Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 11

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 11
Setningarræða Þorsteins Gíslasonar, fiskimála- stjóra við upphaf 43. Fiskiþings 1984. Ráðherra, góðir þingfulItrúar °g aðrir gestir. Ég býð ykkur öll velkomin til 43. Fiskiþings. Sér- staklega býð ég velkomna nýja fulltrúa sem nú sitja Fiskiþing í fyrsta sinn. Ég vil minnast hér tveggja ^laga okkar sem látist hafa á ar>nu, þeirra Jóns Gests Bene- diktssonar, framkvæmdastjóra í ^ogum, sem lést 1. febrúars.l. og ^ngantýs Elíasar Jóhannssonar, erindreka Fiskifélags íslands, en hann lést 12. mars s.l. Jón Ben, en svo var hann ortast nefndur, fæddist í Vogum 23. ataí 1904. Ævistarf hans var í kágu sjávarútvegsins, sem sjó- ^aður, útgerðarmaður og fisk- Verkandi. Hann var mikill félags- ^álamaður og var í stjórnum ^argra félagasamtaka bæði j^nan hrepps og utan, fulltrúi á 'skiþingum í nær tvo áratugi og rúnaðarmaður Fiskifélags ís- ands í heimabyggð frá 1957. Útför Jóns Benediktssonar var gerð frá Kálfatjarnarkirkju 10. febrúar s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Angantýr Elías Jóhannsson fæddist á Selá í Árskógsstrandar- hreppi í Eyjafirði 23. ágúst 1915. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum, aflaði sér vélstjórnar- réttinda og var um tíma í skiprúmi hjá bróður sínum, hinum þjóð- kunna aflamanni Arnþóri á v/s Dagnýju frá Siglufirði. Frá Selá fluttist Angantýr að Hauganesi þar sem hann gerðist útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga og stund- aði útgerð jafnframt. Hann sat mörg Fiskiþing, var lengi í stjórn Fjórðungssambands fiskideilda á Norðurlandi og gegndi erind- rekastarfi Fiskiféiagsins á Norðurlandi í nær tvo áratugi. Útför hans var gerð í heimabyggð hans 17. mars s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Frá því seinasta Fiskiþing var haldið í lok nóvembermánaðar 1983 hafa orðið hörmulegar slys- farir við sjósókn og siglingar. Alls hafa 15 íslenskir sjómenn látist við skyldustörf sín. Bið ég við- stadda að rísa úr sætum í virðing- arskyni við hina látnu. Eins og ævinlega á Fiski- þingum verða nú mál öryggis- og slysavarna ofarlega á baugi. Þar má ekkert tækifæri láta ónotað til úrbóta. Það má ekki henda að misskilningur og frá honum mis- sætti, tefji framgang góðra mála. Því hver einasta töf sem verður á framkvæmd og uppfyllingu skyldna gæti valdið tjóni sem ald- rei yrði bætt. Þrátt fyrir miklar framfarir í gerð stjórn- og öryggis- tækja skipa, verða allt of mörg slys við siglingu og störfin um borð. Þakkir eru hér færðar þeim, sem stóðu að ráðstefnu sem nýlega var haldin um öryggismál sjómanna. Þar náðu menn saman málefnalega og mörg óljós atriði skýrðust. Mál og vandamál voru rædd af einurð. Von mín er sú að verðskuldaður árangur hljótist af, en ekki orð án athafna. Undanfarnar vikur hefur farið fram undirbúningur að þinghaldi því sem við hefjum hér í dag. Margir fundir hafa verið haldnir í fiskideildum, aðalfundirogfjórð- ungsþing. Fundarsókn hefur víð- ast verið með ágætum og starfs- hugur mikill. Til þessa þings hafa því börist mörg mál til meðferðar frá öllum aðilum sjávarútvegsins. Fiskifélagi íslands er ekkert óvið- komandi í íslenskum sjávarútvegi því markmið félagsins hefur verið frá upphafi að efla hag og hvers konar framfarir í íslenskum sjáv- arútvegi í víðtækustu merkingu, veita hinu opinbera umbeðna þjónustu og vera tengiliður milli stjórnvalda og allra stétta og greina sjávarútvegsins. Fiskiþing hefur æðsta vald í málefnum Fiskifélagsins og felur stjórninni meðferð þeirra milli þinga. Stjórnun fiskveiða hefur um árabil verið eitt af aðalmálum Fiskiþings. Fyrir tæpu ári náðist hér samstaða í tillögugerð um kerfisbreytingu í stjórnun fisk- veiða fyrir árið 1984, sem lítt breyttri var beitt sem forsendum við kvótasetningu á sjö helstu botnfisktegundum. Þessi breyting var gerð með lögum til eins árs. Vegna hins ÆGIR - 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.