Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1989, Side 48

Ægir - 01.07.1989, Side 48
388 ÆGIR 7/P9 NÝ FISKISKIP LL2 Hálfdán í Búð ÍS 19 /VýH tveggja þilfara fiskiskip bættist við fiskiskipa- flotann 8. maí s.L, en þann dag kom Hálfdán í Búð ÍS 19 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Isafjarðar. Skipið er nýsmíði nr. 227 hjá Lunde Varv och Verks- tads í Ramvik í Svíþjóð, en er hannað hjá Skipatækni h.f., Reykjavík. Hálfdán í Búð ÍS er þriðja skipið sem umrædd stöð smíðar fyrir Islendinga, hin fyrri eru Skúmur GK (kom í desember '87) og Bliki EA (kom í október '88). Skipið er sérstaklega hannað til línu- og togveiða (afturbyggt) og er með búnað til að frysta afla um borð. Hálfdán í Búð ÍS er í eigu Norðurtangans h.f., Isa- firði. Skipstjóri á skipinu er Skarphéðinn Gíslason og yfirvélstjóri er Hörður Steingrímsson. Framkvæmda- stjóri útgerðar er Jón Páll Halldórsson. Hálfdán í Búð kemur ístað Víkings IIIÍS 280 (127), 149 brl. stálfiski- skips, smíðað í Noregi árið 1964. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki •i' 1A1, Stern Trawler, lce C,>i<MV. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut og skutrennu upp á efra þilfar, opinn hvalbak fremst á efra þilfari, og þilfarshús og brú rétt aftan við miðju. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hrágeymar fyrir brennsluolíu ásamt hliðarskrúfurými; fiskilest ásamt keðjukö sum fremst í síðum og botn- og síðu- geymum fyrir brennsluolíu; vélarúm með botn- geymum t’yrir ferskvatn; og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu ásamt stýrisvélarrými. Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir sjókjölfestu og þar fyrir aftan íbúðarými, sem fremst nær yfir breidd skipsins, en aftantil meðfram b.b. síðu. Aftan Mesta lengd ......................... 36.60 m Lengd milli lóðlína (HVL) ........... 32.45 m Lengd milli lóðlína (perukverk) 30.22 m Breidd (mótuð) 8.17 m Dýpt að efri þilfari 6.40 m Dýpt að neðra þilfari ................ 3.78 m Eiginþyngd 480 1 Særými (djúprista 3.78 m) ............. 657 t Burðargeta (djúprista 3.78 m) 177 t Lestarrými ............................ 240 m3 Brennsluolíugeymar (með daggeymi) ....................... 87.4 m Ferskvatnsgeymar 13.6 m Sjókjölfestugeymir 9.4 m Rúmlestatala 252 brl. Skipaskrárnúmer 1989 við og til hliðar við íbúðir er vinnuþilfar með fiskmot' töku aftast fyrir miðju og þar aftan við er geymsH (dælurými). S.b-megin við fiskmóttöku og geymslu er línugangur, en b.b megin vélarreisn, verkstæði og netageymsla. Á efra þilfari er opinn hvalbakur úr áli frenist. Aftan við miðju á efra þilfari eru þilfarshús beggja niegin' rofin af togbraut, s.b.-megin dælurými og b.b.-meg111 Myndin sýnir togbraut undir brú. Ljósmyndir meö grein: Tæknideild /JS.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.