Ægir - 01.04.1987, Side 34
218
ÆGIR
4/87
þróa vélbúnað til söfnunar á
þessum hrognum. Á Rannsókna-
stofnuninni höfum við gert kavíar
úr þessum hrognum sem eru svört
á litin og mjög girnileg.
4.8. Skata
Góður markaður er víða fyrir
börð af tindaskötu og mun þegar
vera nokkuð flutt út af þessari
afurð. Skatan er yfirieitt seld roð-
rifin, en það hefur reynst seinlegt
og erfitt. Nú hefur náðst árangur
með að leysa skrápinn af sköt-
unni með því að nota ódýra
ensímblöndu en þessi ensím eru
svokölluð iðnaðarensím sem
keypt eru erlendis frá. Þessi
vinnsla er tiltölulega einföld og
eru vinnslutilraunir að hefjast
með að vinna skötu á þennan hátt
í nokkrum mæli. Á ári hverju
mun vera hent u.þ.b. 2.000
tonnum af tindaskötu sem kemur
sem aukaafli en ekki er vitað hve
mikið magn er hægt að veiða sé
gert út á þennan fisk sérstaklega.
Þessi fiskur er mikið lostæti,
gómsætur og vafalaust hægt að
vinna hann á ýmsa vegu.
5. Lokaorð
Á Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins starfa um 50 manns. Við
rekum útibú á Isafirði, Akureyri
og Neskaupstað auk þess sem við
önnumst daglegan rekstur útibús
fiskvinnslufyrirtækjanna í Vest-
mannaeyjum. Á stofnuninni
starfa efnafræðingar, matvæla-
fræðingar, örverufræðingar, verk-
og tæknifræðingar, viðskiptafræð-
ingur auk vel þjálfaðs rannsókna-
fólks.
Stofnunin hefur yfir margvís-
legum tækjabúnaði að ráða sem
hentar til vöruþróunar og tilrauna-
vinnslu. Sumt afþessumtækjumer
unntað leigja úttil fyrirtækjanna.
Tilraunaeldhús er starfrækt þar
sem unnið er að nýjum afurðum.
Við leggjum áherslu á vöruþró-
unarverkefni í samvinnu við ein-
staklinga eða fyrirtæki. Þannig
verkefni eru unnin samkvæmt
fyrirfram gerðum samningum og
farið er með niðurstöður sem
trúnaðarmál. Stofnunin getur
boðið fyrirtækjum eða einstak-
lingum upp á aðstöðu og aðstoð
við eigin tilraunaframleiðslu í
rúmgóðum vinnslusal. Menn
verða hins vegar hér eftir sem
hingað til að bera sig eftir björg-
inni.
Ég hef í þessu erindi leitast við
að sýna fram á að þróunarmögu-
leikar í fiskvinnslu og sjávarút-
vegi okkar eru enn þá langt fra
því að vera fullnýttir. Með góðri
samvinnu sölusamtaka, fram-
leiðslufyrirtækja og rannsókna-
stofnana getum við færst nær þvl
marki.
í þessu erindi hefur verið stuðst
við ýmsar skýrslur starfsmanna
Rf, einkum Sigurjóns Arasonaú
Guðmundar Þóroddssonar,
Hannesar Árnasonar, Björns
Guðmundssonar og Guðmundar
Stefánssonar.
Höfundur er forstöðumaður Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins.
Tilraun meö skrápflettingu á skötuböröum.