Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1987, Síða 6

Ægir - 01.04.1987, Síða 6
190 ÆGIR 4/87 SJÁVARÚTVEGURINN 1986 • SJÁVARÚTVEGURINN 1986 Guðmundur H. Garðarsson: Hraðfrystiiðnaðurinn 1986 Árið 1986 var fiskiðnaðinum í heild gott ár, þrátt fyrir ýmsa tíma- og staðbundna erfiðleika hjá einstaka fyrirtækjum. Enn liggja ekki fyrir nákvæmar fram- leiðslutölurfrá öllum frystihúsum á landinu yfir frystingu sjávaraf- urða á árinu, nema frá þeim sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild S.Í.S. hafa innan vébanda sinna. Samkvæmt þeim og með tilliti til fyrirliggjandi upplýsinga um útflutning á árinu 1986ogbirgða- stöðu í upphafi og lokárs hjá S.H. ogS.Í.S. erekki óvarlegtaðáætla að aðilar utan þessara samtaka hafa verið með um 15% allrar frystingar á s.l. ári. Á grundvelli þess bendir allt til þess að árið 1986 hafi verið metár í frystingu sjávarafurða og framleiðslan verið um ogyfir 150.000 smálest- ir, þar af voru S.H. og S.Í.S. með um 132.000 smálestir og aðrir með um 20.000 smálestir. Frystingin átti í gífurlegri sam- keppni við aðrar vinnslugreinar, einkum saltfiskvinnslu, og mark- aði í Vestur-Evrópu, sem voru mjög aðgangsharðir í kaupum á ferskum/ísuðum fiski. Af hálfu forráðamanna fiskvinnslunnar hefur á síðustu árum verið varað við neikvæðum afleiðingum þess- arar þróunar, sem felst í stór- auknum útflutningi óunnins fisk. Þetta hefur þegar valdið miklum erfiðleikum á veigamiklum mörk- uðum, en fyrir atbeina stóru útflutningssamtakanna tókst að forðast áföll. Eigi fer á milli mála, að ef stjórnunar þeirra á fram- leiðslu og sölumálum hefði ekki notið við, hefði stefnt í hið mesta óefni fyrir íslenskan sjávarútveg í heild. í þessum efnum eru það langtíma sjónarmið um há- mörkun hagnaðar á grundvelli stöðugra og mikilla viðskipta við viðskiptavini/neytendur á þeim mörkuðum, sem aldrei hata brugðist íslendingum. Nasgir 1 því sambandi að geta áratug3 góðra viðskipta við bandaríska kaupendur og Sovétríkin. þessu er ekki þar með sagt, 3 ekki skuii leyta nýrra markaðaog nýrra viðskiptavina, en hafa her hugfast að menn færa ekki til tug' þúsunda smálesta af frystum mat vælum frá einum markaði til ann ars eins og hendi sé veifað. 11 þess að árangur náist, sem urn munar, þarf margra áratuga upP byggingu, samfara gagnkvasmrl Tafla 1 Heildarafli _____________Þaraf fór í frystingu __ / 985 1986 1985 1986 Hlutdeild Hlutdeild Smál. Smál. Smál. % Smál._______________________°é- Þorskur 319.819 365.279 156.993 49,1 172,578 47,2 Ýsa ........... 47.110 47.256 31.767 67,4 28.586 60,5 Ufsi .......... 54.775 63.792 40.289 73,5 42.023 65,9 Karfi ......... 91.035 85.983 74.935 82,3 66.308 77,r Steinbítur .... 9.498 12.105 8.287 87,2 9.842 81,3 Grálúða 28.819 30.923 26.090 90,5 25.806 83,4 Skarkoli ...... 13.094 12.694 5.880 44,9 4.988 39,3 Lúða ........... 1.642 1.602 900 54,8 750 46,» Humar ......... 2.391 2.538 2.380 99,5 2.536 99,3 Rækja 24.933 35.210 22.801 91,4 32.821 93,2 Hörpudiskur . 17.232 16.429 16.611 96,4 16.374 99,b Loðnuhrogn . 438 3.371 438 100,0 3.371 100,0 Loðna ........ 997.322 894.642 1.075 0,1 2.680 0H

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.