Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 8
568 ÆGIR 11/89 Hskifélags íslands hefur oft harðnað á dalnum í afkomu- málum félagsins, þótt fullyrða megi að hér hafi alla tíð ríkt aðhaldssemi og sparsemi. Við fjárlagagerð þessa árs, varð félagið fyrir verulegum niður- skurði ásamt því að vera gert að svokallaðri tilfærslustofnun. Þessum aðgerðum varð að mæta með því að breyta starfshátt- um, auka þjónustutekjur, fækka starfsfólki og hagræða á ýmsa vegu. Hjá lítilli stofnun er slíkt ástand óæskilegt gagnvart starfs- fólki, vegna þeirrar óvissu sem það veldur og það er sárt að kveðja dygga samstarfsmenn eftir áratuga samstarf. Þegar horft er á fjárlagagerð fyrir næsta ár er útlitið mun betra þegar tekið er tillit til nefndra skipulags- breytinga. í þriðju grein laga Fiskifélags íslands segir: Markmið félagsins er að efla hag og hverskonar framfarir í íslenskum sjáv- arútvegi í víðtækustu merkingu og veita hinu opinbera umbeðna þjón- ustu. Markmiðin standast fy11ilega, en breyttir tímar og breyttar aðstæður kalla á nýjar leiðir. Fyrir 16 árum tóku gildi ný félagslög og jafnframt voru gerðar viðamiklar skipulags- breytingar á starfseminni. Fiskiþing er æösta vald Fiskifé- lags íslands. Það er því þess að ákveða á hvern hátt sú laga- og skipulagsbreyting sem dagurinn í dag og framtíðin kallar á, skuli framkvæmd. Von mín er sú að 48. Fiskiþing megi varða þann veg, svo íslenskur sjávarútvegur megi sem best nýta þá aðstöðu sem hann á og hefur byggt upp, bæði hér innandyra sem og á þeim stöðum vítt um land þar sem starf- semi okkar er rekin. Síðasta ár færði íslensku þjóð- inni mestan sjávarafla frá því að fiskveiðar hófust. Ársaflinn varð 1.753 þúsund lestir á móti 1.625 þúsund lestum 1987. Áður hafði aflinn orðið mestur 1.673 þúsund lestir árið 1985. Þetta varð því fimmta árið í röð sem sjávarafli Islendinga varð meiri en 1500 þúsund lestir. Þessi mikli afla- fengur var fyrst og fremst hag- stæðri veðráttu og mikilli loðnu- veiði að þakka. Þótt hráefnis- verðmæti ykjust um 23%, jókst útflutningsverðmæti sjávarafurða ekki nema um 9%. Varlegt er að spá um endanlegan aflafeng í ár vegna mikillar óvissu með loðnu- veiðar. Láta mun nærri að heildar- aflinn fyrstu 10 mánuði ársins sé um 80 þúsund lestum minni en á sama tíma í fyrra. Bregðist loðnu- veiðar í nóv.—des., gæti þvf ársafl- inn orðið 350 þúsund lestum minni en 1988 eða um 1.400 þús- und lestir. Heildarútflutningur sjávarvöru fyrstu 8 mánuði þessa árs var 495,9 þúsund lestir, eða nánast það sama og á sama tíma í fyrra, en þá voru það 495,7 þúsund lestir. Á þessu tímabili er verðmætið 38,5 milljarðar, eða 74% af öllum útflutningi landsins. Á sama tíma 1988 var verðmætið 29,1 mill- jarður og var þá 77% af útflutn- ingi. í þessum tölum er reiknað með niðurlagðri sjávarvöru. í íslenskum krónum er aukningin 32%, og á föstu gengi um 6%. Þrátt fyrir mikinn afla og verð- mæti, undanfarin ár er atkoma útvegsins vægast sagt bágborin, sérstaklega fiskvinnslunnar. Það er dapurlegt að koma í verstöðvar sem áður voru blómlegar, þar sem nú ríkja greiðslustöðvanir og gjaldþrotum er lýst. Það er skylda okkar allra að horfa fram og takast sameiginlega á við þann vanda sem á margan hátt er okkur sjálfum að kenna. Því býð ég sérstaklega vel- komna þá ágætu gesti er flytja okkur hér gagnmerk erindi í dag og á morgun. Þeir munu fjalla um stöðu líðandi stundar, reynslu þess liðna og afgerandi breytingar og afkomumöguleika greinarinnar á sviði viðskipta, veiða og vinnslu næstu ára. Hér verður staldrað við. I skýrslu minni til Fiskiþings um starfsemi Fiskifélags íslands á liðnu starfsári eru einnig ýmsum öðrum þáttum sjávarútvegsins gerð skil. Sú skýrsla verður flutt síðar á þinginu. Ágætu þingfulltrúar. Að vanda 1<omið þið vel undirbúnir til þessa þings. Á fjórðungsþingum og aðalfundum fiskideilda hafa helstu mál útvegsins verið tekin rækilega til meðferðar á málefnalegum grunni. Að sjálfsögðu hefur umfjöllunin um þær hugmyndir sem koma fram í frumdrögum að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða lent i brennidepli. Nú er mikið í húfi að finna þær leikreglur sem flestir geta sætt sig við, því núna er horft lengra fram á veginn með gildis- tímann en áður. Nú er það ykkar, sem um báðuð og búið hafa við undanfarin ár, að segja frá reynsl- unni og gera tillögur. Því hverjir eiga frekar tillögurétt en þeir sem fengið hafa afnotarétt að fjöreggi þjóðarinnar, og lagt á móti líf sitt og afkomu. En verum þess minnug að eggið er brothætt, svo brothætt að slys í umgengni okkar á fiski- miðunum gæti varðað búsetu íslensku þjóðarinnar. Ósk mín er sú, að sá styrkur og samstaða, sem ævinlega hefur einkennt Fiskiþmg þegar viðkvæm mál hafa verið ti meðferðar, komi fram við afgreiðslu þeirra mála sem lögð eru hér fram- 48. Fiskiþing er sett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.