Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 15
11/89 ÆGIR 575 ist innlendum vínnsluaðilum með sem hagkvæmustum hætti. Þetta eru hvort tveggja aðgerðir sem ég sé enga ástæðu til að bíða með að hrinda í framkvæmd til loka næsta árs og hefði raunar átt að vera búið að koma aflamiðlun á fyrir löngu. Það sýnist jafnan sitt hverjum um hina ýmsu þætti sem taka þarf afstöðu til við mótun fiskveiði- stefnu. Enn ríður á að menn reyni að jafna skoðanamun og ná saman um stefnu í þessum efnum. Það hlýtur að vera mikilvægasta verkefni Fiskiþings nú að stuðla að slíkri samstöðu. Vigtun sjávarafla Sumarið 1988 gerði veiðieftirlit ráðuneytisins athugun á fram- kvæmd vigtunar afla í flestum höfnum landsins. Athugunin leiddi í Ijós að misjafnar aðferðir eru notaðar. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður, kassavæðingin, kör um borð í fiskiskipum og fleira hafa gert hefðbundnar aðferðir við vigtun afla úreltar. Bílavogirnar sem notaðar voru um árabil eru notaðar í minna mæli. Fiskverk- endur hafa í vaxandi mæli sjálfir keypt sér pallvogir og hefur því verulegur hluti aflans verið fluttur rakleiðis frá veiðiskipi í fiskvinnslu- hús. Þetta hefur leitt til hag- ræðingar í fiskvinnslunni en á móti kemur að nokkur lausung hefur orðið í vigtun og misjafnar aðferðir skapast milli verstöðva. Ráðuneytið hefur ákveðið að staðbundið eftirlit verði framvegis við framkvæmd vigtunar í ein- stökum útgerðarstöðum. Eðlilegt er að þessu eftirliti sinni starfs- menn hafna og sveitarfélaga víða um land enda er þar til staðar sú þekking sem til þarf. Setja þarf almennar reglur er tryggja sam- ræmdar aðferðir við vigtun þannig ab allu afli verði veginn í löndun- arhöfn af löggiltum vigtarmönn- um. Fyrir þær hafnir, sem ekki geta uppfyllt þau almennu skil- yrði, sem sett verða, þarf að setja sérstakar reglur sem verða útfærðar í samvinnu ráðuneytisins og hafnanna. Sé afli seldur er- lendis er gert ráð fyrir að vigta megi aflann þar, enda sé hann seldur á uppboðsmörkuðum, sem ráðuneytið hefur viðurkennt aðferðir við vigtun. Til að fram- fylgja reglunum með sem trygg- ustum hætti þarf gott samstarf við hafnaryfirvöld og hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Ráðuneytið hefur átt viðræður um þessi mál við Sam- gönguráðuneytið og Hafnarsam- bandið og voru hugmyndirnar ásamt drögum að reglugerð kynntar á aðalfundi Hafnarsam- bandsins fyrir helgi. Var því lýst yfir af hálfu sambandsins að það væri tilbúið til samstarfs við ráðu- neytið um málið. Vigtun afla er grundvöllur mikil- vægra upplýsinga um hagnýtingu fiskveiðiauðlindarinnar á hverjum tíma. Upplýsingarnar eru notaðar af fjölmörgum aðilum í þjóðfélag- inu, jafnt fyrirtækjum, einstakl- ingum og opinberum stofnunum. Því er nauðsynlegt að slíkar upp- lýsingar séu bæði áreiðanlegar og aðgengilegar. í kjölfar aukins eftir- lits með löndun og vigtun afla hefur ráðuneytið ákveðið að koma á daglegri skráningu landaðs afla. Á næsta ári verður hafist handa við að koma daglegri aflaskrán- ingu á fót og mun það auðvelda öllum aðilum að fá sem gleggstar upplýsingar um veiðar á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að starfs- menn hafna annist söfnun og skráningu þessara upplýsinga og mun þeim síðan verða safnað í eina móðurtölvu. Lokaorð íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir óvenju mörgum mikilvægum viðfangsefnum um þessar mundir. Hæst ber þar fram- tíðarskipulag fiskveiða, samningar við Evrópubandalagið og sífelld barátta fyrir bættum rekstrargrund- velli fyrirtækja í sjávarútvegi. Skipulag fiskveiða er afgerandi fyrir afkomu fiskiskipaflotans og arðsemi sjávarútvegsins í heild. Verði þær meginhugmyndir sem nú liggja fyrir um skipulag veið- anna að veruleika mun það auka til muna möguleika sjávarútvegs- ins til að hagræða í rekstri. Mikil- vægt er að í þessu máli náist víð- tæk samstaða um framtíðarlausn. Með því skapast skilyrði til að fjalla um og taka á öðrum mikil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.