Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 18
Jakob Jakobsson: Ástand fiskstofna INNGANGUR Undanfarnar vikur hef ég átt þess kost að taka þátt í fjórðungs- þingum Fiskifélagsins víðs vegar um landið. Á þessum fjórðungs- þingum hefég reyntaðgera þing- fulltrúum grein fyrir starfsað- ferðum Hafrannsóknastofnunar, hvernig ætlunin er að breyta þeim og hvernig reynt verður að efla tengsl Hafrannsóknastofn- unarog sjávarútvegsins í landinu. Þetta hefur einnig verið gert á fundum með Farmanna- ogfiski- mannasambandi íslands. Ég tel því ekki ástæðu til að fara nánar út í þá sálma að svo stöddu. Undanfarin 10 ár hefur Hafrann- sóknastofnun gert úttekt á ástandi fiskstofna og lagt fram tillögur um leyfilegan hámarksafla á þessum árstíma. Enn einu sinni er komið að skuldadögum. Sú úttekt á ástandi helstu botnfisktegunda sem hér verður rædd var unnin við óvenjulegar aðstæður sem sköpuðust fyrst og fremst vegna langvarandi verkfalls BSRB. Petta olli bæði nokkrum töfum og einnig því að ekki var unnt að nota öll þau gögn sem safnað hafði verið á yfirstandandi ári. Því er hugsanlegt að Hafrann- sóknastofnun geti komið með endurskoðaðar tillögur síðar á þessu ári þegar tími hefur unnist til að vinna betur úr framan- greindum gögnum. Það er þó ekki von á að um mikilvægar breytingar verði að ræða. UPPSJÁ VA RFISKA R Þegar skýrsla Hafrannsókna- stofnunar hefur verið lögð fram hingaðtil hefurskapastsú hefðað hefja umræðurnar um þorskinn. Ég leyfi mér þó að brjóta þá hefð nú og ræða hér lítillega um upp- sjávarfiska. í því sambandi langar mig að minna á að þetta er 10. haustið sem síldveiðar eru stund- aðar frá því að síldveiðibanninu lauk haustið 1975. Síldaraflinn hér sunnanlands það ár var um 13 000 tonn en óx svo á næstu árum smám saman og varð 45 000 tonn 1979. Síðastliðin 6 ár hefur síldaraflinn verið frá 40- 58 000 tonn og svo giftusamlega hefur tekist til um stjórn þessara veiða að aldrei hefur þurft að birta eina einustu svarta skýrslu enda þótt sveiflur í árgangastyrk síldarinnar séu síst minni og raunar miklu meiri heldur en t.d. hjá þorski. Ég tel að ein aðalá- stæðan fyrir því hvernig til hefur tekist sé sú staðreynd að allt frá árunum 1975 hefur þeirri stefnu verið fylgt að aflinn fari ekki yfir 20-25% af stærð stofnsins. Þegar til lengri tíma er litið gefur þetta hagkvæmustu nýtingu og mögu- leika á því að jafna veiði frá einu ári til annars enda þótt stærð árganganna sé mjög mismun- andi. ífyrra veiddist t.d. mestaf4 ára síld þ.e.a.s. árganginum frá 1979. Aflinn á þessu ári byggist einnig að mjög miklu leyti á þessum árgangi og ég á von á þvi að á árinu 1985 verði 79 árgangurinn einnig mjög áber- andi í síldarstofninum. Þess ber þó að geta að úttekt á síldarstofn- inum fer ekki fram fyrr en seint i desember eða í janúar en mér kæmi mjög á óvart ef sú úttekt leiddi til mikillar breytingar á til- lögum um hámarksveiði á síld. Þau gleðilegu tíðindi spurðust hingað til lands haustið 1983 að klakist hefði mjög sterkur árangur í norsk-íslensku síldinni sem hefur haldið sig við Noreg ogekki gengið til íslands undanfarna tvo áratugi. Rannsóknir sem fram hafa farið í Barentshafi á þessu ári staðfesta fyrri niðurstöðurum það að 1983 árgangurinn sé mjög stor og 1984 árgangurinn er einnig miklu stærri en þeirárgangarsem klakist hafa út í þessum síldar- stofni mörg undanfarin ár. Allar líkur benda þvítil þess að á næstu árum, einkum um að eftir 1988 muni þessi stofn stækka til mikilla muna t'rá því sem verið hefur. Hann er nú talinn um 6—700 000 tonn en var þegar best lét allt að 10 milljónum tonna. Hér eiga íslendingar að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta og verður að fylgjast grannt með hver fram- vinda þessa síldarstofns verður a næstu árum. Útbreiðsla eins ars síldarinnar í Barentshafi minmr mjög á útbreiðslu sterka árgangs- ins frá 1959 þegar hann gekk 3 miðin Norðanlands í fyrsta skip11 aðeins 3 ára gamall. Mælingar á stærð íslenska loðnustofnsins töfðust um heilan mánuð vegna verkfalls BSRB- 530-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.