Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1985, Síða 37

Ægir - 01.10.1985, Síða 37
^egja verunni á fyrstu togurunum, ^fuðu ekki mataræðið, en sögðu Þó mikinn mun til hins betra hjá ^ví sem var á skútunum. Smám Sarnan fóru kokkarnir að kunna Detur sitt fag og fjölbreytni tók þá aukast í mataræðinu en það ea áfram að vera maganum erfitt ^ uienn urðu að éta mjög hratt á °gurunum og þurftu mikið að eta, því að menn brenndu miklu 1 togarastreðinu. Veðurfræð- 'n8ur, einn af frumherjum græn- ^tiskenningari nnar hérlendis, enndi eitt sinn veðurfræði í Vdrnannaskólanum og boðaði ^önnum aukið grænmetisát til siús. Því var illa tekið. ^hfarriar ^að sýnist manni hafa verið ')°^kalegt meðalmanns verk að hreyfa sig í hlífum fyrstu togara- mannanna. Sjóstakkarnir voru þykkir og þungir og olíubornir og svo stífir að þeir gátu staðið einir í frostum og þá náttúrlega ekki liðlegaryfir- hafnir að hreyfa sig í við vinnuna. Sjóstígvélin voru leðurstígvél með trésólum og það mátti heita ógerningur að beygja í þeim fót- inn um hnéð meðan þau voru ný en menn hlupu nú samt á þessum staurfótum, því að hlaupin byrj- uðu strax á togurunum og fylgdu síðutogurunum alla tíð. Smám saman myndaðist beygja á leðurstígvélin um hnéð og þau voru svo víð að ofan, að menn gátu þrátt fyrir beygjuna staðið með beinan fót í stígvél- unum en líka beygt fótinn um hnéð án mikilla átaka og að því leyti varð beygjan til bóta. En við beygjuna styttust stígvélin, urðu ekki lengur klofstígvél og hlífðu illa lærunum, ef frussaði undir stakkinn eða hann kipptist upp á mönnum þegar þeir bogruðu og oft sat svo stakkfaldurinn vegna beygjunnar á brúninni á stígvél- inu og það rann af stakknum niður í stígvélin, og þá erenn eftir að geta þess um þennan voðalega fótabúnað, að það mátti heita ógerlegt að halda stígvélunum þéttum í skóinn, og færu þau að leka var erfitt að þétta þau. Ullarvettlinga notuðu menn viðflatningu en slægðu berhentir ef veitt var í ís og höfðu á enska lagið, héldu á fiskinum. Alla netavinnu unnu menn berhentir, hvernig sem viðraði og var það ekki síður kaldsamt í frostum en slægingin. Menn voru jafnan vel peysaðir undir þykkum stökkunum og í þykkum prjónabrókum og þykkum vaðmálsbuxum, troll- buxum, svonefndum, og voru þannig hlýlega klæddir, en það var þeim verst, hvað þeir voru oft blautir í fætur. Þeir áttu kaupiö sitt Kjarasamningar voru heldur betur einfaldari á fyrstu árum togaranna en síðar varð. Nú eru þetta orðnar heilar bækur, en í fyrstu aðeins kaupupphæðin skráð í ráðningarsamning og búið. Eins og sést af skipshafnar- skránni af Forsetanum, sem birt var hér í fyrstu greininni, var kaup manna misjafnt í sömu skipshöfn. Þeir hafa eflaust verið taldir fullgildir hásetar, Guðbjartur Jóakim og Kristinn Magnússon, vanir menn frá enskinum, og þeir höfðu 80 kr. mánaðarkaup, en þeim færari hefur Páll Jónsson ÆGIR-585

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.