Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 15
Þótt Guðbrandur hafi ekki
munað eftir áhrifum Schacks á
Valtý þá veit hann um áhrif
Amundsens á Tryggva en segirekki
meira um Amundsen. Matthías í
sinni frásögn gerir hlut Amund-
sens mikinn og þótt sjálfsagt sé að
gera ráð fyrir að Matthías sé yfir-
foringjanum vilhallur, þá getur
hann stutt frásögn sína tilvitn-
unum í skýrslur þessa foringja.
Matthíasi segist svo frá „Capt.
H.Amundsen" í febrúarblaði Ægis
1908:
Æesendur Ægis fá hér að sjá
^nynd af foringjanum á Islands
Falck í fyrra, er tók við því starfi
eftir Capt. Saxild og viljum vér
^iðja lesendur blaðsins að virða
á betri veg, að vér höfum ekki
tækifæri til að minnast nánar á-
æviatriði þessa manns, en aðeins
geta þess, að hann í sambandi við
Capt. Saxild gerði mestan usla
útlendum fiskilögbrjótum hér við
iand næst á eftir hinum alkunna
Capt. Schack.
En það sem þessi maður hefur
sérstaklega gert fyrir ísland og
sem efalaust verður fiskveiðum
iandsins til mikilla framfara með
framtíðinni, er undirbúningur
hans og áhugi á stofnun alls-
herjar-fiskveiðifélags fyrir allt
'andið, sem í líkingu við „Félagið
t'l eflingar norskum fiskveiðum"
°g „Danskt fiskveiðifélag", skyldi
starfa að samvinnu meðal allra
landsmanna er hefðu fiskveiðar
að atvinnu.
Þetta málefni bar hann fyrir
larjóstinu og barðist fyrir því með
svo miklu kappi, að hann minnt-
'st undantekningarlaust á það við
^vern sem hann átti tal við, bæði
alþingismenn, embættismenn og
s)ómenn og lét hann fáa fara svo
frá sér, að hann ekki hvetti þá til
að hefjast handa og jafnframt fékk
þá til að lofa því, að stuðla að
stofnun þessafélagsskapar. Hann
Sagði það oft, að hér á íslandi,
Tvær yngismeyjar á reitunum.
bæði á sjó og landi, væri mikið
verkefni að inna af hendi og drit-
fjöðrin til að koma því í fram-
kvæmd væri framtakssemi og
ekki sízt samvinna. Og svo langt
er máli þessu komið áleiðis fyrir
hans óþreytandi áhuga, að menn
víðsvegar um landið eru reiðu-
búnir að starfa að þessu og ganga
í slíkan félagsskap, og að lög eru
þegar samin og verða að lík-
indum birt innan skamms.
Eftir þessum síðustu orðum að
dæma eru Tryggvi og skipstjór-
arnir búnir að halda fundinn
1908 og Bjarni Sæmundsson að
semja lögin með hliðsjón af
lögum norska félagsins „Selskabet
forde norske Fiskeriers Fremme".
í minningabók sinni Litiö til
baka 2. b. birtir Matthías skýrslu,
sem Amundsen sendir danska
„sjómálaráðuneytinu" 1907: „hað
er tilfinnanleg vöntun á félags-
skap meðal fiskimanna. Af ofan-
greindum ástæðum hefur yfirfor-
ingi landhelgisgæzlunnar gjört
sér far um að styðja að því, að
myndaður verði félagsskapur
meðal íslenzkra fiskimanna og
þeirra er áhuga hafa fyrir þróun
fiskveiðanna. Ætlazt er til þess.
ÆGIR-75