Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1985, Side 12

Ægir - 01.10.1985, Side 12
Hvað vissi Kári Sölmundarson um brunavarnir, sem Skarphéðinn Njálsson vissi ekki? Brunamálastofnun ríkisins auglýsir eftir upplýsingum um ailskonar búnað til brunavarna. Kári slapp úr Njálsbrennu en Skarphéðinn brann inni ásamt flestum frændum sínum. Það er alls óvíst hvort vitneskja um brunavarnir nútímans hefði komið þeim á Bergþórshvoli að nokkrum notum á söguöld. Hinsvegar er fullvíst að á 20. öldinni er nauðsynlegt að allir eigi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum. Brunamálstofnun ríkisins þarf á degi hverjum að svara fyrirspurnum þess efnis, hvar unnt sé að fá ýmsan búnað, tæki og vörur til brunavarna. Stofnunin vill gjarnan geta gefið hlutlægar upplýsingar hverju sinni. Þess vegna biðjum við íslenska framleiðendur og umboðsmenn erlendra aðila að senda brunamálastofnuninni sem allra fyrst greinagóðar upplýsingar um hvað þeir kunna að hafa á Soðstólum. Eftirtalin atriði eru einkum áhugaverð: — Sjálfvirk viðvörunarkerfi. - Sjálfvirk slökkvitæki. - Heimilisreykskynjarar og eldvarnarteppi. - Handslökkvitæki. - Brunaslöngur á keflum. - Eldvarnarhurðir. - Neyðarlýsingarkerfi. - Útgönguljós og eldvarnarmerkingar. - Eldþolin byggingarefni og klæðningar. - Eldþolin húsgögn, gluggatjöld og gólfteppi. - Eldþolnar málningar og lökk. - Brunalokur í loftræstikerfi. - Brunaþéttingar fyrir rafkapla og pípur. - Björgunarbúnaður fyrir efri hæðirhúsa. - Hurðarbúnaður fyrir dyr í rýmingarleiðum húsa. - Brunahanar fyrir vatnsveitur bæjarfélaga. - Slökkvibílar, slökkvidælur, slöngur og annar búnaður fyrir slökkvilið. - Hlífðarfatnaðurfyrirslökkviliðsmenn. - Reykköfunartæki og tilheyrandi búnaður fyrir slökkviliðsmenn. - Talstöðvar og ýmis annar sérbúnaður og tæki fyrir slökkvilið. BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 120-105 REYKJAVÍK — S(MI 25350

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.