Ægir - 01.07.1989, Side 28
368
ÆGIR
7/89
færði íslendinga í hóp efnaðri
þjóða að stíga sín bernskuspor. í
reikningum Samábyrgðar er hægt
að lesa söguna til dagsins í dag.
Milli stærri fiskiskipaflota og meiri
velmegunar þjóðarinnar hefur
gegnum tíðina verið náið sam-
hengi.
Arið 1953 voru verðmæti þau,
sem skip tryggðu fyrir hjá Sam-
ábyrgð 237 milljónir króna. Árið
1968 550 skip að vátrygginga-
verðmæti 1.850 milljónir kr. og á
árinu 1988 660 skip, þar af 10
frumtryggð og 650 endurtryggð að
verðmæti 11.762 milljónir króna.
Skipum hefur á þessum áttatíu
árum ekki einungis fjölgað gríðar-
lega mikið, heldur hefur og verð-
mæti þeirra sífellt orðið meira
vegna aukins tækjabúnaðar.
Öll skip, 100 rúmlestir að stærð
og minni, eru tryggð hjá fyrirtæk-
inu, sömuleiðs eru skip Skipaút-
gerðar ríkisins og Hafrannsókna-
stofnunartryggð hjá Samábyrgðinni.
Innan vébanda Samábyrgðar-
innar eru nú 6 bátaábyrgðarfélög:
Vélbátaábyrgðafélagið Grótta,
Bátatrygging Breiðafjarðar, Vél-
bátaábyrgðafélag ísfirðinga, Vél-
bátatrygging Eyjafjarðar, Skipa-
trygging Austfjarða og Vélbáta-
trygging Reykjaness.
Með lögum frá 29. apríl 1958
var stofnuð deild innan Sam-
ábyrgðarinnar, Bráðafúadeild,
sem annaðist vátryggingar allra
tréfiskiskipa gegn tjónum af
völdum bráðafúa. Bráðafúa-
deildin starfaði þar til 1. júlí 1987
að Aldurslagasjóður fiskiskipa var
stofnaður og yfirtók allar eignir og
skuldbindingar deildarinnar. Til-
gangur Aldurslagasjóðs er aðal-
lega að greiða fyrir því með bóta-
greiðslum að gömul og óhentug
fiskiskip verði tekin úr notkun og
þeim eytt og aflar sjóðurinn tekna
með árgjöldum frá fiskiskipa-
flotanum.
Frá árinu 1970 hefur Sam-
ábyrgðin annast slysatryggingar
sjómanna, ábyrgðatryggingar
útgerðarmanna og farangurstrygg-
ingar skipshafna.
Eins og flestir vita er starfsemi
Samábyrgðarinnar til húsa að Lág-
múla 9, sem sést á mynd í grein-
inni. En Samábyrgðin keypti árið
1967 eina hæð í húsi sem Bræð-
urnir Ormsson höfðu látið reisa.
Jón Gunnarsson var fyrsti for-
stjóri Samábyrgðarinnar eins og
fyrr var rakið og gegndi hann því
starfi til ársins 1935, en þá tók við
sem forstjóri Carl Finsen og stjórn-
aði hann Samábyrgðinni til 1940.
Sigurður Kristjánsson alþingis-
maður Reykvíkinga var síðan for-
stjóri næstu 16 ár, eða til ársins
1956, en þá tók sonur hans og
núverandi forstjóri við starfinu og
hefur stjórnað Samábyrgðinni á
farsælan hátt síðan.
Með lögum frá 28. aprfl 1967
var stjórn Samábyrgðarinnar
breytt á þann veg að í stjórninni
sitja fimm menn og jafnmargir til
vara. Ráðherra skipar þrjá menn í
stjórn, tvo eftir tilnefningu Lands-
sambands íslenskra útgerðar-
manna og einn án tilnefningar og
á sama hátt þrjá í varastjórn. Báta-
ábyrgðafélögin, þau sem Sam-
ábyrgðin endurtryggir fyrir, kjósa
tvo stjórnarmenn og tvo til vara.
Eftir lagabreytinguna 1967 hafa
eftirtaldir menn verið stjórnarfor-
menn Samábyrgðarinnar:
Matthías Bjarnason fv. ráð-
herra, Jón Árnason alþingismaður,
Ágúst Flygering útgerðarmaður,
Birgir Finnsson fv. alþingismaður,
og Sveinn Hjörtur Hjartarson hag-
fræðingur.
Stjórn Samábyrgðarinnar hefur
jafnan að mestum hluta verið
skipuð útgerðarmönnum eða
mönnum í nánum tengslum við
útveginn á hverjum tíma. Núver-
andi stjórn Samábyrgðarinnar er
skipuð þessum mönnum:
Sveinn Hjörtur Hjartason hag-
fræðingur, formaður, Ásgrímur
Halldórsson framkvæmdastj-
varaformaður, Finnur Jónsson
útgerðarmaður, Egill Þorfinnsson
framkvæmdastjóri, og Hjálmar
Styrkársson framkvæmdastjóri.
Að lokum vill Ægir og Fiskifélag
íslands óska Samábyrgðinni vel-
farnaðar á þessum tímamótum/
um leið og við þökkum ánægju'
legt samstarf um langt árabi I.