Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1986, Síða 8

Ægir - 01.06.1986, Síða 8
una aukaafurðir og við rækju- vinnslu 75% eða meira. Nokkur hluti þessara aukaafurða er nú nýttur og þá helst í dýrafóður, annað hvort frystur eða sem hrá- efni til mjöl- og lýsisvinnslu. Allt of mikið er þó meðhöndlað sem úrgangur, sem annað hvort er kastað í sjóinn, eða er ónýttur á annan hátt (4). Astæðan fyrir þessu liggur að nokkru leyti í eðli og skipulagi fiskveiðanna, þær eru árstíða- bundnar þannig að mannafli og tækjabúnaður annar aðeins því verðmesta úr aflanum, fiskmjöls- verksmiðjur eru ekki alltaf á þeim stað þar sem fiskaðgerð fer fram og svo mætti lengi telja. Nú er svo komið, að varla þarf að reikna með mjög auknum fiskafla hér við land, svo að aukin verðmætasköpun í fiskiðnaði hlýtur því fyrst og fremst að byggj- ast á betri meðferð og nýtingu þess sem aflað er. Auk verðmæta- sköpunar eru það oft umhverfis- sjónarmið, sem leiða til þess að farið er að huga að nýtingu úr- gangsefna. Það er því miður fremur fátítt hér á landi enn sem komið er. Áhrif líftækninnar á fiskiðnað- inn verða í fyrstu að öllum lík- indum af tvennum toga, sem flokka má í lífefnavinnslu úr sjáv- arfangi og notkun ensíma í fisk- iðnaði. Þessi flokkun er ekki ein- hlít, en er þó að mörgu leyti heppileg til framsetningar á við- fangsefninu (1,5). Til lífefnavinnslu úr sjávarfangi telst ýmiss konar vinnsla lífrænna afurða, einkum úr aukaafurðum fiskiðnaðar. Verðmæti afurðanna fer eftir ýmsu. Fóðurvara er til- tölulega ódýr en markaður fyrir hana hins vegar mjög stór. Mat- væli eru nokkru verðmætari en markaðsfærsla þeirra einnig nokkru vandasamari. Fágæt líf- efni eins og sum ensím og hormón eru mörg mjög verðmæt, en að sama skapi getur mark- aðsfærsla slíkra afurða verið mjög flókin (6, 7, 8). Notkun ensíma í fiskiðnaði er ný af nálinni þó svo að þau hafi verið notuð í öðrum matvælaiðn- aði um langt árabil. í hefðbund- inni fiskvinnslu hefur höfuð- áhersla verið lögð á véltækni- legar lausnir flestra vinnsluþátta. í mörgum tilfellum má beita Karl Almás og Asbjörn Clldberg sýna ost, sem framleiddur er með pepsíni úr þorskslógmeltu. nota ensím við smokkfisks. Smokkurinn aðferðum ensímtækninnar þess að einfalda og auka ba kvæmni vinnslunnar. I öðrun1 fellum má e.t.v. beita ensínul við lausn vandamála, Þar ' ^ vélbúnaði hefur ennþá ekki vt?r viðkomið (9). , . Sem dæmi um slíkt má ne ^ að Norðmenn eru nú fanur vinns|U hefur seigar himnur, sem fjarlæg)a fyrir neyslu og jllmögulegt na reynst að fjarlægja með g bundnum aðferðum. r notkun ensíma hefur hins ve^r tekist að fjarlægja þessar hirn ^ á einfaldan og ódýran hátt- svarandi hátt kann að vera n^.yg legt að nýta ensím til að s f sundur líffæri eða líkamsh u ^ ólíkri gerð, t.d. losa hreis ^ fiski, roðfletta fisk, hreinsa , búkhimnur, losa skelfisk ur.^0% inni, fjarlægja himnuraf 1 hrognaskálmum, losa 5 innyfli og fleira. 2. Lífefnavinnsla úrsjávarf^ Af aukaafurðum í f'skið^^ eru innyfli fiska og þa ein-efn' þorsks og ufsa vænlegasta vf|fn ið. Reiknað er með að in a séu um 15% af heildatp fisksins. Samanlagt eru unga skúfar og garnir um 5% 3 P ^ fisksins, lifur um 5%, hrog ^ sömuleið's 2.5% 2.5%. og svil f ., ásst^ Tafla I. Innyfli þorsks og u's ' ^ ///- magn þeirra og skipting 1 einSiton"3 færi, ef miðað er við 400þúsun ársafla (4). Innyfli Magar, skúfar oggarnir Lifur Hrogn Svil 324 -ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.