Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1987, Side 30

Ægir - 01.04.1987, Side 30
214 ÆGIR þeir Lýsismenn gert tilraunir með vinnslu squalene úr hákarlalifur sem er verðmætt efni sem m.a. er notað í snyrtivörur. Nú er unnið að sérstöku rannsóknarverkefni í samvinnu við Lýsi hf. og Háskóla Islands að tilraunum til að vinna ýmis verðmæt efni úr lýsi með eimingu. 3.6. Kúffiskur Lengi hafa menn rennt kúfskel- ina hýru auga enda virðist mjög mikið magn af henni víða í kringum landið. Fyrir mörgum árum voru gerðar víðtækar vinnslutilraunir hér á landi en markaðsaðstæður hömluðu því að veiðar og vinnsla gætu borgað sig. Nú hefur rofað til í þessu efni því tvö fyrirtæki hafa fjárfest í sér- hönnuðum skipum til þessara veiða og eru vongóðir um að endar geti náð saman í þessari vinnslu. Hitt er svo annað mál að mér hefði þótt vel í lagt að byrja þessa vinnslu með því að nota eitt skip enda getur reynslan ein skorið úr um það hve ábatasöm þessi vinnsla getur orðið. 3.7. Lagmeti Eins og mönnum er kunnugt hefur lagmetisiðnaðurinn tekið mikið stökk á síðustu árum. Kemur þar einkum til gífurleg aukning á frystingu rækju og hefur vaxandi niðursuða fylgt í kjölfarið. Árlega höfum við framleitt á bilinu 1.000 til 2.000 tonn af söltuðum grásleppuhrognum sem notuð eru til framleiðslu á kavíar. Til skamms tíma hefur einungis lítið magn þessara hrogna verið fullunnið hér heima en nú er að verða þar breyting á. Árið 1981 voru aðeins 127 tonn lögð niður af grásleppuhrogna- kavíar hér á landi en á síðasta ári var þessi tala komin upp í 492 tonn. Þannig fullunnum við í fyrra tæp 36% af þessu verðmæta hráefni hér innanlands. Allt bendir til að þessi vinnsla muni halda áfram að vaxa og dafna á komandi árum. Áhugi er á að auka niðursuðu á fisklifur enda eru góðir markaðirfyrir hendi. Ég fæ ekki betur séð en að mögu- leikar í niðursuðuiðnaði séu almennt góðir, en verulega þarf að efla markaðs- og vöruþróunar- starfið. Nú taka menn þann mögu- leika með í myndina að kaupa fryst hráefni til niðursuðu, eink- um rækju, og mætti kanna fleiri slíka. 3.8. Vélar og tæki Eins og kunnugt er hefur orðið mikill uppgangur á síðustu árum í framleiðslu véla og tækja tengdum fiskiðnaði. Nefni ég í þessu sambandi fyrirtækin Marel, Pólinn, Traust hf., Meka og Vél- smiðjuna Odda. Vöxtur þessarar nýju greinar hefur verið ótrúlega ör hér á landi og því hafa fyrir- tækin orðið að stríða við margvís- lega vaxtarverki. Þaðerþvígeysi- mikilvægt að vel sé staðið við bakið á þessum fyrirtækjum. Byggja þarf upp öfluga rannsókna- starfsemi á vinnslusviðinu þannig 4/87 að fyrirtækin hafi grundvöll ^ áframhaldandi þróunar á nýjum tækjabúnaði. Fiskvinnsla fram- tíðarinnar mun byggjast á tölvu- stýrðum tækjabúnaði og er eng' inn vafi á því að við getum tekið þátt í þróun og smíði slíks búnað- ar. Ég minni á rafeindavogirnar/ loðnuhrognaútbúnaðinn, tæki ti hörpudiskvinnslu o.fl. Pá ma nefna íslenska ferskleikamaelim1 sem fyrirtækið Rafagnataekm hefur þróað. Tilraunir á Rf ha'a þegar sýnt að þetta tæki getur flokkað fisk eftir ferskleika þannig orðið mjög mikilvægt vi gæðastýringu. Háskólinn vinnur að tæki sem getur flokkað síldarhrygnur l"ra hængum. Nú mun vera að kom3 til landsins tölvustýrð skurðarvé , sem getur hlutað t.d. flök niður1 nákvæmlega vigtuð stykk1- Þannig munu smám saman bæt- ast í þennan hóp tæki sem a lokum gera það kleift að vinna fisk á algjörlega sjálfvirkan hátt- Margt er þó enn ógert t.d. vantat tæki sem metur los í fiski, finntjr orma o.fl. Hanna þarf ýmis upP^ lýsingakerfi, sbr. það sem sagði áðan um útflutningsmar að. Setja þarf á fót öflugt rann Loðnuhrognabúnaður.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.