Ægir - 01.07.1989, Qupperneq 60
400
ÆGIR
7/89
tekið í heild, þá sé um talsverðan
hagnað að ræða. Hér er fremur
lagst á þá sveif að Landsvirkjun
hafi nokkurn hagnað af við-
skiptunum. Hitt hefur verið greini-
legt gegnum árin að afkoma
Landsvirkjunar er fasttengd geng-
inu þar sem vextir af erlendum
skuldum er helsti gjaldaþáttur
fyrirtækisins.
Til að skýra betur þann vöxt
sem hefur verið í sjávarútvegi á
síðustu tuttugu árum og sérstak-
lega í kjölfar farsællar lausnar
landhelgisdeilunnar, þá er sett
fram á línuriti vöxtur fiskveiða síð-
ustu 14 ára. Auk þess er á línurit-
inu það magn í þorskígildum sem
aflaðist á fengsælasta árinu fyrir
þann tíma, eða árið 1965. Taka
skal fram að þróun afurðaverðs
sjávarafurða hefur verið á þann veg
að íslendingar fá sífellt meiri vörur
fyrir hvert þorskígildistonn. Hér
kemur margt til, en nefna má
stöðugt betri meðferð aflans, nýjar
afurðir, greiðari flutningar milli
landa o.m.fl. Hitt skiptir þó mestu
að aukin eftirspurn eftir fiski vegna
jákvæðrar umræðu um gildi
neyslu hans sem heilsugjafa hefur
valdið mikilli verðhækkun. Ekki
má heldur láta sér skjótast yfir þau
verðáhrif sem hafa orðið vegna
mikillar efnahagslegrar velgegni
mestu fiskneysluþjóðar heims.
Áhrif Japana á heimsmarkaðsverð
á sjávarafurðum vaxa í sama mæli
og áhrif þeirra á efnahagslíf heims-
ins. Þegar til lengri tíma er litið
hefur hefðbundið neyslumunstur
þeirrar þjóðar sem forystu hefur
náð í alþjóðaviðskiptum, orðið
útflutningsvara. Hvort fiskréttir
Japana nái alþjóðavinsældum í stíl
við enskan morgunverð eða amer-
íska hamborgara skal ósagt látið.
Á línuritinu eru því þorskígild-
istonn ársins 1965 ekki fyllilega
sambærileg við þorskígildistonn
1 988. Án þess að gerð sé á því sér-
stök athugun verður ekki Ijóst hve
mikill munur er á raunvirði þorsk-
ígiIdistonns í dag og fyrir tuttugu
árum en ekki virðist ólíklegt að
láta muni nærri að raunverð per
kg af þorski upp úr sjó hafi tvöfald-
ast á þessum árum. Við lauslegan
samanburð á verði á nokkrum
innfluttum vörutegundum áranna
1965 og 1988, og verði á út-
fluttum frystum þorskflökum sömu
ár, fékkst eftirfarandi breyting
verðhlutfalla:
Fryst
þorskflök/
Korn
Tóbak ...
Timbur
Kaffi ....
Olía
Verðhlutföll
.... 2.6
.... 1.1
.... 2.2
.... 1.6
.... 0.9
Þannig að af nokkrum vöruteg-
undum völdum af handahófi, er
olían sú eina sem hefur hækkað í
verði miðað við fisk og stafar sú
hækkun að nokkru leyti af breyttri
samsetningu innfluttra eldsneytis-
tegunda, töluvert hærra hlutfall
bensíns í innflutningi 1988, en var
á árinu 1965. Líklegt er að ítarlegri
úttekt gefi mjög svipaða mynd af
verðþróun, það er engin tilviljun
að bifreiðainnflutningur hefur
þrefaldast á þessum tuttugu árum
og ferðalög íslendinga til sólar-
landa margfaldast. Af þessum
tölum og af þróun aflaverðmætis
sem lesa má út úr línuritinu getum
við séð í stórum dráttum að hve
miklu leyti sjávarútvegur stendur
undir hagvexti síðustu tveggja ára-
tuga.
Það er kaldhæðnisleg stað-
reynd, í Ijósi almennrar umræðu
þessa dagana, að sennilega þarf
ekki annað til þess að íslenskur
landbúnaður spjari sig án niður-
greiðslna, en að einn kjarnorku-
kafbátur farist suður á Reykjanes-
hrygg. í dag er grunnur þjóðarhags
ennþá frekar en áður reistur á
einni öflugri atvinnugrein, sjávar-
útveginum. Þessvegna eiga stjórn-
völd að kosta kapps um að hlúa að
atvinnugreininni og enga áhaettu
að taka sem gæti valdið hruni í
greininni.
Fólk í landinu og sér í lagi þeir
fjölmiðlamenn sem matreiða
fréttir í okkur, ættu að hafa í huga
að afkoma starfsmanna og fyrir".
tækja í sjávarútvegi ráðast at
fjórum meginstærðum. í fyrsta lag1
af ástandi fiskstofna, í öðru lagi a
verði á erlendum markaði, þriðja
lagi af hagræðingu innan fyrir'
tækja í sjávarútvegi og fjórða og
síðasta lagi af skráðu gengi krón-
unnar. Þjóðin getur, hvernig seni
að rekstrinum er staðið og v'ð
bestu náttúruleg skilyrði og haesta
verð á erlendum markaði, blóð-
mjólkað atvinnugreinina. Það er
grátlegt að lesa greinar eftir ve'
þenkjandi menn sem halda þvl
fram að sjávarútvegur sem sé rekm
með styrkjum af almannafé °S
hallarekstri við hámarksverð og
hámarksafla sé lýsandi dæmi um
skort á rekstrarhagræðingu. Máli
er einfalt, þjóð flytur þá vöru u
sem hún stendur h I utfal IsleS3
fremst í framleiðslu á. íslendingar
flytja út sjávarafurðir vegna þeSS
að sú vara er framleidd með hag
kvæmustum hætti í landinu. E,n
bestu fiskimið heimsins eru grunn
auðlindin, en margar aðrar þj° ,
eiga góð fiskimið án þess að na
viðlíka árangri. Hvaða ályktn
getum við dregið af þeirri sta
reynd?
a.a.