Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 6
Óvíða eiga orð rómverska stjórnmálaspekingsins Pompejusar betur heima
en á Islandi, er hann mælti forðum af snilld sinni til áróðurs fyrir eflingu
flota síns. „Nauðsynlegt er að sigla, ekki er nauðsynlegt að lifa". Eða með
öðrum orðum: „Það er lífsnauðsynlegt að sigla."
Asíðari hluta 19. aldar jókstáhugi manna mjögáeflingu sjávarútvegsins
er menn skynjuðu hve „lífsnauðsynlegt landsmönnum var að fiska" og að
fiskveiðarnar voru orðnar forsenda búsetunnar í landinu.
Af brýnni þörf tóku því margir af forystumönnum helstu atvinnugreina
landsins höndum saman um að stofna framfarafélag sjávarútvegsins og
Fiskifélag íslands varð til 20. febrúar 1911.
Markmið félagsins hefur frá upphafi verið: að efla hag og hverskonar
framfarir í íslenskum sjávarútvegi og veita hinu opinbera umbeðna þjón-
ustu.
Fullyrða má að Fiskiþing og störf Fiskifélagsins hafi átt drjúgan þátt í
þeirri hröðu og miklu þróun, sem orðið hefur í sjávarútvegi okkar í þau
75 ár sem félagið hefur lifað.
A þessum miklu umbrota- og breytingatímum hefur starfsemin orðið að
laga sig að breyttum aðstæðum. Það hefur verið gert með því að breyta
starfsháttum og lögum félagsins. Lagabreytingin 1973 varðfélaginu mikil
efling, en þá gerðust öll helstu samtök sjávarútvegsins aðilar að Fiskifélag-
inu og starfsemi þess. Undanfarið hefur félagsmálaáhugi farið vaxandi í
hinum ýmsu verstöðvum víða um land og má merkja það á vaxandi styrk
Fiskiþings.
Sögu félagsins verða gerð skil hér í riti okkar ásamt störfum hinna sjö
starfsdeilda sem sinna þeim daglegu störfum, sem félaginu ber.
Hér eru færðar þakkir öllum þeim mörgu afbragðs starfsmönnum, sem
helgað hafa félaginu krafta sína og hæfileika.
Öllum, sem hafa haft samskipti við félagið á 75 ára starfsferli eru færðar
þakkir. Það er einlæg ósk allra Fiskifélagsmanna að þau samskipti verði
jafn farsæl og áður og störf Fiskifélags íslands megi verða sjávarútveginum
og öllu þjóðfélaginu til hagsældar.
Þorsteinn Gíslason