Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 18
358 ÆGIR 7/89 er þó flóknara en þetta. Líklegt er að til skamms tíma sé útgerðar- mönnum meiri akkur í að leigja sér kvóta ef skipin eru ekki fullnýtt: Ps = Fú*i/(1-r+) Ps = Leiguverð kvóta r = Fastur kostnaður 200 milljónir*0.05/0.8=12.5 milljónir króna, eða leiguverð kvóta 9.40 kr/kg. Útgerðarmaður getur því á virkum kvótamarkaði lagt skipum sínum og leigt út kvóta á 9.40 kr/kg, eða haldið áfram veiðum og tekið á leigu kvóta. Kostirnir ættu að vera jafnir fyrir meðaljóninn, sem þýðir að þeir sem betur eru hæfir til að reka útgerð myndu hagnast á að taka á leigu kvóta og hinir lakari hagnast á að leigja út kvóta. („Betur hæfir" er þó varla rétta orðið, um getur verið að ræða góða vetrarvertíð sunnanlands sem gerði t.a.m. Vestmanneyingum kleift að ná afla á ódýrari hátt en öðrum væri mögulegt). Rétt er að taka fram að mikil- vægar stærðir í þessu einfalda dæmi eru ekki mælanlegar í raun. T.a.m. verður stærð æskilegs veiðiflota aldrei nema ágiskun. Hér er reiknað með 15% minni flota, en nefndar hafa verið mun hærri hlutfallstölur. Fastur kostn- aður upp á 20% er önnur stærð sem er mjög mismunandi eftir gerð og aldri skipa og erfitt að henda reiður á „réttri" tölu. Til lengri tíma litið er sala á kvóta jafngild leigu hans þar sem sú eign sem í kvótanum liggur er jafngild uppsöfnuðum leigu- tekjum að teknu tilliti til vaxta. Og kvótakaup lúta sömu lögmálum og leiga kvóta, þannig að menn eru því líklegri til að sjá sér hag í að selja skip og þar með kvóta, sem skip þeirra og möguleikar til að nýta sér kvótann með veiðum eru lakari. Hagur þjóðarbúsins í heild mundi þannig batna, þar sem veiðarnar væru reknar með ódýrari hætti. Forsendur og gögn Áður en farið er út í að rekja hvernig viðskipti með kvóta milli landshluta hafa verið, er rétt að gera frekari grein fyrir forsendum og gögnum sem athugunin byggir á. Cögnin eru: skipaskrá Fiskifé- lags íslands, grunnaflamark allra skipa og reiknistuðlar þorskígiIdis útreiknings. Síðasttöldu gögnin eru gefin út af sjávarútvegsráðu- neyti fyrir hvert ár. Aflamark skipa er reiknað til þorskígilda og einungis sá kvóti talinn sem heyrir undir kvótakerfi fyrir botnfisk, og djúprækju árið 1988. Skip sem hafa sérveiðiheim- ildir eru því mæld með lægra afla- marki en í raun er. Síðasta atriðið hefur þó sennilega ekki áhrif á hlutföll milli landshluta, þar sem kaup og sala skipa milli landshluta virðist vera óháð þeim sérveiði- heimildum sem skipið hefur og kemur það heim og saman við athuganir sem benda til að leigu- markaður kvóta sé mjög öflugur. Hverju skipi er síðan úthlutaður kvóti eins og grunnaflamark þess er á því ári sem viðskiptin eiga sér stað. Þannig að sóknarmarks- skipum er úthlutaður kvóti eins og grunnaflamark þeirra segir til um á því ári sem skipið er selt. Þorskurinn er yfirgnæfandi að magni í aflamarkinu og í breyt- ingum á veittu aflamarki vegur % breyting í þorski að jafnaði 6 a móti 4 á móti sömu % breytingu hinna tegundanna. Taka skal fram að mikil aukning kvóta 1988 er vegna djúprækju sem féll undir kvóta á árinu með nýjum lögum- Skipa- og kvótatilfærslur 1984 Á árinu 1984 voru skipasölur 64 og meðalkvóti í sölu var 226 þorsk- ígildistonn, dreifing kvóta var eins og lesa má í töflu 2. í töflu 2 og þeim töflum öðrum sem settar eru upp og sýna kvótatilfærslur með skipasölum gegnum öll ár kvótans, geta lesendur reiknað út hver netto- breyting hefur orðið á kvótaeig11 hvers landshluta með því að taka viðkomandi samtölu úr línu lárétt sem sýnir hve mikill kvóti hefur verið seldur frá landshlutanum á árinu og dregið frá samtölu í ló&' réttum dálki merktum „TIL". Sem dæmi úr töflu 2: nettótiIfærsl^ kvóta til Austfjarða 1984: 3.796 tn-1.999 tn = 1.797 þorskígildis: tonn, sem er það magn sem kvoti Austfirðinga hefur aukist um 3 árinu. c Alls er verslað með 3.3% heildarkvótanum. Langmestu vi skiptin eiga sér stað á Reykjanesu einungis tilflutningar inna Tafla 2 Kvótatilfærslur milli landshluta með skipasölum 1984 SL RN VL VF NV NE Austf. TIL SUÐURL. 0 295 86 0 0 440 930 1751 REYKJAN. 0 2105 0 423 248 636 0 824 VESTURL. 307 112 0 405 0 0 0 1 ?S6 VESTF. 227 805 0 97 84 23 0 1824 NORÐ-V. 288 542 0 0 0 0 994 NORÐ-E. 1140 86 425 0 0 0 0 ■37 96 AUSTF. 513 3034 60 0 0 114 75 14494 FRÁ: 2475 6979 571 925 332 1213 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.