Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 15
10/89 ÆGIR 519 veiðar í Norðursjó, en áður höföu þeir elt hana allt norður til Sval- barða eins og aðrir. En líklega er Börkur sá bátanna sem farið hefur vföast til fiskveiða. Auk þess að hafa stundað hér veiðar allt í kringum landið hefur hann gert vföreist. Báturinn hefur veitt síld °g makríl við Hjaltland og í Norðursjó. Hann hefur stundað kolmunnaveiðar við Færeyjar og þar suður í hafi. Sömuleiðis hefur Tafla 4 Fjöldi Norðfjarðarbáta á Flomafjarðarvertíðum Ár Fjöldi 1917 5 1919 6 1928 12 1930 10 1935 4 1941 9 1945 14 1950 3 1954 1 Heimildir: Byggðasaga Austur- Skaftafellssýslu. Ægir. Tafla 5 Fjöldi Norðfjarðarbáta á —. vertíðum sunnanlands Ár 1932 Fjöldi 2 1938 5 1939 7 1940 15 1947 6 1950 4 1954 8 1955 8 1956 8 1957 10 1960 9 1963 6 -— 1966 5 ^eimildir: Sigurður Hinriksson. 'ðtal 8/8 1980. Austurland. /Fgir. hann reynt kolmunnaveiðar á Dohrnbanka. Hann var í Hvítahaf- inu um tíma við loðnuveiðar. En lengst fór hann árið 1974 þegar báturinn var við Afríku-strendur við veiðar á markríl o.fl. tegund- um. Auk þessara fjölbreytilegu veiða á margvíslegum veiði- slóðum hefur báturinn um margra ára skeið flutt ferskan fisk frá öðrum skipum S.V.N. á markað í Bretlandi, Færeyjum og Þýska- landi. Og loðnu sem veidd hefur verið hér við land hefur hann stundum flutt til Færeyja, Noregs og Danmerkur. En nú hin síðari ár Sjósókn frá Hornafirði „Sjósókn frá Hornafirði var allt öðru vísi en frá Suðurnesjum vegna veðráttu og strauma. Það lá margt miklu betur við á Suðurnesjum þó álíka langt væri á miðin. Landtaka var t.d. mun betri í Sandgerði þó ekki væri hún góð. Ef ekki var einsýnt veður á Hornafirði var yfirleitt ekki farið í róður á morgnana á meðan bátar voru litlir fyrr en bjart var orðið og sást út að ósnum. Aðstaða í landi var hinsvegar mun betri á Hornafirði en í Sandgerði. T.d. gátu áhafnir gengið frá bátum sínum við bryggju á Hornafirði en í Sandgerði þurfti að leggja bát- unum við legufæri úti á höfninni. Þá var verbúðaraðstaða á Horna- firði betri. Þegar farið var á veiuðir fyrir seinna stríð var allur afli bátanna salt- aður. Hver útgerð hafði auk sjómannanna landmenn á sínum snærum, sem sáu um að beita og verka aflann. Eftir því sem vertíð- arbátarnir stækkuðu jókst það að Norðfjarðarbátarnir flyttu aflann heim frá Hornafirði, en aðeins einu sinni man ég eftir að norðfirskur útgerðarmaður flytti saltfisk heim frá Sandgerði. Það gerði Ölver Guðmundsson útgerðarmaður Þráins á vertíðinni 1940. Leigði hann vélskipið Dagnýju til að annast flutningana fyrir sig. Þegar farið var að flytja afla bátanna út ferskan og ísaðan á stríðs- árunum var landmönnum venjulega fækkað um einn og bætt við einum sjómanni og voru þá fimm menn um borð í bátunum. Nú var venjulega farið til vertíðar í upphafi árs, en hvernig var útgerð háttað frá Norðfirði að vertíð lokinni hjá þeim bátum sem þorskveiðar stunduðu? Þegar farið var til Hornafjarðar á vertíð var venjulega farið um mánaðamót febrúar-mars. Eftir að bátar stækkuðu var þó stundum farið fyrr, eða um miðjan febrúar. Hornafjarðarvertíð stóð venjulega fram í miðjan apríl, en þó var það nokkuð misjafnt. Að lokinni vertíð var haldið heim til þess að taka á móti hinu svokallaða vorhlaupi en svo nefndist fiskigangan þegar hún kom að sunnan og gekk norður með Austurlandi. Oftast hófust veiðarnar úr vorhlaupinu um mán- aðamótin apríl-maí, en það fór þó dálítið eftir ríkjandi veðráttu hvernig vorhlaupið nýttist. Misjafnt var hversu djúpt fiskurinn gekk með landinu og ef suðvestan átt var ríkjandi nýttust vorhlaupin verr en þegar hann lá í norðaustan og austan átt. Vorhlaupið var afar mikilvægur kjarni útgerðartímabils Norðfjarðarbáta, en þá fékkst stór og góður fiskur. Yfirleitt varaði vorhlaupið í hálfan mánuð til þrjár vikur." Óskar Sigfinnsson skipstjóri Sjómannadagsbl. Nesk. 1981
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.