Ægir - 01.10.1985, Blaðsíða 50
Tmnaðarmenn
Fiskifélags íslands
í 5 tbl. „Ægis 1985" hófst kynn-
ing á trúnaðarmönnum Fiskifé-
lagsins og í 7. tbl. voru kynntir
trúnaðarmenn í Crindavík, Sand-
gerði og Hafnarfirði.
I sambandi við kynningarjDætti
þessa skal sérstaklega bent á upp-
hafsorð er fylgdu 1. þætti.
Hafnir:
Um síðustu áramót lét Eggert
Ólafsson af störfum trúnaðar-
manns í Höfnum, en því hafði
hann gengt frá árinu 1973.
Við trúnaðarmannsstarfinu tók
Magnús Einarsson, Kirkjuvogi 2,
sími h. 92-6949, v. 92-6959.
Magnús er fæddur 9. ágúst 1949
í Reykjavík. Foreldrar Aðalheiður
Guðfinna Magnúsdóttir og Einar
Breiðfjörð Guðmundsson bygg-
ingameistari. Eiginkona Magn-
úsar er Lena Kristbjörg Paulsen.
Magnús byrjaði upphaflega að
læra bakaraiðn en lagði síðan
fyrir sig vélvirkjun í 2 ár. Síðan
nam hann trésmíði hjá íbúðavali
og vann við það um nokkurra ára
skeið. 1984 hóf hann störf sem
viktarmaður og hafnarvörður í
Höfnum. Jafnframt starfar
Magnús að ýmsum nýsmíðum og
viðgerðum hjá Hafnarhreppi
ásamt viðhaldi á smábátum.
Garður:
Trúnaðarmaður Ólafur Gunnar
Sigurðsson, Heiðarbraut 7, sími:
h. 92-7113, v. 92-7068. Ólafur
er fæddur 20. ágúst 1922 í
Reykjavík. Foreldrar Guðjónína
Sæmundsdóttir og Sigurður Krist-
jánsson. Eiginkona Ólafs er
Guðrún Ólafía Helgadóttir frá
Norðfirði. Ólafur flutti með for-
eldrum sínum frá Reykjavík að
Ásgarði á Garðskaga og ólst þar
upp. Eftir fermingu hóf hann
róðra á opnum bátum en þá voru
stundaðar veiðar í net á vertíðuni
á slíkum bátum. Hann stundaöi
vörubílaakstur frá 1941-1952 og
var bóndi í Ásgarði í 7 ár. Flutti
alfarið í Garðinn upp úr þvl;
Ólafur starfaði við fiskverkun hja
Gaukstöðum h.f. í 10 ár og var
fiskmatsmaður í 3 ár. Hann vann
við húsasmíðar og múrverk um
nokkurra ára skeið. Ólafur átn
sæti í stjórn Verkalýðs- og si°'
mannafélags Gerðahrepps í
ár, þar af formaður í 10 ár. Hann
átti sæti í hreppsnefnd Gerða-
hrepps frá 1970—1982. Hann er
nú verkstjóri hjá Gerðahreppi og
á sæti í stjórn starfsmannafélags
Suðurnesjabyggða. Ólafur var
trúnaðarmaður FiskifélagsinS
1985.
Keflavík:
Trúnaðarmaður PórhaHnr
Helgason, Krossholti 4. Sími ■
92-1136, v. 92-2014. ÞórhalUr
er fæddur 27. júlí 1935 í Reykj3'
vík. Foreldrar Ingibjörg Halldórs
dóttir og Helgi Eyjólfsson fyrrsý
útvegsmaður. Þórhallur laU.
prófi frá héraðsskólanum a
Reykjum í Hrútafirði og Sam
vinnuskólanum í Reykjavi •
598-ÆGIR