Ægir - 01.08.1986, Page 17
^jfT)
sím6'1 tveim nágrönn-
b°r8arabrf ,Utveguðu þeir sér
Sern var re ' ^estmannaeyjum,
n e'nn hinna nýju kaup-
e'ðis srf nefndist Bjarni eftir-
ertsen, svo sem fyrir-
^ði. Kaupmaðurinn á
Eyrarbakka leit tiltæki þeirra Sel-
vogsmanna óhýru auga og linnti
ekki látum með klögum og kær-
um, fyrr en borgarabréfin voru
tekin af þeim.
Bjarni Sívertsen sigldi þá beint
í höfuðstöðvar verslunar og
stjórnsýslu, til kóngsins Kaup-
mannahafnar, og rak mál sín þar.
Kom hann ár sinni þar svo vel
fyrir borð, að árið eftir, 1794,
kom hann heim með kaupsamn-
ing fyrir Hafnarfjarðarverslun og
4000 ríkisdala lán að auki. Hóf
hann þegar verslunarrekstur. Átti
Bjarni samstarf við stórkaup-
manninn Wolf í Kaupmannahöfn
allt til þess að Wolf andaðist árið
1809. Blómgaðist verslunin vel
ogopnaði hann útibú í Reykjavík
árið 1897. Og þó árangur Bjarna
væri glæsilegur á verslunarsvið-
inu, þá er það þó útgerð hans sem
haldið hefur frægð hans á lofti.
Bjarni átti og rak bæði millilanda-
skipogfiskiduggurogskal nú það
helsta rakið sem vitað er um
skipaeign hans.
Þegar Bjarni var úti í Kaup-
mannahöfn 1894 setti hann
skipið Johanne Charlotte að veði
fyrir láninu sem hann fékk. Fátter
vitað um þetta skip, en það hefur
áreiðanlega verið notað bæði til
flutninga innanlands og fisk-
veiða. Fljótlega eignaðist Bjarni
svo allstórt skip, De tvende
Sostre, sem notað var til vöru-
flutninga milli landa. Þaðvarein-
mitt á þessu skipi sem Bjarni varð
innlyksa í Bretlandi árin 1807-9
vegna Napóleonsstyrjaldarinnar
í Evrópu. Seinna eignaðist hann
fleiri hafskip og var ^itt þeirra
Anna Casia, sem var sögð 37
commerisiallestir (ca. 150
brúttótonn). Anna þessi sigldi
sumarið 1820 beint suður til Bar-
celona á Spáni með fullfermi af
saltfiski og lestaði salt í Frakk-
landi á heimleiðinni. Næstu ár
sendi Bjarni fleiri skipsfarma
beint til Spánar og Ítalíu og var
þannig í beinu sambandi við salt-
fiskmarkaðinn í Suður-Evrópu.
Annars fór mestallur útflutningur
íslendinga um danskar hafnir.
Sýnir þetta vel hversu Bjarni
Sívertsen var burðugur í verslun
ÆGIR-461