Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 26

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 26
530 ÆGIR 10/89 fyrir Japansmarkað. Þetta árið hefur verið unnið að hraðfrystingu mest allt árið. Fyrirtækið áformaði að leggja áherslu á steinbítsvinnslu og réð m.a. til 3 breska handflakara. En þetta árið brá svo við að steinbíts- veiði var með minnsta móti og vinnslan því stopul vegna hrá- efnisskorts. Ness hefur flutt út það sem af er þessu ári um 500 tn. af fiski í gámum. í haust er ráðgert að frysta síld af fullum krafti og sú vinnsla hófst 11. október. Velta Ness hf. var í fyrra um 87 milljónir og starfsmenn oft um 10 manns en fór upp í 40 þegar mest var að gera í síldinni. Saltfang hf. var stofnað síðla árs 1987. Þar er starfrækt söltun, en einnig hefur verið flutt út lítils- háttar af ferskum fiski síðustu mánuði. Aflinn er keyptur af smá- bátum, en fyrirtækið á einn bát, Hlífar Pétur NK. Reksturinn hefur verið í þröngu húsnæði til þessa en nú er verið að bæta úr því. Fyrirtækið er að byggja við eldra húsið um 500 m2 byggingu þar sem koma á fyrir nútímalegum búnaði til saltfiskvinnslu, auk kæliaðstöðu. Lokaorö Þessari slitróttu samantekt um sjávarútveg á Norðfirði og í Nes- kaupstað er lokið. Auk viðtala við ýmsa og eigin reynslu og þekkingar sem í flestu er mjög svo takmörkuð er byggt á skráðum heimildum. Bókin Norð- fjörður, saga útgerðar og fisk- vinnslu, sem Smári Geirsson skráði fyrir Samvinnufélag útgerðarmanna og Síldarvinnsluna er veigamesta heimildin. Bókin kom út 1983. Sjómannadagsblað Neskaup- staðar sem er ársrit og hefur komið út síðan 1978 er einnig drjúgt til heimilda. Smári Geirsson hefur verið ritstjóri þess blaðs síðan 1981. Eins og merkingar bera með sér er mikið af myndefninu komið frá Birni Björnssyni, Ijósmyndara sem um áratugaskeið tók myndir hér í bæ og víðar. Ef menn vilja afla sér ítarlegri þekkingar og upplýsinga um norð- firskan sjávarútveg er fjölmargt að finna í ofannefndri bók Smára Geirssonar og Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar. Auk þess er Guð- mundur Sveinsson afgreiðslu- maður Ríkisskips í Neskaupstað hafsjór fróðleiks um sama efni, en hann veitir forstöðu skjala- og myndasafni Norðfjarðar. Beitusíld. Hér með tilkynnist öllum Austfirð- ingum að nú sem fyr er mikil beitu- síld (c 180 Td) að fá á frosthúsi mínu og herra Stefáns Stef- ánssonar í Norðfirði og talsvert af henni hjerveidd netasíld geymd í lokuðum járnpönnum og er því mjög góð. Gísli Hjálmarsson Þannig auglýsti Gísli Hjálnt' arsson kaupmaður árið 1910. Brimir NK 75 „Togarinn Brimir var fyrsti togari sem Norðfirðingar eignuóust. Hann var kéyptur notaður af Fiskveiðihlutafélaginu Ver í Reykjavík. Kaupin áttu sér stað 18. apríl 1936 og 12. maí kemur Brimir með fyrsta afl- ann til Neskaupstaðar, 500 skippund af þorski (saltfiski). Togarinn hét áður Ver RE 32 og var byggður í Selby í Englandi árið 1920. Skipið var 314 tn. að stærð og 42.08 m á lengd. Togarafélag Neskaupstaðar keypti skipið en að þvi stóðu ýmsir einstaklingar og félög í bænum. Bæjarstjórn hafði forgöngu um kaupin. Kaupverð togarans var kr. 145.000.00 en hlutaíé félagsins ákveðið kr. 40.000.00. Til gamans má geta þess að a.m.k. einn stjórnarfundur var haldinn um borð í skipinu (12. maí 1936). Áður en skipið var keypt til bæjarins hafði S.Ú.N. leigt það hingað til fiskflutninga. 9. ágúst 1935 samþykkti stjórn S.Ú.N. að leigja Ver til fiskflutninga um haustið „a.m.k. þrjár ferðir". Togarinn sigldi fjóra túra og fór svo héðan aftur. Brimir var á síld þau sumur sem hann var í eigu Norðfirðinga. Nótabassi .var Ingvar Pálmason og fiskaði skipið ágætlega. Á síldinni 1938 fékk skipið 12000 mál. og árið 1937 20000 mál. Bjartmar bróðir Ingvars var skipstjóri síðasta sumarið en áður hafði Guðni Pálsson verið með Brimi. Brimir tók 2.200 mál (um 300 tn.) og var sagður þrauthlaðinn með þann afla. I mars 1938 er augljóst að útgerðin hefur staðið höllum fæti. Þá er skipið leigt Skúla Thorarensen í Reykjavík. Um haustið var skipið síðan selt sama aðila og nefnt Helgafell RE 280. Fimmtudaginn 14. október 1938 sigldi Brimir héðan alfarinn. Skömmu síðar var Togara- félag Neskaupstaðar lýst gjaldþrota. Það er umhugsunarefni hver þróunin hefði orðið ef Noðfirðingum hefði haldist á Brimi fram yfir stríðsbyrjun. Góð afkoma var af útgerð togara á stríðstímabilinu en því fylgdu líka hættur. Ekki komu allir heim sem á þeim árum lögðu af stað til Bretlands með fisk. Hvað um það, 14. október 1938 lauk merkum þætti í útgerðarsögu þessa bæjar." Magni Kristjánsson Sjómannadagsbl. Nesk. 1979
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.