verið óhófleg en með ti 11 iti ti I þess
að gert er ráð fyrir að nú sé að
bætast í stofninn lakari árgangar
en þeir sem veiðin hefur byggst á
að undanförnu er lagt til að
sóknin í ufsastofninn verði ekki
aukin ogaflinn á árinu 1985 verði
miðaður við 60 000 tonn og er
það 5 þús. tonnum lægra en við
lögðum til fyrir 1983.
I. Ýsa
7.7. Ástandstofnsins
Stóri árgangurinn frá 1976 sem
verið hefur meginuppistaðan í
ýsustofninum undanfarin ár fer
nú þverrandi, enda orðinn átta ára
gamall og aðrir árgangar sem á
eftir komu hafa ekki fyllt upp í
skarð hans í sama mæli. Þessi
þróun mála var fyrirsjáanleg og
reyndar þegar hafin á s.l. ári, en
segja má að þessi framvinda
reynist nú nokkuð örari helduren
gert hafði verið ráð fyrir.
Bæði afli á sóknareiningu og
heildarafli hafa fallið mikið en
það ættu að vera óræk merki um
minnkandi ýsustofn. í ágústlok
(nýjustu fyrirliggjandi tölur) var
ýsuaflinn ekki orðinn nema lið-
lega 35 þús. tonn á móti 51 þús.
tonnum á sama tíma í fyrra eða rúm-
Iega30% minni. Afli á sóknarein-
ingu hefur fallið um 18% eða
heldur minna en aflamagnið.
ÆGIR-531