Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 41

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 41
Fyrsta rarmsóknarverkefnið er bví í raun að kanna hvað ógert er frá fyrri tíð og meta þær fram- kvæmdir til kostnaðar og árang- urs. Úttektin á búnaði og afköstum ffystihúsa var gerð í þeim tilgangi ná saman á einn stað upplýs- 'ngum um húsnæði, vélar, tæki °gannaðþað sem máli skiptirvið framleiðslu á frystum fiskflökum. Varþetta gerttil þess að auðvelda beim sem um þessa atvinnugrein fjalla að meta aðstæður hjá ein- stökum fyrirtækjum og í hverju breytingar til batnaðar gætu verið fólgnar. í skýrslu þessari er miðað við búnað húsanna í ársbyrjun 1982 og vantar því að spanna fjögurra ára tímabil frá 1982— 1985. Væri nauðsynlegt að hrinda því verki af stað sem fyrst því verulegar breytingar hafa átt sér staða á þessum árum, m.a. nýbyggingar húsa og endurbygg- 'ngar. 3. Breytingar á aðstöðu frysti- húsanna og búnaði þeirra Á síðustu árum hefur orðið tölu- verð breyting á ýmsum áherslu- atriðum í búnaði frystihúsanna og er tölvuvæðing þar fremst í flokki. Tölvuvæðingin hefur m.a. verið nýtt í vigtunar- og framleiðslueftir- litskerfinu með öllum þeim mögu- leikum sem það gefur til að fylgjast með árangri í hráefmsnýtingu, framleiðslukostnaði og tramlegð aukbirgðahaldso.fl. viðkomandi framleiðslunni. Tölvuvæðingin hefur skilað mjög góðum árangri en mörg frystihús hafa enn ekki tekið hana í þjónustu sína og sum aðeins að hluta. , Mikil gróska hefur verið i kaupum á tækjum til lausfryst- ingar (blástursfrystar), samvals- tækjum og þyngdarflokkunar- tækjum. Vélum til flökunar á flat- fiski (kola, grálúðu o.fl.) hefur fjölgað svo og tækjabunaði til vinnslu á rækju og skelfiski. Allt hefur þetta aukist nokkuð á allra síðustu árum. Talið er að þýðing stórra fisk- pakkninga muni minnka í fram- tíðinni í hlutfalli við smærri pakkn- ingar vegna aukins neytenda- markaðar á smásölustigi. Stærri pakkningar munu eftir sem áður skipa þýðingarmikinn sess hjá stærri kaupendum. Þar sem 5 punda pakkningin hefur verið stór liður í útflutningi okkar á Bandaríkjamarkað og sú sem gefið hefur einna mest í aðra hönd miðað við framleiðslu- kostnað, er um ákveðin straum- hvörf að ræða ef rétt reynist. Af þessum orsökum m.a., svo og sívaxandi keppni við önnur lönd um sölu þorskafurða á Bandaríkjamarkaði, hafa undan- farið verið í gangi stöðugar til- raunir með nýja framleiðslu á vegum sölusamtakanna til að við- halda hlutdeild okkar í mark- aðnum að svo miklu leyti sem unnter. Nýtt og vaxandi vandamál fyrir framtíð frystiiðnaðarins er síaukin ásókn í útgerð svonefndra frysti- togara þar sem aflinn er unninn um borð og dregur þar með hrá- efni frá vinnslunni í landi. Skipin sem gerð eru út í þessum tilgangi hafa áður verið hráefnisöflunar- tæki fyrir frystihúsin og með þeim hverfureinnig kvóti sem ekki fæst til baka. Nýjar hugmyndir um frekari vinnslu fisks af frystitog- urum í frystihúsum (tvífrysting) gæti breytt hér nokkru en þær eru enn á tiIraunastigi. Sama vanda- mál hefur skotið upp kollinum vegna útflutnings á ísuðum gámafiski þar sem jafnvel smá- bátaeigendur hafa tekið sig saman um að fylla upp í send- ingu. Eitthvað munu frystihús hafa tekið þátt í þessu en að sögn aðeins til að bjarga tímabundn- um fjárhagsvanda eða losna við umframafla í hrotum. Útflutn- ingur á ísfiski með flugvélum til Bandaríkjanna hefur nokkuð verið stundaður af frystihúsaaðiI- um undanfarinárenóvísterhvort slíkir flutningar í stórum stíl eigi framtíð fyrir sér. Smærri flutn- ingar með áætlunarflugi hafa aftur á móti verið stundaðir árum saman með ágætum árangri. Flutningar á ísuðum gámafiski ÆGIR- 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.