Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 22
206 ÆGIR 4/87 Unnur Skúladóttir: Verndun ungrækju Eins og kunnugt er hefur ung- rækja verið aðaluppistaðan að fjölda til í veiðinni nú í vetur á' Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa. Er þá einkum átt við eins og tveggja ára rækju. Þetta eru karldýr sem eiga eftir að skipta um kyn og verða kvendýr sem síðan hrygna flest í fyrsta sinn fjögurra ára. í ísafjarðardjúpi hrygna þó kvendýrin fyrst þriggja ára sum árin, og er svo nú. Þegar auka á afrakstursgetu stofns er mikilvægast að veita yngstu dýr- unum sem mesta vernd þar eð þau eru í hröðum vexti. Við að vaxa frá eins árs til tveggja ára, tvöfaldar rækjan t.d. þyngd sína. Nokkur ráð eru til þess að vernda smárækju. Má þar fyrst nefna stækkun möskva í poka og belg rækjuvörpunnar. Árið 1962 var möskvi aukinn úr 26 mm í 32 og 1974 var möskvi aukinn úr 32 í 36 mm. Það hefur komið í Ijós að möskvar lokast að miklu leyti þegar verið er að toga. Hversu mikið fer eftir ýmsu. Eftir því sem meiri afli er kominn í vörpuna því meir lokast möskvarnir. Tog- hraðinn hefur líka mikið að segja. Þannig opnast möskvarnir því meir sem togað er hægar. Aðrar aðferðir miða einnig að því að opna möskvana betur í vörpunni, svo sem að binda fyrir, ofan við pokann. Loks má geta þess að felling í hliðarstykkjum belgsins hefur sýnt sig að hafa dálítið áhrif. Þetta er kallaður hliðarslaki og eru sýndar hér nokkrar niður- stöður um stærð rækju í hliðar- slakavörpur samanborið við venjulegar vörpur. ífyrstalagieru niðurstöður af talningu landaðrar rækju á Bíldudal í fyrstu, þriðju, fjórðu og fimmtu viku veiðanna þar á þessu ári. Rækjuna taldi ávallt sami maðurinn og á sama hátt hjá öllum. í öðru lagi er sýnt línurit af mælingum rækju á innanverðum Húnaflóa haustið 1985 í þessar sömu gerðir af vörpum. Fyrir nokkrum árum voru gerð- ar tilraunir með rækjuvörpur sem höfðu slaka í hliðarstykkjum. Um 10% slaki virtist koma best út. Þannig voru hIiðarstykkin höfð 10% lengri en efra og neðra byrði á belg. Við þetta opnast möskv- arnir betur í drætti. Talningamaðurinn á Bíldudal segist taka úr nokkrum kössum af handahófi þ.e. ekki aðeins úr þeim efstu. Talningin var þó ekki fullkomlega nákvæm en samt jafn ónákvæm hjá öllum. Taln- ingin fór þannig fram að allar rækjur tveggja ára og eldri vora taldar nákvæmlega. Hins vegar voru eins árs og yngri taldar þannig, að um fimm stykki a þeim töldust sem ein rækja. Meðaldagsafli og fjöldi í kíl° að meðaltali á tilteknum veiði' dagafjölda í janúar og febrúat árið 1987 á Arnarfirði sést á með- fylgjandi töflu. Eins og sjá má eru menn a veiða misstóra rækju. Konráð er t.d. eini báturinn með hliðarslaka/ vörpu. Meðalfjöldi í kíló hja hinum bátunum var 277 stk. Cl1 260 hjá Konráði. Dagsafli K°n” ráðs var síst verri en hjá hinu111 bátunum enda er hámarksafli a viku sá sami hjá öllum eða fim[l1 tonn. Víkjum þá að tveimur neðstLl bátunum í töflunni. Guðmundnr hefur þá sérstöðu að sögn skip' stjórans Jóhanns að rækjuvarpa hans var aðeins 760 möskva a móti í þ.m. 860 hjá hinum öllum- Jóhann togar líka mun hægar en Bátur Dagafjöldi Dagsafli kg. Fjöldi í kíló Konráð 17 1.125 260 1 20 1.146 284 2 19 1.113 294 3 18 1.024 287 4 19 1.044 274 5 19 1.124 274 6 21 1.100 274 Guðmundur 18 469 265 Höfrungur 13 1.055 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.