Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1989, Blaðsíða 24
584 ÆGIR 11/89 leiðarljósi að hugsa fyrst og fremst um að vistkerfið hér á norður- slóðum getur verið og er oft mjög viðkvæmt. Það getur verið hættu- legt að nýta aðeins hluta þess en sleppa öðru. Leiðin til farsældar er að fleyta rjómann ofan af ef svo má segja, veiða dálítið af hval, afsel, af uppsjávarfiskum, af botn- fiskum og botndýrum en ofbjóða aldrei neinum einstökum þætti í vistkerfinu. Hætt er við að sú mynd raun- veruleikans sem ég hef dregið hér upp með því að taka nokkur dæmi um nýtingu þorsk- og ýsustofna sé æði langt frá þvf sem helst og best verður á kosið. Það eiga þó ekki allir jafnan hlut að máli. Eins og öllum er kunnugt fer Evrópu- bandalagið með alla nýtingu auð- linda innan 200 mílna lögsögu aðildarríkjanna. Evrópubanda- lagið þiggur vísindalega ráðgjöf um stjórn fiskveiða frá Alþjóða- hafrannsóknaráðinu. Fyrstu 4 árin eftir útfærsluna var ekkert tillit tekið til ráðgjafarinnar vegna þess að aðildarríkin gátu ekki komið sér saman um fiskveiðistefnu og skipt- ingu aflans milli einstakra aðildar- pjóða. Þessu er þó ekki til að dreifa lengur því að fiskveiðisam- þykkt bandalagsins hefur verið í gildi í allmörg ar. Eftir að ráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins liggur fyrir er tekin ákvörðun í Brussel um heildarveiði úr hverjum stofni innan lögsögu bandalagsins og samið um heild- arveiði þeirra stofna sem aðrar þjóðir eiga hlutdeild í. Að þessu loknu er heildaraflanum skipt eftir tilteknum reglum milli aðildar- þjóða bandalagsins. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessar þjóðir eru flestar gersamlega van- búnar til þess að halda sér innan leyfðra aflaheimilda. Þannig hefur komið í Ijós að nánast óhugsandi er að Evrópubandalagið sem heild haldi sig innan þeirra marka sem samþykktar hafa verið. Þetta hefur leitt til þess að aflaskýrslur sem berast til Alþjóðahafrannsókna- ráðsins eru oft mjög óáreiðanlegar og stundum langt frá hinu sanna. Við úttekt á fiskstofnum í Norður- sjó hafa menn því orðið að styðjast við tvöfalt bókhald ef svo má að orði komast, annars vegar opin- berar tölur, hins vegar þær sem fiskifræðingar í einstökum löndum telja eitthvað nálægt sanni. í okkar hópi hefur verið lögð á það mikil áhersla að reyna eftir öllum hugs- anlegum leiðum að fá fram réttar aflatölur því annars yrði úttekt á ástandi stofnanna að sjálfsögðu hreinn skrípaleikur. Það er því augljóst öllum þeim sem til þekkja að Evrópubandalagið er engan veg- inn megnugt þess að framfylgja fisk- veiðiráðgjöf eða halda sér í námunda við leyfilegar fiskveiði- heimildir. Þar brestur allt raunhæft framkvæmdavald. Ef staðið væri að fiskveiðum á okkar miðum eitthvað í námunda við það sem gert er í Norðursjó er ég sann- færður um að fiskstofnunum hér við land yrði eytt á örfáum árum. Stjórn fiskveiða í Barentshafi hvílir á herðum Norðmanna og Sovétmanna. Því miður er ég ekki gjörkunnugur því á hvern hátt Sovétmenn hafa hemil á sínum fiskveiðum en hitt verður að viður- kenna að Norðmenn hafa sum árin ekki séð sér fært að halda sér innan þeirra marka sem úthlutað hefur verið. Aðstæður í Barents- hafi eru þó mjög ólíkar því sem við þekkjum frá Norðursjó. Ann- ars vegar höfum við vistkerfi sem reynslan sýnir okkur að geti verið mjög viðkvæmt og farið gersam- lega úr skorðum eins og raun ber vitni í Barentshafi, hins vegar er um að ræða vistkerfi sem virðist þola ótrúlega mikla ofveiði og mis- notkun þótt nú sé ef til vill að koma að skuldadögum. Ég minntist á það áðan að stjórnendum fiskveiða og fiski- fræðingum í Kanada hefði brugðið mjög þegar í Ijós kom að veruleg mistök hefðu átt sér stað við úttekt á fiskstofnum þar í landi. Ég vil þó minna á það að sóknin í Labrador- stofninn í Kanada er helmingi vægari en í íslenska þorskstofn- inn. Ef farið væri að tillögum Haf- rannsóknastofnunar um 250 þús- und tonna ársafla er Ijóst að aflinn verður 25-30% af stofnstærð. Það er svipað því sem Kanada- mönnum þykir alltof hátt hlutfall þrátt fyrir mistök f úttekt stofnanna og enda þótt þeir hafi ekki byggst upp sem skyldi hafi Kanadamenn eigi að síður sýnt mikla ábyrgð við nýtingu þessara miklu auðlinda. Við megum ekki gleyma því að á þeim slóðum eigi síður en hér og í Barentshafi eiga sér stað mjög miklar sveiflur á hitastigi og straum- kerfi. Um og upp úr 1980 kólnaði mjög bæði við Grænland og við austurströnd Kanada og lífsskilyrði versnuðu þar til mikilla muna. Ég tel að það séu þessar miklu breyt- ingar á umhverfinu sem hafa valdið því að nýliðun í kanadísku fisk- stofnana hefur verið miklu lélegri en Kanadamenn höfðu gert ráð fyrir. Niðurstaða mín er því sú að við vestanvert Atlantshaf sé mjög ábyrg fiskveiðistefna og fiskveiði- stjórn, sem versnar þegar austar dregur og þegar komið er i Norðursjó keyri um þverbak. Svarið við spurningunni um það hvernig hafi til tekist hlýtur því að verða á þann veg að því miður hafi strandríkjunum ekki tekist sem skyldi. Fiskafli fer minnkandi og stofnar eru ofveiddir. Erindi flutt á Fiskiþingi 1989. Höfundur er forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.