Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1989, Blaðsíða 10
514 ÆGIR 10/89 Norbfirski flotinn Fiskiskipaeign Norðfirðinga hefur tekið miklum breytingum frá því að fyrsti vélbáturinn var keyptur hingað árið 1904. í fyrstu var um litla opna vélbáta að ræða sem síðar voru gjarna dekkaðir. Norðfirðingar áttu fáar fiskiskútur og fer fáum sögum af útgerð þil- skipa hér um slóðir fyrr en síðar. Þó voru hér á síðustu öld þilskipið Jósep, Kútter Sigga og Norðfjörð- ur, sem var með gufuvél, og e.t.v. fleiri. En fyrr á öldinni var hér mikið um fiskiskútur frá Færeyjum og Frakklandi auk norskra, breskra o.fl. skipa. Bátarnir stækkuðu þegar leið fram á öldina og árið 1929 voru hér 39 þilfarsbátar, sá 1929 i júlí 1.-2. „Sett upp net" 4. „Unnið við fisk og hey, umsaltað". 5. „Lagður inn Labradorf. 5-6 skippund hjá Halla". 9. „Vaskað og lagt inn hjá Sæmundi". 10. „Vaskað". 11. „Náð í salt til Sigfúsar, borinn þorskur á reit". 12. „Breitt". 13. „Breitt". 14. „Beitt og róið". Úr dagbók Martein Magnússonar. Sjómannadagsbl. Nesk. 1980. J Baröi NK 120. Fyrsti báturinn í eigu Sildarvinnslunnar ht. Báturinn var í eigu fyrirtækisins 1965-70 Ljósm.: Guðmundur Sveinsson. Sólsteiktur saltfiskur „Mér er sérstaklega minnisstætt þegar allur kaupstaðurinn frá fjöru til fjallshlíðar var sem næst hvítur af breiddum salt- fiski, skipti jafnvel þúsundum skippunda. Það var björgulegt. En einnig minnist ég þess, þegar flóðkaldinn brást og hit- inn ógnaði; Einum degi man ég sérstaklega eftir þegar allt ætl- aði að stikna. Menn stóðu ráð- þrota og eigruðu hver til annars og komu vart við neinni vörn. Flóðkaldinn hafði brugðist og fiskurinn varð sólsteiktur." Gísli Kristjánsson útgeröar maður Sjómannadagsbl. Nesk. 1979 stærsti 74 tonn. Árið 1936 eignuð- ust Norðfirðingar togarann Brimi NK-75. En vegna rekstrarerfið- leika var hann seldur burtu úr bænum skömmu fyrir stríð. Eftir stríðið eru keyptir hingar 2 togarar og nokkrir, svokallaðir Svíþjóðarbátar. Milli 1950 og 1960, var mikil fjölgun á u.þ.b. 40—70 tonna bátum sem þá töld- ust hefðbundnir vertíða- og síld- veiðibátar. Undir lok áratugarins koma fyrstu stálbátarnir. Um svipað leyti fórust báðir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goða- nes eða árin 1955 og 1957. í stað þeirra kom ágætt skip, Gerpir NK- 106. Milli 1960 og 1970 urðu miklar breytingar á flotanum. Þessir hefðbundnu vertíðarbátar hurfu margir burtu úr plássinu en í staðinn voru keyptir nokkrir stál- bátar af stærðinni 250 til 300 tonn. Og 1965 eignaðist Sildar- vinnslan hf. sitt fyrsta skip, Barða NK—120, 250 tonna stálskip- 1960 var Gerpir seldur og hafði rekstur hans gengið erfiðlega. Eftir 1970 breyttist skipastóll Norðfirðinga enn mikið. Stóru bátarnir svokölluðu voru flestir seldir burtu. í staðinn komu skut- togararnir og stóri Börkur eins og hann var stundum kallaður fyrstu árin. Á þessum áratug sem nú er að líða hefur þróunin orðið hægari hvað varðar smábátana. Beitir var keyptur árið 1981. En eiginlegir vertíðarbátar eru nú ekki lengur hér. Magnús NK-72, ^a síðasti þeirra, var seldur á síðasta ári. En síðustu árin hefur orðið afar mikil breyting á svokölluðum smábátaflota bæjarins. Héðan er stutt á miðin fyrir smábátana og þeir hafa svo lengi sem elstu nienn muna verið margir hér í bænum- Á síldarárunum um og uppur 1960 fækkaði þeim þó verulega- En nú eru bátar undir 10 brl- u.þ.b. 90-100 talsins og flestir vel útbúnir. í þeim er gjarna loran,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.