Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 48

Ægir - 01.07.1989, Blaðsíða 48
388 ÆGIR 7/P9 NÝ FISKISKIP LL2 Hálfdán í Búð ÍS 19 /VýH tveggja þilfara fiskiskip bættist við fiskiskipa- flotann 8. maí s.L, en þann dag kom Hálfdán í Búð ÍS 19 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Isafjarðar. Skipið er nýsmíði nr. 227 hjá Lunde Varv och Verks- tads í Ramvik í Svíþjóð, en er hannað hjá Skipatækni h.f., Reykjavík. Hálfdán í Búð ÍS er þriðja skipið sem umrædd stöð smíðar fyrir Islendinga, hin fyrri eru Skúmur GK (kom í desember '87) og Bliki EA (kom í október '88). Skipið er sérstaklega hannað til línu- og togveiða (afturbyggt) og er með búnað til að frysta afla um borð. Hálfdán í Búð ÍS er í eigu Norðurtangans h.f., Isa- firði. Skipstjóri á skipinu er Skarphéðinn Gíslason og yfirvélstjóri er Hörður Steingrímsson. Framkvæmda- stjóri útgerðar er Jón Páll Halldórsson. Hálfdán í Búð kemur ístað Víkings IIIÍS 280 (127), 149 brl. stálfiski- skips, smíðað í Noregi árið 1964. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki •i' 1A1, Stern Trawler, lce C,>i<MV. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut og skutrennu upp á efra þilfar, opinn hvalbak fremst á efra þilfari, og þilfarshús og brú rétt aftan við miðju. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hrágeymar fyrir brennsluolíu ásamt hliðarskrúfurými; fiskilest ásamt keðjukö sum fremst í síðum og botn- og síðu- geymum fyrir brennsluolíu; vélarúm með botn- geymum t’yrir ferskvatn; og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu ásamt stýrisvélarrými. Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir sjókjölfestu og þar fyrir aftan íbúðarými, sem fremst nær yfir breidd skipsins, en aftantil meðfram b.b. síðu. Aftan Mesta lengd ......................... 36.60 m Lengd milli lóðlína (HVL) ........... 32.45 m Lengd milli lóðlína (perukverk) 30.22 m Breidd (mótuð) 8.17 m Dýpt að efri þilfari 6.40 m Dýpt að neðra þilfari ................ 3.78 m Eiginþyngd 480 1 Særými (djúprista 3.78 m) ............. 657 t Burðargeta (djúprista 3.78 m) 177 t Lestarrými ............................ 240 m3 Brennsluolíugeymar (með daggeymi) ....................... 87.4 m Ferskvatnsgeymar 13.6 m Sjókjölfestugeymir 9.4 m Rúmlestatala 252 brl. Skipaskrárnúmer 1989 við og til hliðar við íbúðir er vinnuþilfar með fiskmot' töku aftast fyrir miðju og þar aftan við er geymsH (dælurými). S.b-megin við fiskmóttöku og geymslu er línugangur, en b.b megin vélarreisn, verkstæði og netageymsla. Á efra þilfari er opinn hvalbakur úr áli frenist. Aftan við miðju á efra þilfari eru þilfarshús beggja niegin' rofin af togbraut, s.b.-megin dælurými og b.b.-meg111 Myndin sýnir togbraut undir brú. Ljósmyndir meö grein: Tæknideild /JS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.