Ægir - 01.02.1986, Page 41
Fyrsta rarmsóknarverkefnið er
bví í raun að kanna hvað ógert er
frá fyrri tíð og meta þær fram-
kvæmdir til kostnaðar og árang-
urs.
Úttektin á búnaði og afköstum
ffystihúsa var gerð í þeim tilgangi
ná saman á einn stað upplýs-
'ngum um húsnæði, vélar, tæki
°gannaðþað sem máli skiptirvið
framleiðslu á frystum fiskflökum.
Varþetta gerttil þess að auðvelda
beim sem um þessa atvinnugrein
fjalla að meta aðstæður hjá ein-
stökum fyrirtækjum og í hverju
breytingar til batnaðar gætu verið
fólgnar. í skýrslu þessari er miðað
við búnað húsanna í ársbyrjun
1982 og vantar því að spanna
fjögurra ára tímabil frá 1982—
1985. Væri nauðsynlegt að
hrinda því verki af stað sem fyrst
því verulegar breytingar hafa átt
sér staða á þessum árum, m.a.
nýbyggingar húsa og endurbygg-
'ngar.
3. Breytingar á aðstöðu frysti-
húsanna og búnaði þeirra
Á síðustu árum hefur orðið tölu-
verð breyting á ýmsum áherslu-
atriðum í búnaði frystihúsanna og
er tölvuvæðing þar fremst í flokki.
Tölvuvæðingin hefur m.a. verið
nýtt í vigtunar- og framleiðslueftir-
litskerfinu með öllum þeim mögu-
leikum sem það gefur til að fylgjast
með árangri í hráefmsnýtingu,
framleiðslukostnaði og tramlegð
aukbirgðahaldso.fl. viðkomandi
framleiðslunni. Tölvuvæðingin
hefur skilað mjög góðum árangri
en mörg frystihús hafa enn ekki
tekið hana í þjónustu sína og sum
aðeins að hluta. ,
Mikil gróska hefur verið i
kaupum á tækjum til lausfryst-
ingar (blástursfrystar), samvals-
tækjum og þyngdarflokkunar-
tækjum. Vélum til flökunar á flat-
fiski (kola, grálúðu o.fl.) hefur
fjölgað svo og tækjabunaði til
vinnslu á rækju og skelfiski. Allt
hefur þetta aukist nokkuð á allra
síðustu árum.
Talið er að þýðing stórra fisk-
pakkninga muni minnka í fram-
tíðinni í hlutfalli við smærri pakkn-
ingar vegna aukins neytenda-
markaðar á smásölustigi. Stærri
pakkningar munu eftir sem áður
skipa þýðingarmikinn sess hjá
stærri kaupendum. Þar sem 5
punda pakkningin hefur verið
stór liður í útflutningi okkar á
Bandaríkjamarkað og sú sem
gefið hefur einna mest í aðra
hönd miðað við framleiðslu-
kostnað, er um ákveðin straum-
hvörf að ræða ef rétt reynist.
Af þessum orsökum m.a., svo
og sívaxandi keppni við önnur
lönd um sölu þorskafurða á
Bandaríkjamarkaði, hafa undan-
farið verið í gangi stöðugar til-
raunir með nýja framleiðslu á
vegum sölusamtakanna til að við-
halda hlutdeild okkar í mark-
aðnum að svo miklu leyti sem
unnter.
Nýtt og vaxandi vandamál fyrir
framtíð frystiiðnaðarins er síaukin
ásókn í útgerð svonefndra frysti-
togara þar sem aflinn er unninn
um borð og dregur þar með hrá-
efni frá vinnslunni í landi. Skipin
sem gerð eru út í þessum tilgangi
hafa áður verið hráefnisöflunar-
tæki fyrir frystihúsin og með þeim
hverfureinnig kvóti sem ekki fæst
til baka. Nýjar hugmyndir um
frekari vinnslu fisks af frystitog-
urum í frystihúsum (tvífrysting)
gæti breytt hér nokkru en þær eru
enn á tiIraunastigi. Sama vanda-
mál hefur skotið upp kollinum
vegna útflutnings á ísuðum
gámafiski þar sem jafnvel smá-
bátaeigendur hafa tekið sig
saman um að fylla upp í send-
ingu. Eitthvað munu frystihús
hafa tekið þátt í þessu en að sögn
aðeins til að bjarga tímabundn-
um fjárhagsvanda eða losna við
umframafla í hrotum. Útflutn-
ingur á ísfiski með flugvélum til
Bandaríkjanna hefur nokkuð
verið stundaður af frystihúsaaðiI-
um undanfarinárenóvísterhvort
slíkir flutningar í stórum stíl eigi
framtíð fyrir sér. Smærri flutn-
ingar með áætlunarflugi hafa
aftur á móti verið stundaðir árum
saman með ágætum árangri.
Flutningar á ísuðum gámafiski
ÆGIR- 101