Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 14
518 ÆGIR 10/89 lagði upp á Hornafirði og skip- stjóri var Ari Sigurjónsson. Rækjuveiðar höfum við ekki lagt fyrir okkur fyrr en allra síðustu ár að Beitir NK-123 hefur stundað þær veiðar en mjög stopult þó. Á miðjum 8. áratugnum veiddi Börkur NK-122 talsvert af makríl við Hjaltland og flutt heim til bræðslu. Börkur var sendur til kolmunna- veiða árið 1974 suður fyrir Fær- eyjar og á miðin vestur af Islandi. Þær veiðar gengu ekki sem skyldi, kannski vegna óheppilegra veið- arfæra. En seinna, eða á árunum 1976-1981 var stundum um um- talsverða kolmunnaveiði að ræða. Líklega hafa þær veiðar gengið best 1977. Þá gekk kolmunni uppá landgrunnið hér úti af norðanverðum Austfjörðum. Börkur fékk þá rúmlega 3000 tonn á tuttugu dögum en fór úr góðu fiskiríi til loðnuveiða vegna þess að kolmunnaverðið þótti of lágt. En kannski á Svend Foyn hval- veiðimaður og grosser frá Noregi sérkennilegasta og einstæðasta sporið í norðfirskum sjávarútvegi. Hann var þekktasti hvalveiði- maður Norðmanna á ofanverðri síðustu öld. Árið 1883 reisti hann hvalstöð, hafnarmannvirki og íveruhús við Norðfjörð innanverð- an, rétt fyrir utan þar sem frystihús S.V.N. er nú. Það ár veiddu hann og menn hans einn hval. En skömmu seinna reif hann allt niður og flutti burtu aftur. Ástæðan var sú að samkvæmt gildandi lögum þess tíma átti hann að afla sér dansks ríkisborgara- réttar og stunda veiðarnar undir dönskum fána. „Ég hef siglt undir norsku flaggi síðan ég byrjaði til sjós og undir öðru flaggi kem ég ekki til með að sigla", sagði Svend Foyn. Til gamans má geta þess að enn sjást skýr merki um þennan garp og þennan eina hval sem hann veiddi í Neskaupstað. Svo sem 100 m utan við fiskvinnslustöð S.V.N. sést á fjöru grjóthleðsla sem fyrir meira en öld var partur af hafnarmannvirkjun Svend Foyn. Ekki alltaf heima Fjarvistir sjómanna að heiman urðu oft miklar. Norðfirskir sjó- menn og útgerðarmenn töldu sig lengst af þurfa að fara með báta sína á vertíð úr byggðarlaginu. Sömuleiðis var oft verið á síld fyrir norðan lengi sumars. Frá Horna- firði réru norðfirskir bátar líklega óslitið frá 1917-1954. Flestirvoru þeir 1945 eða 14 talsins. Frá ýmsum höfnum sunnanlands gerðu þeir út árin 1906 og framundir 1970. Um var að ræða hafnir eins og Sandgerði, Grindavík, Hafnar- fjörð, Keflavík, Vestmannaeyjar o.fl. staði. En stundum var gert víðreistara, togararnir fóru stundum í Hvítahaf- ið, að V og A Grænlandi, til Labrador og Nýt’undnalands að leita fiskjar. Um margra ára skeið stunduðu norðfirskir bátar síld- Útsvarsupphæb Bull og helstu kaupmanna í Norðfjarðarhreppi árin 1901-1912 (upphæö í krónum og aurum) 1901 1902 1903 1904 1905 1906 1907 1908 1909 1910 1911 1912_ M.C. Bull Versl. Gísla 675.22 1655.13 1705.13 1355.22 1308.50 1058.37 2108.10 2623.29 3222.72 2880.60 3199.22 2014.40 Hjálmarss. Versl. Gísla og Konráðs Hjálmars- 39.16 26.45 19.83 77.64 19.93 86.38 201.01 202.10 101.53 sona 420.00 386.62 35.00 Versl. Konr. Hjálmars. Versl. Þor- bjargar Runólfsd. 250.00 502.73 660.00 700.00 751.17 553.06 (versl.Sig.Sv.) Fjöldi út- 212.00 250.00 170.72 201.63 192.46 222.88 311.89 352.30 576.62 804.02 703.20 svarsgr. í 208 hreppnum Álagt heild- 168 152 156 145 169 201 206 192 184 198 211 ar útsvar í Norðfjarða- hreppi 1846.45 2777.48 2910.31 2778.63 3118.39 3435.39 4656.35 4599.57 5747.57 6430.00 7149.06 5052.60 M.C.Bull var meö Hvalstöð í Hellisfirði og takið eftir hver stór hluti útsvaranna kom frá hvalveiðum eða oft meira en 50%. Úr S/o mannadagsblaði Neskaupstaðar. Smári Ceirsson 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.