Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1986, Side 26

Ægir - 01.08.1986, Side 26
Hafnarf jörður á togaraöld Hafnarfjörður var lengst af á þessari öld sannkallaður trollarabær. Togaraútgerð var langsamlega mikilvægasti atvinnurekstur í bænum á tímabilinu 1910 ogfram yfir 1950. Fyrst í stað voru það erlend togara- félög sem mest umsvif höfðu, og var Hafnarfjörður að því leyti ein- stakur af útgerðarbæjum hér á landi. Togaraútgerð útlendinga frá bænum stóð allt til ársins 1929. Innlend togaraútgerð náði fyrst að sanna tilverurétt sinn með útgerð togarans Coot. Það er þó ekki fyrr en á árum fyrri heimstyrjaldar sem innlend togaraútgerð festir rætur í bænum. Hún hefur ekki fallið niður síðan, og koma við þá sögu margir merkir útgerðarmenn og ekki síður sjósóknarar. í kreppunni var stofnuð í Hafnarfirði fyrsta bæjarútgerðin hér á landi og starfaði hún allt þar til á síðasta ári að hún var lögð niður. Bæjarút- gerðin var stærsta útgerðar- og fiskverkunarfyrirtæki bæjarins í um hálfa öld. Og enn er stunduð togaraútgerð frá Hafnarfirði, þó bærinn byggi ekki á henni allt sitt atvinnulíf svo sem áður var. Upphaf togveiða við ísland Það voru Englendingar sem fyrstir hófu veiðar með botnvörpu hér við land. Var það kringum 1890 sem þeir komu hér fyrst en áður hafði botnvarpan verið notuð við veiðar í Norðursjó um nokkurn tíma, fyrst a seglatog- urum en síðan gufuknúnum skipum. Er skipin stækkuðu og urðu aflmeiri fóru þau að sækja á fjarlægari mið. í Faxaflóa komu svo fyrstu togararnir árið 1895 og bundu ensku skipstjórarnir fljótt mikla tryggð við þá slóð, vegna ýsunnar og kolans sem þar gaf sig. Það voru einmitt þær fiskteg- undir sem Bretarnir sóttust mest eftir. Reyndar hentu þeir þorskin- um fyrstu árin, og gerðu þá íslendingar stundum góðan róður, með því að fara út í togar- ana og fá að hirða þorskinn hjá þeim, ef til vill fyrir nokkur pör af vettlingum og sokkum eða nokkrar brennivínsflöskur. Var þetta kallað tröllafiskur, og þótti ekki fínt, því menn hér á landi höfðu ímugust á togveiðum Breta, sem skröpuðu miðin á margfalt afkastameiri veiði- tækjum en íslendingar sem horfðu á frá árabátum sínum eða við handfærin á skútunum. Það fór því ekki hjá því að ein- hverjir fengju hug á að reyna þessar veiðar hér á landi. En fyrstir af stað urðu erlendir fjár- málamenn sem vildu ávaxta pund sitt fljótt og vel í arðbærum atvinnuvegi. Fyrirtæki voru sett upp á Patreksfirði, Seyðisfirði, Akranesi og í Hafnarfirði, 111 j fyrir danskt fjármagn, ^ j íslenska leppa í fyrirsvari, 11 komast kringum íslenska l°e° sem var ströng er varðað' vinnurekstur útlendinga her- þessi fyrirtæki urðu skarnf11 ekkert þeirra skilaði þau hurfu flest af yfirt>c,r jafnskjótt og þau komu. En j skildu þau hús, bryggjurog ^ mannvirki, sem seinna notum og einnig hugmynC1ir ^ stórrekstur í íslenskum hötn sem síðar urðu að veruleika- Erlendar tilraunir til togaraútgerðar .. af Hafnarfjörður fékk að sjá þessum fyrirtækjum, anna aðeins að hluta. Það va,r..agið veiða- og verslunarhlutate ^ ísafold sem stofnað var árið með dönskum og enskum v ingum. Meðal hluthafa ( Louis Zöllner stórkaupma Newcastle og C.M. Ree por- maður í Kaupmannahötn- stöðumaður félagsins var ^ Vídalín konsúll Breta nI1. útgerðin oftast kennd við 1 a Félagið sendi hingað sex t° Hafnarfjörðurfékk kaupstaðarréttindi árið gengin í garð. ar< 1908. íbúar voru þá 1469, og 470 - ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.