Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1986, Side 14

Ægir - 01.02.1986, Side 14
Breiðsla á saltfiski. ekki að efa samt, að ákvæðin í 4.grein Fiskveiðasjóðsfrumvarps- ins hafi valdið því að svo varð strax. í nefndaráliti um Fiskveiða- sjóðsfrumvarpið er að finna orða- far, sem var nýtt í þingsögunni, trúi ég, eða að minnsta kosti óvenjulegt. Nefndarmenn tóku svo til orða, að sjávarútvegurinn væri óumdeilanlega orðinn miklu arðbærri þjóðinni en landbúnað- urinn og þar af leiðandi orðin gild ástæða til að hlynna að honum af hálfu tiins opinbera. Þessu mót- mælti enginn og er þetta þing- skjal merkileg heimild um snögg- breyttan hugsunarhátt og afstöðu til sjávarútvegs og opinber viður- kenning á stöðu hans í þjóðfélag- inu. Guðbrandur Jónsson þarf að koma smáskoti á Matthías um leið og hann segir frá því, sem næst gerðist á eftir samþykkt Fisk- veiðasjóðsfrumvarpsins og kemst þá í mótsögn við sjálfan sig. Þegar hann hefur sagt að 4.greinin valdi því, að það sé ekki nema tímaspurning, hvenær félagið verði stofnað, segir hann: „Má nú heita að málið lægi í þagnar- gildi í tvö ár, nema ef telja skyldi að „Ægir", sem Matthías Þórðar- son þá var ritstjóri að, impraði mjög lauslega á því 1906, að nauðsyn bæri til þess að halda fiskveiðaráðstefnu fyrir landið, hefur þar vakað fyrir honum ein- hver samkoma svipuð búnaðar- þinginu og lá slík hugmynd auð- vitað mjög beint við eftir að Fisk- veiðasjóðslögin voru komin." Það var reyndar í jan./febrúar blaði 1907 sem Matthías skrifar grein um fiskveiðaráðstefnu og það er ekkert lauslega gert, heldur ítarleg grein, og í annan stað er þarna komin hugmynd að Fiskiþingi, og með öllu ástæðu- laust að fara lítilsvirðandi orðum um þessa grein. (Það vekur athygli að Guðbrandur nefnir ekki að Matthías hafi stofnað Ægi, hvorki þegar hann nefnir Matthías eða útkomu Ægis.) Guðbrandur nefnir Matthías nokkrum sinnum eftir þetta og jafnan með heldur lítilli vinsemd. Fundurinn 1908 \ framhaldi af því sem Guð- brandur segir, að Fiskifélags- málið hafi legið í þagnargildi ítvö ár eftir samþykkt Fiskveiðasjóðs- laganna, segir hann: „Árið 1907 lét enn einn maður til sín heyra um þörfina á slíku félagi, var það Ammundsen (svo ritað af Guðbrandi), foringi á danska varðskipinu hér við land það ár og kann það að hafa orðið þess valdandi að árið 1908 var, fyrir forgöngu Tryggva Gunnars- sonar og nokkurra skipstjóra og útgerðarmanna, haldinn fundur í Reykjavík til undirbúnings stofn- unar allsherjarfélags." 74-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.