Ægir - 01.04.1987, Blaðsíða 28
212
ÆGIR
4/87
góðar afurðir úr smáum fiski t.d.
kolmunna. Mikil vinna er lögð í
rannsóknir sem miða að því að
vinna feitan smáfisk í blokkir en
til þess þarf að skilja roð og bein
frá fiskholdinu og einnig fituna.
Norðmenn hafa þegar náð nokkr-
um árangri við að framleiða þess
konar afurð úr loðnu.
Á hinn bóginn verða unnar nátt-
úrulegar gæðavörur úr fiski, flök
og flakahluta. Engin aukefni
verða notuð við þessa fram-
leiðslu. Þettaer lúxusvara semfer
á þá markaði sem greiða hæst
verð. Þarna ætti okkar styrkur að
liggja. Þótt vera kunni að nægt
framboð verði á fiski í framtíðinni
þá er tiltölulega lítill hluti sem
getur lent í þessum gæðaflokki.
Ástæður eru einkum þrjár:
1. Eðliseiginleikar fisksins. ís-
lenskur þorskur þykirt.d. hafa
ýmislegt fram yfir þorsk sem
veiddur er í Eystrasalti eða við
strendur Kanada, einkum
vegna þess að hann er stinnari
og holdfyllri. Þá höfum við
dæmi um það að bragðgæði
fisks af íslandsmiðum þyki
meiri en samkeppnisland-
anna t.d. hvað varðar frysta
loðnu fyrir Japansmarkað.
2. Mengun \ heiminum fer vax-
andi, ekki hvað síst í höfun-
um. Æfleiri eru sérmeðvitaðir
um þýðingu þess að borða
ómengaða náttúrufæðu.
Flestir muna eftir nýlegum
fréttum um mengun í Eystra-
salti og sýktum fiski af hennar
völdum. Mengun í hafinu
umhverfis ísland er lítil og
getum við vafalaust nýtt okkur
(aað í auknum mæli til mark-
aðsfærslu á fiskafurðum
okkar.
3. Stærðardreifing bolfisks á
íslandsmiðum er mjög hag-
stæð og ætti að gera það kleift
að ná bestu mörkuðunum
a.m.k. fyrirflök og heilan fisk.
Mér hefur alltaf þótt íslensk
bolfiskflök of góð til að vinna þau
í blokk í þeim mæli sem við
gerum. Til þess að geta unnið
meira í flök þurfum við hins vegar
að bæta meðferðina á fiskinum
enn frekar, stytta útivistartíma
skipanna og jafnvel að forðast að
veiða fiskinn á þeim tíma þegar
mest los er í honum.
2. Tenging markaðs-
starfsemi og vöruþróunar
Kjarninn í þeirri umræðu sem
átt hefur sér stað um framþróun í
sjávarútvegi að undanförnu snýst
um vöruþróun, markaðsmál og
gæðastýringu. Við þurfum að
leggja áherslu á að vera markaðs-
sinnuð, geta svarað þeim kröfum
sem markaðurinn gerir. Til þess
þurfum við aðgang að góðum
upplýsingum um markaðinn.
Þessi þekking þarf að nátil vinnslu-
stöðvanna sjálfra því taka þarf
ákvarðanir um framleiðsluna á
grundvelli þessara upplýsinga.
Eftir því sem kröfur markaðarins
verða fjölbreytilegri þarf meiri
mannafla til að sinna þeim
málum. Enginn einn aðili getur
haft þar fullkomna yfirsýn. Mark-
aðsupplýsingar hafa sennilega
aldrei verið eins aðgengilegar og
nú og eiga eftir að batna. Nú
þegar getur hver sem er tengst
tölvukerfum sem gefa nýjasta
verð á ferskum fiski í Evrópu.
Globefish heitir alþjóðlegt tölvu-
vætt upplýsinganet sem unnið er
að á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Þessi kerfi þjóna þeim til-
gangi að gefa upplýsingar um
verðþróun og birgðastöðu á
mörkuðum. Hér á landi er hafinn
undirbúningur að tölvuvæddum
fiskmarkaði og á ég þar við þá
leið sem Akureyringar hafa
ákveðið að fara varðandi fersk-
fiskmarkað.
Rætt hefur verið um þann
möguleika að þróa upplýsinganet
um allt land þar sem framleið'
endur geta sett inn gögn um teg-
undir og magn eigin afurða^
Útflytjendur geta síðan fengi
aðgang að þessum upplýsingulTI
og gert tilboð í vöruflokkana-
Með tölvutækninni er í raun unnt
að skapa einn uppboðsfisk'
markað á landsvísu. Á sama hátt
gætu útflytjendur sent boð inn a
tölvunetið um það hvaða afurðit
vantar á markaðinn. í mínuni
huga er ekki spurning um það
hvort upplýsingakerfi af þessu
tagi komist í gagnið, aðeins
hvenær. Með því væri lagður
grunnur að nýrri framsókn fyr,r'
tækjanna í vöruþróun.
Vöruþróun spannar vítt svið-
Hún getur falist í því að vinnn
nýja tegund af pakkningu á hefð-
bundinn markað eða að þróa ttt'
tölulega flókna vinnslu t.d. a
ýmsum lagmetisafurðum sem
krefjast flókinnar vinnslu. Fynr'
tækin sjálf eða samtök þeirra geta
staðið fyrir verulegri vöruþróun'
arstarfsemi með lágmarks að-
stöðu. Staðreyndin er hins vegar
sú að nýjar afurðir verða ekk'
þróaðar nema með tengingu v>ö
markaðsstarfsemina. Til daem15
er hæpið að rannsóknastofnamr
einar og sér geti stundað vörU'
þróun að einhverju gagni. Þegar
hafa sum sölufyrirtæki komið ser
upp ágætri aðstöðu til vöruþr°'
unarogerSölusamband íslenskra
fiskframleiðenda sennilega Þar
lengst komið.
3. Nýjar og vaxandi
vinnslugreinar
Við verðum að líta svo á, 3
nánast allt sem lifir og hræris11
sjónum sé einhvers staðar mar
aðsvara. Langlúra er nýjasta
dæmið um fisk sem ávallt hetu
verið hent en hefur nú tekist a
selja með góðum árangri. ^|ð‘
innfjarða finnast ýmsir flatfiskar
sem ekki eru nýttir. Mér finnst a