Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 23

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 23
11/89 ÆGIR 583 Eftir útfærsluna hefur stofninn rétt nokkuð við og er nú talinn í námunda við 1 milljón tonna, en batinn hefur ekki verið nærri því eins ör og upphaflega var gert ráð fyrir. Ástæðurnar eru einkum tvær, í fyrsta lagi hefur nýliðun í stofninn verið miklu minni en áður var (12. mynd) og í öðru lagi hefur stofninn verið nýttur með miklu meira álagi þ.e.a.s. helm- ingi hærri fiskveiðistuðlum en gert var ráð fyrir. Kanadamenn standa því frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að þessi helsti þorsk- stofn þeirra er miklu ver á sig kom- inn en búist hafði verið við enda þótt langt sé frá því að um veru- lega ofveiði hafi verið að ræða. Við gefum okkur það að hér sé um rétta niðurstöðu að ræða og ef menn vilja halda sig við kjörsókn hér eftir sem ningað til er Ijóst að aflinn úr þessum stofni á næstu árum verður talsvert innan við 200 þúsund tonn. Til þessa mun þó vart koma þar sem mér skilst að ætlunin sé að nálgast kjörsókn í áföngum þannig að aflinn úr þessum stofni á allra næstu árum verður sennilega á bilinu 200-250 þúsund tonn í stað þeirra 300^100 þúsund tonna sem gert hafði verið ráð fyrir í fyrri spá. Enda þótt þessar niðurstöður séu mikið áfall fyrir kanadískan sjávarútveg og starfsbræður mína í Kanada skulum við ekki gleyma því að á undanförnum 10 árum tókst þeim þó að ná Labradors- þorskstofninum úr mikilli lægð þ.e.a.s. úr u.þ.b. 450 þúsund tonnum í milljón tonn. Hættervið að verr hefði farið ef fiskveiði- stefnan hefði ekki verið mörkuð svo varlega í upphafi. Þeir eru nú reynslunni ríkari. Niöurlag Þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 sjómílur fyrir 12-13 árum færðist ábyrgðin á fiskveiði- stjórn frá alþjóðlegum samtökum til strandríkja, eins eða fleiri. Það er eftirtektarvert að aðeins eitt strandríki þ.e.a.s. Kanada hefur mótað ákveðna fiskveiðistefnu. Alls staðar annars staðar er lifað frá einum degi til annars og undir hælinn lagt hvernig ákvarðanir eru teknar. Mér finnst þó einhlítt að draga þann lærdóm af reynslu undanfarinna 12 ára að við nýt- ingu fiskstofna verði að fara að með gát og jafnan hafa það að 9. mynd. Labrador þorskur, afli í þús. tonna. II. mynd. Labrador þorskur, fiskveiðidánarstudlar. 70. mynd. Labrador þorskur, stofnstærð í þús. tonna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.