Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 9
10/89 ÆGIR 513 ekki ólíklegt að hann geri V-NV byljóttan hörkustorm á Norðfirði sem varir þó oftast aðeins um skamma hríð. S-SA er oft góð átt fyrir sjósókn hér um slóðir og Fjörðurinn vel varinn fyrir þeim attum. Eftir að vélbátar komu til sög- unnar uppúr aldamótum var fljót- lega farið að huga að bryggju- smíðum. Svonefndar skotbryggjur voru fyrstu bátabryggjurnar. Hjá verslun Sigfúsar Sveinssonar var reyndar komin hafskipabryggja á fyrstu árum aldarinnar, enda hafði verslunin með höndum bæði inn °g útflutning. Sömuleiðis átti Konráð Hjálmarsson kaupmaður ^ryggju en hún var þó minni. Síðan var farið að byggja búkka- ^ryggjur fyrir bátana og reka niður staura. Og smátt og smátt varð þróunin sú að hver útgerð átti sinn skúr og sína bryggju, auk bátsins. Myndin frá 1939 sýnir ástandið ' Neskaupstað á skemmtilegan hátt, en þá töldust bryggjur vera um 40 talsins. Síðar breyttist þetta. Eftir stríð fækkaði þessum bryggjum ört. Bátarnir stækkuðu. Togarar komu og það þurfti betri aðstöðu. Bæjarbryggjurnar tvær sem eru trébryggjur undan miðjum bænum leystu vandann um hríð. En á árunum 1963—1964 var byggður stálþiIsbakkinn sem er neðan við kirkjuna. bar koma skip gjarna að sem 8era vilja stuttan stans. Ríkisskip hefur þar aðstöðu og bátar sem ei§a stutt erindi koma þar oftast við. Og verulegur hluti útflutnings fyr þar um, t.d. saltfiskur og freð- hÆur. Á tímabili var áformað að -Vggja lokaða höfn úr þessum stálskipsbakka og út í Neseyrina. En frá því var horfið og aðalhöfnin 1 utt inní Vindheim. Þar var byrjað að byggja hafnarmannvirki rétt yrir 1970 og eftir snjóflóðin miklu Sem fé||y |-,ér rétt fyrir jól 1974 h°mst mikill skriður á þessar fram- v®mdir. Og nú má segja að við búum við góð hafnarskilyrði. Og það er löngu aflagt að sjómenn þurfi í verstu veðrum að halda sjó á firðinum vegna þess að ekki er nægileg vörn í hafnarmannvirkj- unum. Jaktin Jóseph Árið 1861 var gerð fyrsta tilraun til að gera út þilskip á Norðfirði. Þá keyptu nokkrir efnabændur jakt til hákarlaveiða, en það var einn þriggja þess konar setubáta, er gerðir höfðu verið út frá Djúpavogi eða Berufirði, eins og segir í skráningarskýrslu, og jafnframt þeir einu um þetta leyti í Suður-Múlasýslu. Þeir sem að kaupunum stóðu voru Hinrik Hinriksson, prestur á Skorrastað, Bjarni Stefánsson, hrepp- stjóri á Ormsstöðum, Brynjólfur Einarsson, bóndi á Skálateigi og Jón Þorsteinsson, bóndi á Kirkjubóli. Jaktin hét „Jóseph", smíðuð á Borg- undarhólmi 1838, skráð 4 commerse læster, eða yfir 10 tonn að nú- tíðarmælingu. , Þetta ár gekk útgerðin illa, og öfluðust aðeins 70 tunnur af hakarls- lifur á sama tíma og hin skipin fengu 350 tunnur hvort. Var orsökin talin sú að formaður væri lítt vanur og útbúnaður fremur léttvægur. Undir vetur þegar vertíð lauk, var Jóseph fleytt inn um árós Norð- fjarðarár og ráðið til hlunns á litlum eyrarodda að norðanverðu í ósnum, þar sem síðan heitir Jósepseyri. Á vertíðinni 1862 mun Jóseph hafa verið siglt til Beruf|arðar, vegna þess að á þeim slóðum þótti von meiri afla. Sagan segir, aðeinhverju sinni á meðan á úthaldinu stóð hafi bátnum verið lagt að, þar sem klappir eru meðfram landi, en skipverjar gengið heim til bæjar að fa sér hressingu. Á meðan hvessti og sleit bátinn frá og rak upp í fjöru. Þegar að var komið, var hann svo laskaður, að hann var aldrei sjó- settur síðan." Brot úr óbirtri Norðfjarðarsögu eftir Ögmund Helgason Franskur sjómaður í fjörunni þar sem miðbær Neskaupstaðar er nú. Norflfjöröur /?0f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.