Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1986, Síða 38

Ægir - 01.02.1986, Síða 38
Helgi Ólafsson, hagfræðingur: Tæknivæðing í frystihúsum l. Forsendur I stefnuræðu Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, á Alþingi í nóvember 1984, lagði hann sérstaka áherslu á þörfina fyrir aukna tæknivæðingu í fisk- vinnslu með tilliti til endurbóta á framleiðslustarfseminni. Þar sem frystingin er lang stærsta grein fiskvinnslunnar hefur stjórnvöld- um því þótt ástæða til að ætla að bættur rekstrargrundvöllur frysti- húsanna almennt byggðist á auk- inni hagræðingu í kjölfar betri framleiðslubúnaðar sem jafn- framt mundi minnka vinnuafis- þörfina eitthvað og rýmka því getu til hærri launagreiðslna en nú tíðkast. Mundi þetta auðvelda frystihúsunum að fá starfsfólk en erfiðlega hefur gengið að manna sum frystihús og því verið leitað eftir erlendu vinnuafli til margra staða á landinu. í umfjöllunum um þær stjórn- kerfisbreytingar sem í undirbún- ingi hafa verið s.l. tvö ár ber ofar- lega hugmyndina um þróunarfé- lag sem verið hefur á óskalista stjórnvalda um hríð og mun væntanlega taka til starfa á árinu 1986. Var slíkum þróunaraðila m. a. ætlað að styðja við bakið á rannsóknum og þróunarstarfsemi í þágu atvinnurekstrar. Tengjast því hugmyndir stjórnvalda um frekari þróun í frystiiðnaðinum áformum um stofnun þróunarfé- lags. Út frá þessum forsendum hefi ég tekið saman stutt yfirlit yfir stöðuna í uppbyggingu frystihús- anna og hverju þar sé við að bæta eins og þekkingu okkar er háttað í dag. Greinin ber nokkur merki þess að hún er samin á fyrri hluta árs 1985 og ætluð sem umræðu- grundvöllur en ekki til prentunar. Vonandi kemur það ekki að sök. Ef litið er á hugmyndir stjórn- valda um tæknivæðingu sem verkefni til vinnslu er aðkoman að því í grófum dráttum tvíþætt varðandi frystihúsin: / fyrsta lagi að Ijúka því sem enn er ólokið af hraðfrystihús- áætluninni svonefndu frá áttunda áratugnum og undanfari þess er að meta stöðuna nú með tilliti til aðgerða. / öðru lagi beiting nýrrar tækni sem eitt af þrennu: 1. er þegar tilbúin til notkunar, 2. er til en þarf að aðlaga fram- leiðsluskilyrðum, 3. er ekki til en æskilegt væri að þróa að gefnum ákveðnum forsendum, t.d. vegna vinnu- aflssparandi aðgerða, gæða- þróunar, vinnuhagræðingar o.fl. Hér verðurekki tekin afstaða til dreifingar frystihúsa um landið né fjölda þeirra á einstökum stöðum. Þar ræður m.a. byggða- stefna og ýmsar aðrar forsendur stjórnvalda, sveitastjórna og ann- arra, t.d. atvinnusjónarmið. Augljóst er þó að grundvöllur nýrra framkvæmda- og þróunar- áætlana hlýtur að vera með mis- munandi hætti hjá einstökum fyrirtækjum m.a. eftirgetu þeirra til öflunar hráefnis og mannafla auk fjárhagslegrar getu til að standa undir kostnaðinum þegar fram líða stundir. Staðsetning gagnvart fiskimiðum hlýtur einnig að hafa afgerandi áhrif á arðsemi hráefnisöflunar jafnvel þótt nægileg tæki til hennar séu fyrir hendi. Með þessum orðum er því raunar haldið fram að þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda á undan- förnum 14 árum til að láta sem flest byggðalög njóta góðs af upp- byggingu hraðfrystiiðnaðarins, er ekki gefið mál að allir muni í framtíðinni standast þá harðn- andi samkeppni á útflutnings- mörkuðum sem virðist ágerast með hverju árinu sem líður. Þeir sem lakar eru settir koma til með að þurfa að sætta sig við a.m.k. minni afrakstur af erfiði sínu en hinir sem stöðugt geta þróað starfsemi sína til að tryggja lægri framleiðslukostnað. Þetta er í reynd enn eitt, og að vissu marki sjálfstætt, vandamál sem vonandi 98 -ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.