Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 27
stutt vatnsmeðferð í fiskþvotta- kari nægir engan veginn. Þá má telja víst, þótt það hafi ekki verið kannað sérstaklega, að það er heldur ekki nóg að úða vatni yfir fiskinn, eins og víða mun tíðkast á togaraflotanum. Niðurstöður voru nokkuð skýrar varðandi bað, hvort blóðga eigi og slægja í einni eða tveimur aðgerðum. Ef fiski er látið blæða í 15 mínútur í rennandi sjó eftir að búið er að skera hann, virðist litlu eða engu breyta hvor hátturinn er hafður á. Sé hins vegar ekki hægt að koma vatnsmeðhöndlun við, er sínu verra að blóðga og slægja í einni aðgerð. Þessi áhrif komu skýrt fram í ferskfiskmati og einnig var litur á slægingarskurði dekkri á saltfiski. Því er Ijóst mikilvægi þess að aðgerðin gangi sem greiðlegast fyrir sig og að tryggt sé að hver einasti fiskur sé hafður nægjan- lega lengi í rennandi sjó eftir að hann er skorinn. Tæknimenn stofnunarinnar vinna nú að til- lögum um bætt aðgerðarfyrir- komulag um borð í togurum og vaentum við góðs af samstarfi við ótgerðarmenn í þeim efnum. Þá eru í undirbúningi frekari tilraunir með blóðgun og slægingu eink- Urn til að ákvarða lágmarks blæð- 'ngartíma. plastkör og plastgámar Þótt notkun plastkassa til Beymslu á ferskfiski hafi valdið hyltingu í meðferðtogarafisks hér á landi, hefur reyslan sýnt, að notkun þeirra fylgja ýmsir ann- markar. Til dæmis er illgerlegt að nota kassana á bátaflotanum, auk bess sem vinna við þá um borð í togurum er erfið. Á undanförnum árum hefur stofnunin gert til- r£>unir með geymslu og flutning á hski í stórum einangruðum Þlastílátum, svokölluðum krapa- gámum. Aðferðin er sú að ís í hæfilegu magni er settur í gám- ana í landi og krapi síðan mynd- aður með því að bæta sjó í gám- ana, áður en fiskurinn er settur í þá. Því miðurgáfu þessar tiIraunir ekki nógu góða raun, einkum vegna þess að ísinn hleypur í hellu við geymslu í tómum gám- unum. Nú eru uppi áform um til- raunir til að vinna bug á þessu vandamáli, því krapagámaað- ferðin býður upp á marga kosti, sem bæði gætu nýst á báta- og togaraflotanum. Einnig hefur verið áhugi á því að ísa fisk í ca. 700 lítra plastkörogeru að hefjast samanburðartilraunir á þessari geymsluaðferð við ísun í kassa, bæði með tilliti til geymsluþols og þyngdarrýrnunar. Líftækni Um fátt hefur verið meira rætt og ritað í sambandi við rann- sóknir á íslandi á þessu ári, en svonefnda líftækni. Allt bendir til að þessi grein muni valda bylt- ingu í hvers konar iðnaði á kom- andi árum og virðast mögu- leikarnir nær óþrjótandi. Fisk- iðnaðurinn mun ekki fara var- hluta af þessari tækni. Það væru mistök af okkar hálfu að ætla að bíða eftir því að aðrar þjóðir finni leiðir fyrir okkur til að geta hag- nýtt þessa tækni í fiskiðnaði. Við höfum allar aðstæður til að geta látið að okkur kveða á þessu sviði, ef vantrú og óþolinmæði ná ekki að spilla þar fyrir. í sam- vinnu við Háskóla íslands og Iðn- tæknistofnun er nú unnið að rannsókna áætlun sem gæti til- tölulega fljótt skilað árangri sem nýta mætti í fiskiðnaði og langar mig til að geta þeirra hér í stuttu máli. Tilraunir Líffræðistofnunar Háskólans hafa sýnt að rækta má upp með tiltölulega einföldum hætti gerla sem eiga náttúrleg heimkynni í hveravatni. Auðvelt er að ala gerlana á næringaræti, sem unnið er úr ýmsum úrgangs- efnum. Við rétt skilyrði margfald- ast gerlarnir í næringarætinu á nokkrum dögum og mynda við það mikið magn af próteinkljúf- andi ensímum. Að ræktun lok- inni eru gerlarnir, og ensímin, skilin frá vökvanum og þurrkuð í mjöl. Síðan má nota þetta mjöl á ýmsa vegu. En það sem virðist liggja beinast við, er að blanda því í heitt soð sem myndast í miklum mæli við fiskmjölsfram- ÆGIR-539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.