Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1985, Síða 26

Ægir - 01.10.1985, Síða 26
Fæðupróteinin nýtast dýrum einnig sem orkugjafi en það fer eftir dýrategundum hversu vel þau henta í þessum tilgangi. Fiskar nýta prótein mun betur sem orkugjafa en landdýr og pró- teinríkt fóður er á engan hátt skaðlegt fiskum. Miðað við heimsmarkaðsverð er próteinið dýrasti orkugjafinn í fóðrinu, þannig að venjulega er reynt að takmarka magn þess við hámarks vaxtarhraða, en mæta mestu orkuþörfinni með fitu og kolvetn- um. Það getur verið nokkuð erfitt að setja ákveðna staðla um æski- legt próteinmagn í fiskafóðri, vegna þess að það eru margir þættir sem hafa áhrif á prótein- þörfina, svo sem stærð fisksins, hitastig, selta og heildarorkuinni- hald fóðursins. Það er þó venjan að miðaviðað40—50% þurrefnis í laxfiskafóðri sé prótein. Fita Fitan er orkuríkasta næringar- efniðoger bæði góðurogtiltölu- lega ódýr orkugjafi í laxfiskafóð- ur. Aður fyrr var talið, að óheppi- legt væri, að meira en 5-8% af þurrefni fóðursins væri fita. Nátt- úrleg fæða laxfiska getur hins vegar innihaldið yfir 50% fitu miðað við þurrefni, svo að varla getur það verið fiskinum mjög hættulegt. Nú innihalda þurrfóð- urblöndur venjulega 15-25% fitu. Þegar svo mikil fita er í fóðr- inu verður að gera miklar kröfur til gæðanna t.d. ferskleika og geymsluþols. Laxfiskarnýta betur ómettaða fitu, þ.e.a.s. fljótandi fitu, en mettaða, sem er þá hörð við það hitastig sem fiskurinn lifir við. Lýsi, t.d. loðnulýsi og þorskalýsi, inniheldur mikið af ómettuðum fitusýrum og hentar því vel í laxfiskafóður. Hins vegar er ómettaðri fitu hætt við þránun, þannig að nauðsynlegt er að þráaverja lýsi, sem nota á í fiska- Mynd 1. Aðalhlutverk næringarefnanna. fóður. Þrá fita í fóðrinu dregur úr vexti oggetur leitttil sjúkdómaog dauða fisksins. Kolvetni Eins og áður var nefnt fá lax- fiskar sem lifa í náttúrlegu umhverfi mjög lítið af kolvetnum í fæðunni. Þeir hafa því takmark- aða hæfileika til þess að nýta kol- vetni. Hér er aðalmunurinn á næringarþörfum laxfiska og flestra húsdýra. Orkuþörfum jórt- urdýra, svína og alifugla er að miklu leyti mætt með kolvetnum t.d. úr grasi og korni, og er venju- legt í dýraeldi að hafa kolvetnin í hámarki, því að á heimsmarkaði eru kolvetnin ódýrasti orkugjaf- inn. Efofmikiðerafmeltanlegum kolvetnum í fóðri laxfiska koma í Ijós sjúkdómseinkenni sem svipar mjög til sykursýki hjá mönnum. í þurrfóðri er gjarnan yfir 30/0 af kolvetnum. Venjulega er að' eins lítill hluti þessara kolvetn3 meltanlegur og þjónar þeim h ' gangi einum að vera bindiefm 1 fóðrinu. Fiskarnir skila því verii' legum hluta kolvetnann3 ómeltum frá sér, en það leiö,r óhjákvæmilega til aukinnar mengunar í vatninu. Nú erU komnar á markaðinn þurrfóðut' tegundir, sem innihalda mun minna af kolvetnum en áður van Kornmjölið sem notað er í fóðrl er þá hitað og þrýstisprengt. Me þessu móti er hægt að auka bindj' eiginleika og meltanleika k°' vetnanna. Þótt menn séu á e| sáttir um að laxfiskar hafi ta^ markaða hæfileika til þess a nýta kolvetni eru niðurstöður rannsókna á æskilegu hámarki laxfiskafóðri nokkuð ósam hljóða. Það er því líklegt að þetta hámark sé háð umhverfisþáttui11 eins og t.d. hitastigi. 574-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.