Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 13
tölu, sem er lögð til grundvallar
fjármagnskostnaði, en telja
Verður hana í algjöru lágmarki.
Samkvæmtáðurnefndri áætlun
Þjóðhagsstofnunar er niðurstaða
á mati helstu útgerðargreina, að
botnfisksveiðiflotinn sé rekinn
með 1 % tapi af tekjum. Afkoman
er þó talin misjöfn, þar sem bent
8r á að 37 yngstu togararnir séu
reknir með 8-9% tapi. í þessari
áætlun er eins og hjá fiskvinnsl-
Unni ekki tekið tillit til þeirrar
8reiðslubyrðar, sem taprekstur
nndangengins tíma hefur í för
rneð sér.
Fyrirheit hafa verið gefin um að
'étta greiðslubyrði sjávarútvegs-
'ns með skuldbreytingarlánum.
^ægast sagt hafa þessar skuld-
óreytingar gengið hægt og erfið-
'ega, þó munu þær komnar
nokkuð á veg hvað stofnlána-
skuldir flotans varðar, en lausa-
skuldabreyting skemmra á veg
komin.
Ég vænti þess að hér á þinginu
Verði þessi mál tekin til vand-
'egrar íhugunar. Úrlausnir verður
að finna þó þær verði ekki allar
'undnar hér. Leiðir sem hægt er
a& sameinast um, þannig að þær
geti orðið atvinnugreininni til
hagsældar.
Seinasta áratuginn hefur stór-
felld en nauðsynleg breyting
orðið á vinnslustöðvum sjávar-
afla. Úreltar vinnslustöðvar hafa
verið endurbyggðar og nýjar
reistar frá grunni. í dag fer
úrvinnsla flestra tegunda fram í
fullkomnum verksmiðjusölum
þar sem beitt er þeirri bestu tækni
sem þekkist. Við eigum afl-
mikil og vel búin fiskiskip. Það
var átak að koma upp þessari
aðstöðu. Vegna ytri aðstæðna í
náttúrunni hefur afli dregist
saman tímabundið. í augnablik-
inu eru skipin e.t.v. of mörg, en á
skammri stundu skipast veður i
lofti, því svipull er sjávarafli.
Hagvöxtur fylgi r gjaldeyris-
öflun. Til að tryggja fulla atvinnu
í landinu þarf nægan hagvöxt.
Hjáróma raddir syngja um offjár-
festingu í sjávarútvegi og erlenda
skuldabagga. Sjávarútvegurinn
aflar þjóðinni í dag um 70% af
gjaldeyristekjunum. Hlutdeild
sjávarútvegsins í erlendum skuld-
um þjóðarinnar var um sl. áramót
16.1%.
Það er raunalegt að heyra
menn í ábyrgðarstöðum lýsa því
yfir við alþjóð að helstu afkomu-
vandamál þjóðarinnar stafi frá of
mörgum fiskiskipum. Það væri
fróðlegt að vita hvað þessum
mönnum dytti í hug að segja, ef
okkurfæri að vantaskiptil að tak-
ast á við vaxandi þorsk-, loðnu-
og síldarstofna.
Hér mun koma fram í dag álit
fiskifræðinga um ástand fisk-
stofna og veiðimöguleika árið
1985.
Varlega ber að fara í að áætla
aflatölur fyrir árið í ár, en haldi
áfram sem horfir með loðnuveið-
arnar, gæti farið svo að þetta yrði
5. besta aflaár okkar á íslands-
miðum, en til þess þyrfti aflinn að
verða um 1300 þús. lestir.
Hér verður staldrað við, en
ýmsum öðrum þáttum sjávarút-
vegsins og starfsemi Fiskifélags-
ins á liðnu starfsári eru gerð skil í
skýrslu minni, sem flutt verður
hér síðar í dag.
Til þessa þings hafa borist mörg
mál frá öllum greinum sjávarút-
vegsins. Ósk mín er sú, að á
næstu dögum berum við gæfu til
að finna leiðir og ná samstöðu í
þeim málum, sem bíða hér
afgreiðslu.
43. Fiskiþinger sett.