Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 20
þing ekki breytt sem fyrr segir, nema með samþykki aðalfundar, þar sem Reykjavíkurdeildin réð algerlega. Þannig voru yfirráð bæði yfir félaginu og Fiskiþingi njörvuð saman í höndum aðal- deildarinnar fyrstu árin. Guðbrandur Jónsson er með undarlega skýringu á því, af hverju það varð við stofnun Fiski- félags, og gerð fyrstu laganna, að svo mikið vald var lagt í hendur Reykjavíkurdeildarinnar. Hann segir: „Reyni maður að gera sér í hugarlund, hver ástæðan hafi verið, virðist manni þetta fyrst og fremst hafa verið gert af því, að meginið af allri útgerð landsins var og er rekið úr Reykjavík." Þetta er náttúrlega helber vit- leysa. Af 169 þilskipum 1906 voru ekki nema 46 í Reykjavík og Seltjarnarnesi og nær allur árabátaflotinn utan Reykjavíkur og sá floti var með um 70% af afla landsmanna um 1906 og um það leyti, sem Fiskifélagið er stofnað og lög þess samin, voru hlutföllin svipuð, nemaað vélbátarnir voru með mikinn hluta af því, sem ára- bátar voru áður með og vélbáta- útgerðin var eins og árabátaút- gerðin, að mestum hluta utan Reykjavíkur. Guðbrandur hefur ekki kynnt sér hvernig þessi skipt- ing var 1911 heldur horft til þess, sem var 1936, þegar hann skrifar söguna, að mikill hluti togara- flota landsmanna var þá í Reykja- vík, en það nægir samt ekki til að fullyrða að meginið af útgerö landsmanna hafi þá heldur verið í Reykjavík. Vald Reykjavíkurdeildarinnar fyrstu árin eru því ekki réttlætan- leg frá því sjónarmiði, sem Guð- brandur tilfærir um útgerð, fremur hitt, sem hann nefnir, að kunni að hafa ráðið lagasetning- unni, að stofnendurnir hafi óttast ringulreið eða los, ef ekki væri öruggt miðstjórnarvald í Reykja- vík, aðaldeildinni. Starfsemin fyrsta árið Starfsemi Fiskifélags íslands eða Reykjavíkurdeildarinnar, var lítil fyrsta árið eftir stofnfund, 20. febrúar 1911. Stjórnarfundur var ekki haldinn fyrren 23. nóvember um haustið og þá rædd útgáfa Ægis, sem svo var hafinn á ný í ársbyrjun 1912. Ritstjóri var ráð- inn Matthías Þórðarson, sem verið hafði ritstjóri Ægis og útgef- andi frá júlí 1905 til júlí 1909. Leigð var skrifstofa í Templara- sundi 3 tihfundahalda ogaðseturs fyrirstjórnina. Skrifstofan varekki opin daglega fyrr en í ársbyrjun 1914, að Sveinbjörn Egilsson var ráðinn að henni hinn 4. janúar það ár, og í sama mund tók Svein- björn við ritstjórn Ægis vegna flutnings Matthíasar Þórðarsonar af landi brott. Ávarp til landsmanna var sent út 1. desember og bréf send 61 manni, 21 í Vestfirðingafjórðungi, 11 í Norðlendingafjórðungi, 11 í Austfirðingafjórðungi og 15 í Sunnlendingafjórðungi. Alþingi veitti strax á þessu fyrsta starfsári félaginu 2500 króna styrk fyrir árið 1911 og um leið sömu upphæð fyrir 1912, því að í þennan tíma samþykkti Alþingi fjárlög til tveggja ára. Árið 1912 var hiðfyrsta starfsár félagsins. Þá var unnið aðstofnun dei Ida og þær voru orðnar í árslok 28 og meðlimir 542, þar af 461 úti á landi og af þeirri tölu 113 í Bárufélaginu á Eyrarbakka. I Reykjavíkurdeildinni voru félagar 81, þar af 36 ævifélagar. Tekjur Fiskifélagsins frá febrúar 1911 til 31/12 1912 eða í tæp 2ár, voru ekki til þess fallnar að auka trú manna á fjárhagslegt sjálf- stæði félagsins. Ríkisstyrkurinn var meginuppistaðan í fjárhagn- um. Aðrar tekjur kr. 1.102,14. Greitt árstillög félagsmanna (1 kr. árgjald) ............. kr. 71,00 Ævigjöld, 10 kr. hvert, 36 manna - 360,00 Skattur frá deildum, 25 aurar á deildarfélaga - 38,25 Fjárveiting úr landsjóði - 2500,00 Tekjur af Ægi: Greidd 219 Exempl. 1912 kr. 331,70 Auglýsingar ............... — 280,60 - 612,30 Vextiraf fé úrsparisjóði ................................... - 20,57 Allskr. 3602,14 GJÖLD: Prentun á lögum, pappírog ritföng kr. 142,35 Húsaleiga, þar með talin fundahöld - 126,50 Húsmunir, keyptir .......................................... - 232,25 Kol, olía og ræsting ....................................... - 21,25 Auglýsingar og innheimtulaun - 28,95 Talsímagjöld og símskeyti .................................. - 84,29 Varið til útbreiðslu félagsins - 343,40 Kostnaður við Ægi: Laun ritstjóra kr. 500,00 Prentun og pappír kr. 973,95 Hefting, útsending og burðargj............ kr. 224,69 Ritlaun kr. 10,00 - 1708,64 ísparisjóði 31/12 1912 ..................................... - 754,14 í peningum hjá gjaldkera ................................... - 160,37 Kr. 3602,14 80-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.